Blessuð klukkan
11.1.2019 | 10:38
Í sakleysi mínu hélt ég að umræðan umklukkuna hefði látist samhliða andláti Bjartrar framtíðar, en svo er alls ekki. Nú hefur formaður VG tekið málið inn á sitt borð og notar afl sitt sem forsætisráðherra til að koma því lengra innan stjórnkerfisins en áður hefur tekist. Virðist sem nú eigi að taka klukkumálið framhjá Alþingi.
Klukkan er eins og hvert annað mælitæki, mælir tíma. Hún getur ekki með nokkru móti haft áhrif á neitt annað, ekki frekar en tommustokkur. Hlutur stækkar ekkert þó notaðir séu sentímetrar til mælingar hans, í stað tommu. Því er röksemdarfærslan fyrir breytingunni út úr kú.
Í umræðunni hafa fyrst og fremst verið notuð rök um lýðheilsu unglinga, líkamsklukkuna og dagsbirtu. Þeir sem halda því fram að unglingar sem vaka fram eftir öllu og vakna illa sofnir til skóla, muni breyta þeirri hegðun við breytingu klukkunnar, eru utan raunveruleikans. Sá sem ekki fer að sofa fyrr en eftir miðnætti nú, mun halda þeirri hegðun áfram þó klukkunni sé breitt.
Líkamsklukkan er flóknara fyrirbæri en svo að klukkan hafi þar áhrif. Vaktavinnufólk veit sem er að eftir ákveðinn fjölda næturvakta, nálægt fjórum til fimm, breytir líkaminn klukku sinni til samræmis við svefn. Jafn langan tíma tekur síðan að snúa líkamsklukkunni til baka eftir að törn er lokið. Þetta styðja erlendar rannsóknir, þó tíska sé að halda á lofti eldgömlum rannsóknum sem segja annað.
Undarlegust er þó rökfærslan um dagsbirtuna. Syðsti oddi landsins okkar er norðan 63 breiddargráðu. Þetta gerir að stórann hluta árs er dimmt langt fram á dag og annan hluta bjart nánast alla nóttina. Ef stilla á klukkuna þannig að allir vakni við dagsbirtu, þarf að færa hana ansi langt aftur yfir vetrartímann og fram yfir sumarið. Að klukkunni yrði þá breytt í hverjum mánuði allt árið. Seinkun klukkunnar um eina klukkustund mun litlu breyta. Hitt má skoða, hvort betra sé að hafa meiri birtu yfir þann tíma sem fjölskyldur eru tvístraðar til vinnu eða skóla, eða hvort betra sé að sameiginlegur tími fjölskyldna falli meira undir dagsbirtu.
Þó ég sé í grunninn á móti hringli með klukkuna, svona yfirleitt, hugnast mér alveg að henni sé seinkað og þá um tvo tíma. Ekki vegna lýðheilsu, líkamsklukkunnar eða dagsbirtunnar, heldur vegna þess að þá færumst við nær Ameríku og fjær Evrópu og hádegi verður þá enn nær hápunkti sólar, hvern dag. Ókosturinn er að stundum til útiveru eftir vinnu, í björtu veðri, mun fækka.
Hvert skref, þó einungis sé í tíma en ekki rúmi, sem við getum fjarlægst skelfingu ESB, er heillaskref.
Alls ekki klukkunni að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Eðlilegast væri að hápunktur sólar sé um miðjan dag en ekki fyrripart. Að vökustundir væru jafn margar fyrir og eftir hápunkt sólar. Þannig ná flestir mestum vökustundum í björtu. Þannig er það hjá villtum dýrum og þannig var það hjá forfeðrum okkar. Því væri eðlilegast fyrir okkur að flýta klukkunni frekar en seinka.
Breytingar á klukkunni hafa verið gerðar í áratugi tvisvar á ári í fjölda landa. Hvergi hefur það breytt svefnvenjum íbúanna. Við erum ekki það frábrugðin öðrum jarðarbúum að breyting á klukkunni hér sé líkleg til að breyta hegðun okkar. Og þeir sem því halda fram eru varla marktækir í umræðunni.
Davið12 (IP-tala skráð) 11.1.2019 kl. 13:23
Sæll Gunnar frændi - sem aðrir gestir þínir, og þökk fyrir liðnu árin, öll !
Gunnar !
Þetta REGIN- fífl og stelpu skjáta:: Katrín Jakobsdóttir gerir ALLT til þess að drepa málum á dreif, til þess að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum fólksins, í landinu.
