Japl, jaml og fuður

Hafi mannskepnunni verið ætlað að þrífast á grasi og hundasúrum, hefði skaparinn látið hana fá vömb, kepp, laka og vinstur, til að vinna næringarefnin úr þeirri fæðu. Þess í stað erum við með maga, görn og þarma, rétt eins og aðrar kjötætur.

Mér er nokk sama þó einstaklingar vilji brjóta náttúrulögmálið og lifa á grasi og hundasúrum. Það er auðvitað val hvers og eins hvernig hann misbeitir sínum líkama. Og ekki amast ég við því þó fólk velji að kalla sig vegan.

Hitt verður vart við unað, þegar það fólk sem kýs að lifa á grasi og hundasúrum, vill neyða slíkum lifnaðarhætti upp á aðra. Þegar farið er að krefjast þess af ríki og sveitarfélögum að skattfé sé beitt til að halda uppi áróðri þeirra. Þegar krafist er af menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu að venjulegur heimilismatur verði látinn víkja fyrir grasi og hundasúrum.

Flest ef ekki öll mötuneyti landsins bjóða upp á fæði fyrir svokallað vegan fólk. Yfir því amast ég ekki, enda venjulegur heimilismatur einnig í boði. Þarna getur fólk valið.

Ekki hefur nokkurn tímann heyrst að fólk sem étur venjulegan heimilismat vilji láta banna grasafæði. Hvorki hjá mötuneytum ríkisstofnanna né annarsstaðar. Ekki heldur hefur nokkrum manni dottið til hugar að krefja ríkið um að halda kjötfæði framar en grasafæði. Þarna á fólk einfaldlega að hafa val.

Við lestur þessarar undarlegu fréttar datt mér í hug kvæði vesturfarans og stórskáldsins Stephan G Stephanssonar:

Þá kvað einn: ,,Vér úrráð höfum:

Út og suður karlinn gröfum.

Ei þarf lubbinn óvandaður

Eins að liggja og dánumaður.

Eftir japl og jaml og fuður

Jón var grafinn út og suður.

 


mbl.is Margt sem ríki og sveitarfélög gætu gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband