Ævintýrahöfundurinn Silja Dögg

Það verður vart skafið af Silju Dögg haturshugur til síns fyrrum formanns.

Það ættu flestir landsmenn að vita að salur Alþingis er einungis formlegur afgreiðslustaður mála. Stefna þeirra, undirbúningur og eiginleg afgreiðsla fer fram annarsstaðar. Þar ráða auðvitað mestu þeir flokkar sem eru í stjórn, en aðrir geta með lagni komið sínum málum á framfæri og ná stundum árangri. Því er ekki hægt að meta kjark og dugnað manna eftir setu í sal Alþingis, heldur hvernig þeim gengur að koma fram sínum stefnumálum. Það starf er því unnið á öðrum vettvangi. Kannski má segja að þeir sem eru þaulsetnastir í sal Alþingis, séu einmitt þeir kjarklausustu, í það minnsta verklausustu. 

Silja nefnir aðförina að SDG, með tilstilli ruv, sem eitthvað kjarkleysi af hans hálfu. Líkja má stjórnmálum við einskonar herför, þar sem fylkingar safnast saman og berjast fyrir sínum málstað. Það hefur seint þótt mikill kjarkur falin í því þegar hersveitin hleypur burt með skottið milli fóta sér, þegar að yfirmanninum er sótt. Þingmenn Framsóknar á þeim tíma voru þó ekki lengi að láta sig hverfa, einmitt þegar þeir áttu að standa að baki formanni sínum. Kjarkurinn var ekki meiri en svo að þeir létu blekkjast af dómstól götunnar, eins og hverjir aðrir kjarkleysingjar. Sagan á eftir að dæma þá þingmenn hart, er reyndar þegar farin að gera slíkt. Kannski öðlast þeir einhvern tímann nægan kjark til að biðja sinn fyrrum formann afsökunar.

Þá vill Silja eigna þingmönnum og embættismönnum þá baráttu sem SDG leiddi í kjölfar hrunsins. Vissulega stóðu flestir þingmenn flokksins að baki sínum formanni meðan mesta orrustan á því sviði stóð, en sú orrusta var ekki síst gegn embættiskerfinu, sem allt vildi samþykkja sem koma frá fjármálaelítunni.

Framsóknarflokkur var ekki beinlínis beysinn, þegar SDG tók við honum og nokkuð víst að hann hefði þurrkast út vorið 2009 ef gamla flokksklíkan hefði haldið þar völdum. Það var síðan fyrir elju og baráttu hins nýja formanns sem flokkurinn náði fræknu fylgi vorið 2013. Sumir þingmenn Framsóknar á þeim tíma voru duglegir við að halda uppi málstaðnum með sínum formanni, aðrir höfðu sig lítt í frammi og sumir jafnvel unnu gegn honum. Hitt er þó víst að það var fyrir tilstilli SDG og fyrir hans dugnað og kjark, sem flokkurinn náði að lifa af vorið 2009 og fá síðan það fylgi sem hann fékk vorið 2013. Þar bar lítið á Silju Dögg, eða þeim þingmönnum flokksins sem nú verma stóla Alþingis!

Varðandi landfundinn sem Silja velur að nefna er það rétt að SDG gekk af fundi eftir kosningar, enda sá hann að hann átti ekkert erindi þar lengur. Gamla flokksklíkan hafði aftur tekið völdin og hans nærveru því ekki lengur óskað. Eftir sem áður yfirgaf hann ekki flokkinn strax og reyndi að leita sátta. En kjarkleysingjarnir sem nú sátu í umboði gömlu flokksklíkunnar fengu ekki heimild til sátta.

Sjálfur var ég alin upp við Framsóknarflokk, sem svo margt annað landbyggðafólk. Þann flokk kaus ég alla tíð og var lengi stoltur af. Síðan fór stoltið þverrandi þó enn væri merkt við XB á kjörseðli og að lokum hætti maður að setja Xið. Ekki gat ég þó kosið aðra flokka, að svo stöddu. Í nokkrar kosningar skilaði ég því auðu, enda enda hafði minn gamli flokkur verið yfirtekinn að fólki sem ekki vildi lengur fylgja gömlu stefnunni. Þessi klíka sem yfirtekið hafði flokkinn afrekaði það helst að fylgið féll hratt og síðust árin sem hún réði voru formannaskipti orðin nær regluleg, svo erfitt var fyrir flokksfélaga að henda reiður á hver sat þann stól hverju sinni.

