Orðlaus

Er búinn að velta þessari frétt fyrir mér núna í tæplega hálfann sólahring. Nokkrum sinnum hef ég sest við lyklaborðið, en ekkert kemur. Sumt er svo gjörsamlega út í hött að orðum verður ekki á það komið.

Held að tími sé kominn til að senda meirihluta borgarstjórnar í geðrannsókn. Það hlýtur eitthvað hafa slegið saman í hausnum á þessum einstaklingum.

Maður skammast sín fyrir að vera samlandi þessa fólks.

 


mbl.is Pálmatré í Vogabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Innibyggð minnimáttarkennd skilar þessum breytingum að allt skuli líkjast "útlöndum".þótt það sé ekki í mannlegu valdi að breyta stöðu himintunglanna.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2019 kl. 03:55

2 identicon

https://www.goodreads.com/quotes/138248-the-problem-with-socialism-is-that-you-eventually-run-out

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.1.2019 kl. 06:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

140 millur áætlunin. Ef staðlaður frammúrakstur er svo reiknaður inn, þá endar þetta líklega í svipuðum upphæðum og bragginn. Eigum við að vera módest og segja 350 millur? 

"Listakonan" á skilið frekari frama. Hún negldi ávexti og grænmeti á vegg og varð innvígð af listaaðlinum fyrir það. 

Þetta er gersamlega hrokkið af skaftinu.

Skuldar borgin ekki einhverja 250 milljarða?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2019 kl. 07:25

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Holu Hjálmar er duglegur viða að rökstyðja málið á þeirri forsendu að lóðahafar muni borga. Er maðurinn svona víðáttu heimskur í fjármálum?

Vel getur verið að lóðahafar leggi fram peninginn, en hverjir borga síðan lóðahöfum?

Dagur passar sig að halda sér til hlés, sigar öðrum út í ófæruna, kemur síðan ríðandi á hvítum hesti og dregur allt til baka. Holu Hjálmar situr eftir í feninu en Dagur baðar sig í sviðsljósinu.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2019 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband