Háalvarlegt mál !
7.2.2018 | 12:03
Fyrir flesta landsmenn skiptir máli hvernig verðbólga/verðhjöðnun er mæld. Þetta er sá mælikvarði sem ákvarðar hversu mikið fasteignakaupendur þurfa að fórna á altari Mammons!
Bent hefur verið á að frá hruni hafi fasteignakaupendur þurft að færa í fórn á því altari tugum eða hundruðum milljörðum meira en eðlilegt gæti talist, af þeirri ástæðu að húsnæðisliður verðbólgumælistokksins er skakkur.
Ef það er rétt sem hagfræðideild Landsbankans heldur fram er komin alveg nýr vinkill á þessa mynd. Að þegar ekki nást nægjanlegar fórnir á altari Mammons með mælingu, er gripið til annarra og óþverralegri meðala. Gripið til þeirra meðala að falsa mælistokkinn enn frekar!!
Þetta er háalvarlegt mál sem Alþingi hlýtur að krefjast skýringa á, af hendi Hagstofunnar. Til þess þurfa þingmenn auðvitað að hætta að karpa um málefni sem litlu skipta og snúa sér að alvöru umræðum á hinu há Alþingi!!
Furða sig á skýringum Hagstofunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Athugasemdir
Það er einmitt í bígerð að hjóla í þetta kukl. Nú þegar hefur komið í ljós að ekkert einasta verðtryggt lán er í dag innheimt eftir þeirri vísitölu sem samið var um við lántöku. Til að mynda var vægi húsnæðis í vísitölunni 17% árið 1997 en núna er það orðið 33%. Sá sem tók lán árið 1997 er því að borga meira núna en ef miðað væri við það vægi sem var notað þegar samið var um lánið.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2018 kl. 12:44
Er það ekki bara tilviljun að Hagstofan og hrægammabankinn eru hlið við hlið í (Almenningur)Borgar-túni?
Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 7.2.2018 kl. 20:13
Reyndar eru Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna á milli þeirra, og báðir veita þeir aðeins verðtryggð lán.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2018 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.