Með tilkomu SDG, snemma vetur 2009, breyttist þetta, enda aftur horft til þeirrar stefnu sem flokkurinn var stofnaður fyrir. Hinir gömlu kjósendur, sem voru í sömu sporum og ég, voru þó ekki allir tilbúnir að kjósa flokkinn strax, þó nægilega margir til að flokkurinn lifði af kosninguna vorið 2009. Fjórum árum síðar var séð að hinn nýi formaður hélt uppi merki hins gamla flokks og að þeir sem nánast höfðu náð að koma flokknum í gröfina, voru orðnir valdlausir innan hans. Þetta skilaði sér í fylgi vorið 2013 og gömlu kjósendurnir voru aftur komnir með traust til flokksins.

Popúlismi er skilgreining á því þegar fólk velur að taka staðlausar staðreyndir, sem hafa verið eyrnayndi fólks og fjölmiðla og nýta slíkt í sinn málflutning. Því verður vart annað sagt en þessi skrif Siljar séu einmitt skólabókardæmi um popúlisma. Hún velur að taka hvert málefnið af öðru í sinn málflutning, málefni sem voru á sínum tíma dásamleg í eyrum þeirra sem hötuðust sem mest við SDG. Málefni sem síðan hafa verið gerð afturreka og send til föðurhúsanna.

Um traust og trúgirni er það eitt að segja að ég vorkenni þingmönnum Framsóknar fyrir trúgirni þeirra á sínum herrum og víst er að traust þeirra byggir á því einu að hlítt sé!

Silja Dögg er auðvitað traust sínum herrum og lætur sig hafa það að skrifa ævintýri á facebook, ævintýri sem fjölmiðlar gleypa auðvitað. Ævintýri geta verið skemmtileg, þar sem þau eiga við og sjálfsagt verða í framtíðinni sögð ævintýri um þær prinsessur og prinsa sem hlýddu sínum herrum í Framsóknarflokknum, út í forina sem sökkti þeim!!


mbl.is „Stórskotahríð úr glerhýsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gunnar, þvílíkur snilldarpistill og svo sannur.

Vona bara að Silja Dögg átti sig á því hvað hún er

að verja. Því greinilegt er að hún á margt eftir 

ólært í henni pólitík.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2018 kl. 21:16

2 identicon

Frábær pistill.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 21:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka ykkur báðum hólið

Gunnar Heiðarsson, 5.11.2018 kl. 21:37

4 identicon

Þú átt hólið algjörlega skilið, enda er þessi pistill algjörlega sannur og segir jafnframt svo ótrúlega margt um íslenska flokkapólitík og sér í lagi um þá sem hanga alltaf á sínu gamla flokksroði, rétt eins og gömlu kallarnir í Valhöll, sem munu kyngja hvaða orkumálapakkaælu frá ESB sem kemur upp úr Bjarna evru upptöku rithöfundi (ásamt Illuga) og frú Reykás.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 22:21

5 identicon

Þetta er saga sem við sjálfstæðismenn könnumst svo sannarlega einnig við:

/.../ enda enda hafði minn gamli flokkur verið yfirtekinn að fólki 

sem ekki vildi lengur fylgja gömlu stefnunni.

Þessi klíka sem yfirtekið hafði flokkinn afrekaði það helst að fylgið féll hratt /.../

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 23:08

6 identicon

Vel mælt!

Manni dettur í hug hvort að hatrið út í SDG sé vegna þess hversu illa hann lætur þá verklausu líta út?

Gamla flokksklíkan hatar hann vegna þess hve ötulelga SDG vann að því að vinda ofan af þeirra mistökum fram að Hruni sem urðu þar með því augljósari fyrir vikið.

