Hvað með væntanlegt tap?
25.10.2018 | 10:20
Viðsnúningur í rekstri VÍS er nokkuð afgerandi. Ætla mætti að skýringin fælist í einhverri byltingu í rekstri þessa fyrirtækis. Og vissulega hefur orðið mikil bylting í rekstri VÍS, þó sú bylting skýri alls ekki þennan gróða fyrirtækisins. Afleiðingar þeirrar byltingar mun koma fram síðar, kannski að einhverju leyti á fjórða ársfjórðungi þessa árs en að fullu á því næsta. Þá mun rekstur VÍS fara hratt versnandi og tapið á fyrstu ársfjórðungum síðasta árs verða sem hismi samanborið við það tap sem verður sömu ársfjórðunga næsta árs.
Þegar þjónustufyrirtæki ákveður að rýra þjónustu við sína viðskiptavini og jafnvel leggja hana af, mun það að sjálfsögðu tapa þeim. Þetta gerði þjónustufyrirtækið VÍS um síðustu mánaðarmót, þegar það ákvað að stór hluti landsbyggðarinnar væri ekki þess verður að eltast við. Því munu flestir þessara viðskiptavina þess hætta viðskiptum og leita annað, jafn skjótt og gildandi samningar renna út.
Þar með hefur VÍS tapað mörgum bestu viðskiptavinum sínum, viðskiptavinum sem hafa verslað við þetta fyrirtæki í áratugi, viðskiptavini sem hafa verið einstaklega hagstæðir VÍS. Eftir sitja þeir sem kosta VÍS mest, eins og bílaleigur og fleiri slík fyrirtæki.
Það er alveg magnað hvað sumir geta spilað allt úr höndum sér og ljóst að stjórnendur VÍS eru þar engir eftirbátar.
910 milljóna hagnaður VÍS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.