Að rembast eins og rjúpan
2.2.2019 | 20:10
Enn er rambst eins og rjúpan við staurinn. Þegar reglur og lög eru ekki hagkvæm þeim sem vilja komast að ákveðinni niðurstöðu, er þeim einfaldlega breitt.
Nú ætla hinir nýju forsetar Alþingis, sá áttundi og sá níundi, að undirbúa erindi um gildissvið siðareglna þingmanna til nefndarmanna. Sem sagt, siðareglurnar ná ekki yfir það málefni sem þessum auka auka forsetum var falið að leiða í höggstokkinn. Eða eru fulltrúar í siðanefnd kannski bara ekki læsir?!
Í annarri grein siðareglana fyrir alþingismenn er fjallað um gildissvið þeirra reglna. Þar segir orðrétt:
Gildissvið.
2. gr.
Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.
Svo mörg voru þau orð og í raun auðskilin, en henta þó ekki þeirri niðurstöðu sem hinir nýju dómarar rannsóknarréttarins var falið að ná.
Að Halli á Reyn skuli láta leiða sig í svona forarsvað er magnað. Hann mun missa virðingu margra sveitunga og kjósenda vegna þessa. Hitt er eðlilegra, að þingmaður VG skuli vera strengjabrúða yfirvalds síns flokks, kommúnismi felst jú í því að herrann stýri og hinir hlýði.
Undirbúa erindi til siðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Facebook
Athugasemdir
Það er eitt sem ætti að rannsaka, en það er hvort einher ættartengsli séu á milli Gróu á leiti og Báru á HLERI........
Jóhann Elíasson, 2.2.2019 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.