Sama má segja um helstu fylgendur fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar sem klúðraði nokkurn veginn öllu sem hægt var eftir Hrun en SDG leiddi þjóðinna með glæsilegum hætti úr ógöngunum sem þau stefndu henni í.

Það er kannski síst hægt að greina þetta hatur hjá sjálfstæðismönnum nema ef vera skyldi að þeim sé óþægilega ljóst hver það var í raun sem leiddi verkið að koma skuldum óreiðumanna af þjóðinni í samstarfi þeirra Bjarna Ben.  Það kom óþægilega í ljós með 180 gráðu viðsnúningnum gagnvart kröfuhöfunum erlendu eftir að SDG þurfti að bregða sér frá!

Undarlegast er þó hatur eigin eða öllu heldur fyrrum samflokkssmanna en þar blandast inn í unirróður gömlu klíkunnar hvar ormarnir tóku að skríða upp þegar jörð fór að þiðna eftir Hrunið sem og þessi nagandi tilfinning um eigin getuleysi sem hefur aðeins magnast eftir að SDG yfirgaf flokkinn.  

Ekki bætir þar úr þegar SDG bendir á hið augljósa, þá skal reynt að höggva höfuðið af sendiboðanum. 

Pistill Silju verður líklega að skoðast í því ljósi!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 09:46

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er orðið fátt um fína drætti í íslenskri pólitík, Símon. Flestir sem sækja á þau mið virðast vera á höttunum eftir "þægilegri innivinnu". Þetta er vissulega slæm þróun og vissulega er sjálfstæði okkar komið að veði, vegna þess að eintómar liðleskjur sem engu nenna og engan kjark hafa, ráða ríkjum á Alþingi.

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2018 kl. 16:13

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkuð til í þessu, Bjarni. Varla er þó hægt að líta undirlægjuhátt sem afsökun fyrir skrifum eins og Silja lætur frá sér.

Hitt virðist virka hjá henni, eftirtekt fjölmiðla. Það var grátlegt að hlusta á ruv í morgun, á leið heim úr vinnu, þegar þáttastjórnendur kættust af krafti yfir þessum skrifum Siljar. Hvernig getur popúlismi orðið tærari?

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2018 kl. 16:18

9 identicon

Sæll Gunnar frændi - sem og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir: gott símaspjallið, um Miðmundabil í dag, Gunnar minn.

Sigurður Kristján - Símon Pétur frá Hákoti, og Bjarni Gunnlaugur !

Við ykkur: vildi ég árétta það, sem m.a. kom fram fram í spjalli okkar Gunnars, í dag.

Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar - er einfaldlega billegur rani út úr Framsóknarflokknum:: II. mesta glæpaflokki landsins (Sjálfstæðisflokkurinn: vermir jú, I. sætið, undir leiðsögn Engeyinga Mafíunnar) eins og við vitum / á eftir fylgja Vinstri grænir / Samfylking / Viðreisn o.fl.

Silja Dögg Gunnarsdóttir: átti jú sprett, með umskurðarmálinu, en, ........ það virðist vera að lognast út af í bili, a.m.k., enda:: hvar sem Sigurður Ingi Jóhannsson kemur að málum, leggst hin dauða hönd yfir hans nánasta umhverfi:: sbr. Vatnsness vegar scandalinn fyrir norðan, auk fjölda annarra brýnna úrlausnar verkefna, í vegamálunum víðsvegar:: ótalinna.

Það - eiga þeir þó sameiginlegt báðir, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi, (auk hinna flokka forsvarsmannanna, flestra) að það stendur ekkert upp á þá, að þiggja Himinháar sporzlur Kjararáðsins sáluga, og núa saman lúkum sínum, froðu- fellandi af einka- græðgi sinni, við hver þau mánaðamót, sem Helgi Bernódusson þing- skrifstofu stjóri borgar þeim út.

Það: vantar ekki, þó hinir sömu ranghvolfa í sér glyrnunum yfir hógværum kröfum almennra launþega:: þess fólks, sem stendur undir RÁN dýrri útgerð alþingis og stjórnarráðs, dags daglega, auk fjölda annarra afætna, í kerfinu.

