Að gráta Björn bónda
29.12.2018 | 12:14
Björn Bjarnason grætur Moggann sinn sárt á bloggi sínu. Honum þykir sárt að formenn stjórnmálaflokka fái þar ekki heiðurssess um áramót og helst heilsíðu mynd einnig.
Nú er það svo að lítil sem engin eftirspurn er eftir hugleiðingum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, enda marg sýnt að þær hugleiðingar eru lítils virði. Kosningaloforð þeirra, sem sumir taka trúanleg, eru fljót að gleymast eftir að atkvæði hafa verið talin og því vart meira að marka hugleiðingar þeirra við áramót.
Þetta vita ritstjórar Moggans og eru því ekki að sóa pappír í slíka vitleysu.
Formenn stjórnmálaflokka eru svo sem ekkert í vandræðum með að koma sínum misvitru hugleiðingum á framfæri, þó mogginn, einn fréttamiðla, átti sig á tilgangsleysi þess boðskapar.
Hitt væri fersk, ef formenn stjórnmálaflokka hér á landi tækju upp á þeirri nýlundu að standa við orð sín, að standa vörð lands og þjóðar og bara yfirleitt sýna einhvern minnsta vott af því að þeir séu að reyna að vinna sína vinnu!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er áramótablaðið komið út? Kemur það ekki á mánudaginn?
Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2018 kl. 12:41
Nú veit ég ekki Þorsteinn, er ekki áskrifandi. Las bara blogg Björns,sem alveg örugglega er áskrifandi að þessu ágæta blaði, þar sem hann var að gráta þetta. Kannski veit hann lengra en við um hvað væntanlegt er í Mogganum.
Gunnar Heiðarsson, 29.12.2018 kl. 13:00
Skiljanlega sér Mogginn enga ástæðu til að birta ávarp formanns forystu án flokks.
Já, það er hlálegt að sjá Björn Bjarnason grenja svona sárt.
Hver ber virðingu fyrir manni sem turnast til hverrar þeirrar trúar, snimhendis, sem honum eru réttir silfurpeningar, 25 milljónir frá Gulla til ESB trúboðsins og koma fram með tillöguna um að EES valdaframsalið verði bundið í stjórnarskrána. Ég hef forakt á þannig grenjuskjóðum, og blessunarlega hefur Davíð kóngur það einnig, en lætur það reyndar bitna á Bjarna ... í staðgenglastríðinu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.12.2018 kl. 00:20
Enginn almennilegur Sjálfstæðismaður grætur Björn bónda. Það er ekkert annað en ósvinna að telja það ófrávíkjanlegan rétt misvitra og oft á tíðum óskiljanlegra stjórnmálaflokkaleiðtoga, að fá að skauta yfir eigin misgjörðir og svikin loforð, með skrumskældu blaðri í áramótaútgáfu Morgunblaðsins um áramót.
Þetta mörg prósent í þetta eða hitt og allan heila andskotans lofsönginn um eigið ágæti, með áramótakveðjum og allskyns árnaðaróskum, sem þeir meina nánast alltaf ekkert með. Þjóðin nennir einfaldlega ekki að hlusta á þetta blaður lengur og eftirspurnin því ekki nokkur eftir svona innantómu þvaðri. Von að þeim svíði, sem töldu sig eina til þeirra sem "Vér einir vitum".
Þakka góðan pistil Gunnar.
Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.12.2018 kl. 01:17
Þorsteinn, af hverju grenjar Björn?
Hlýtur það ekki að vera v.þ.a. hann veit nú þegar að Davíð hefur hafnað innsendu ávarpi formanns forystunnar. Davíð veit að Bjarni hefur ekkert vitrænt að segja, og hefur glutrað fylginu niður um meira en helming. Gustukaverk að sleppa ávarpi manns sem æ fleiri sjálfstæðir menn fyrirlíta, best að láta hann liggja óbættan hjá garði og flagga honum alks ekki, því þá gæti fylgið hrunið ennþá meira.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.12.2018 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.