Jú: jú, víst má ræða og ákveða tiltekna dagsetningu, til seinkunnar klukkunni / eða til flýtis hennar.
En - væri allt með felldu í landinu (heilbrigðismál í rúst / vegakerfið í rúst, t.d - og er af fjölmörgu öðru að taka) þá væri Katrín Jakobsdóttir að vinna að launajöfnuði / stroka út af borðinu arðræningja húsnæðiskerfisins, m.a.
En: þar sem þessi viðurstyggilega ókind:: hefur MARG selt sig Engeyinga ræningja búðunum suður í Garðabæ, og áhangenda þeirra, er ekki við neinu vitrænu að búast, af hendi hennar, enda ...... alin upp á hnjám stór- þjófa, eins og Steingríms J. Sigfússonar / Svavars Gestssonar (hins Austur- Þýzka STASI leiguliða) og annarra ýmissa, sem HÖFUÐ sök eiga á, hversu komið er málum, hérlendis.
Það ætti - að fá að þakka fyrir, þetta lið, sem umvafið er Bjarna bandítt Benediktssyni (ásamt honum sjálfum:vitaskuld), að sleppa fyrir horn, með ÆFILANGAN útlegðardóm af landinu, í stað miklu harðari og afdrifaríkra örlaga, Gunnar minn !!!
Með beztu kveðjum: sem endranær, vestur á Skipaskaga - af Suðurlandi //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2019 kl. 13:34
Amen nafni Gunnar.
Förum einn extra tímabeltis-tíma vestur í birtuna! EKKI austur í nóttina !
Ef ekkert er gert, þá get ég líka lifað með það.
Bara ekki meira svartnætti úr austri.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2019 kl. 14:35
Gunnar, þín rökhugsun er í fínu lagi hér sem endranær. Þú ættir að setja þennan pistil inná samráðsgáttina að undanskilinni síðustu málsgrein sem er ekki mjög málefnaleg í þessu samhengi . Samráðsgáttin er að virka vegna þess að þar er ekki hægt að svindla. Þú verður að nota auðkenni til að koma skoðun á framfæri. Þótt alltof margir búi í bergmálshellinum þá er fullt af fólki eins og þú, sem horfir misjöfnum augum á málin og það eru þær skoðanir sem er mikilvægt að sem flestir kynnist.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2019 kl. 14:56
Það er sérkennilegt þetta árlega þras um það hvort klukkan á Íslandi á að vera rétt eða vitlaus eins og hér hefur tíðkast að segja það. Klukka er bara tæki til að segja okkur sólstöðu nákvæmar á ákveðnum stað á Jörðinni, hvort sem við sjáum hanna eða ekki.
Venjan hefur verið sú að hafa klukkuna sem næst um 12. Á hádegi og 24 á miðnætti. Þetta er mjög auðvelt hér á íslandi, en það eru nokkrir sem helst alltaf vilja hafa hlutina öðruvísi en þeir eiga að vera. Það skiptir engu máli hvar sólin er eða klukkan er, fólk getur vaknað þegar því sýnist og borðað með sama hætti og sofnað þegar því hentar. Klukkan fer ekkert í fýlu út af því.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.1.2019 kl. 19:38
Klukkuþrasið er bara einn anginn af hinu almenna lýðheilsuþrasi sem birtist á mörgum sviðum og fólk virðist seint ætla að sjá í gegnum:
1. Klukkan: Það á að vera stórhættulegt að vakna fyrr en seinna.
2. Útlent grænmeti: Vegna þess að sums staðar er notað meira af sýklalyfjum en hér á allt útlent grænmeti að vera stórhættulegt.
3. Sykur: Það er algerlega nauðsynlegt að banna sykur eða skattleggja þannig að enginn leggi hann sér til munns.
4. Flugeldar: Stjórnvöld verða að banna alla flugelda svo enginn fái hósta um áramótin.
Þetta eru aðeins fáein af þessum atriðum. Málið snýst um að eitthvert læknalið veður fram með einhverjar kröfur sem eru algerlega út í hött og því miður gleypir fólk þetta gjarna hrátt því það hefur trú á að þetta séu sérfræðingar með viti. En vandamálið er að þessir einstaklingar horfa bara á eina hlið, aðeins sína hlið, en gera sér ekki grein fyrir að mál hafa fleiri hliðar. Kallanginn sem var að rífast við Ólaf Stephensen í sjónvarpinu um daginn er ágætt dæmi um þetta. Maður sem er alveg búinn að missa tengslin við raunveruleikann en vegna þess að hann er læknir tekur fólk mark á honum.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2019 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.