Hugleiðið aðeins - hvers lags Orma gryfja Ísland er orðið / enda:: stórslys mikið, að Danir gáfu landsmönnum fullveldið svo kallaða, eftir, þann 1. Desember 1918, m.a.

Með beztu kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 17:49

10 identicon

Rétt athugað Óskar Helgi Helgason.  Sigmundi Davíð væri það mjög til álitsauka, ef hann legði fram frumvarp sem afturkallaði kjararáðshækkanirnar.  Nú má spyrja hvort hann sé nógu mikill maður að hafa forgöngu um það, eða sætti sig við sín 10-12% fylgi.  Eb gerði hann svo og fylgdi því fast eftir, spái ég því að fylgið færi í um 20%.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 18:30

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll frændi og takk fyrir símtalið og innlitið hér. Við munum sjálfsagt eiga eftir að heyrast aftur

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2018 kl. 19:52

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Símon.

Veturinn í vetur verður stjórnmálamönnum erfiður, ef hægt er að segja svo um fólk sem hefur það hellst að stefnu sinni að gera sem minnst og hellst ekki neitt. Vissulega geta menn náð prikum, með því einu að þora, en við eigum eftir að sjá það gerast.

Ekki er fjarri að ætla að við fáum að ganga til kosninga síðla vetrar eða næsta vor. Er ekki farinn að sjá að þessi ríkisstjórn standi af sér þær væringar sem munu verða á vinnumarkaði næsta vetur. Þá er eins gott að menn skoði vel verk þeirra sem í boði eru, fari ekki eftir því sem dómstóll götunnar undir stjórn ruv heldur að okkur.

Úr því sem komið er, er vart að ætla að Sjálfstæðisflokkur komist vel frá kosningum og má þar helst nefna að sá flokkur hefur nú um sinn unnið þvert gegn sinni stefnu og nafni. Hefur verið undirlægja erlendra fjármálafla og ESB allt frá kosningum haustið 2016, fyrst með dyggri vináttu við Viðreisn og síðan leitt það starf með Framsókn.

Ekki væri maður hissa þó Framsókn hverfi að mestu eða öllu af þingi eftir næstu kosningar og þarf svo sem ekkert að orðlengja það neitt meira.

VG átti alla möguleika á að verða gildur í íslenskum stjórnmálum, en forustu flokksins, þá einkum fyrri formaður hans, tókst á undarlegan hátt að hrekja allt það fólk sem eitthvað hafði milli eyrna sinna og kjark, úr flokknum. Má þar hellst nefna Lilju Mósesdóttur og Jón Bjarnason, síðasta landbúnaðarráðherra Íslands.

Eftir standa þá nokkur flokksbrot sem hafa það eitt á sinni stefnu að selja landið til Brussel, flokkur anarkista þar sem bræður berjast nú á banaspjótum, Miðflokkurinn og síðan nokkrir litlir flokkar sem margir hverjir hafa góða stefnu en eru því marki brenndir að lítil von er til að þeir nái einhverju alvöru fylgi.

Það verður því úr vöndu að ráða fyrir okkur kjósendur og kannski einfaldast bara að kaupa sér farmiða úr landi, aðra leiðina!

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2018 kl. 20:12

13 identicon

Sæll Gunnar og takk fyrir efnismikla og góða greiningu þína á stöðu mála.  Ég er þér sammála, en vona samt jafnframt að Miðflokkurinn bæti enn einu jákvæðu við góðar áherslur sínar og þar á ég vitaskuld við það sem ég nefndi, framlagningu frumvarps til laga um afturköllun kjararáðs launahækkananna.  Ef Miðflokksmenn bæru gæfu til að skynja nú sinn vitjunartíma hvað það varðar, þá ítreka ég þá spá mína að enn á ný stæði Sigmundur Davíð uppi sem sigurvegari komandi kosninga, já, fá um 20% fylgi í kosningunum vorið 2019. 

Og nei, við flýjum ekki land, við munum berjast á heimastorð og fagna sigri í vor.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband