Að telja upp að 63

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að hægt væri að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Vinstri Grænna og Viðreisnar. Vissulega væri slíkt hægt, samkvæmt þingmannafjölda. En hvers vegna þá að halda kosningar?

Er ekki boðað til kosninga til að skoða vilja þjóðarinnar, velja þingmenn, að sjá hvernig landið liggur í hugum kjósenda? Ef mynduð er ríkisstjórn sem saman er sett af flokkum sem þjóðin ýmist hafnaði eða veitti mjög takmarkað fylgi, meðan þeim flokkum sem sannarlega eru sigurvegarar kosninganna er haldið utan stjórnar, spyr maður sig; til hvers að kjósa?

Það getur varla verið hlutverk stjórnmálafræðings að tjá sig um stjórnmál út frá höfðatölu þingmanna. Það getur hvert barn sem kann að telja gert. Stjórnmálafræðingur hlýtur að lesa kosninguna, vega og meta stefnur flokkanna og spá út frá slíkum forsendum.

Jafnvel ég, án menntunar í stjórnmálafræði, sé eins og flestir kjósendur hverjir voru sigurvegarar þessara kosninga. Það er einnig augljóst að stefnumá þeirra þriggja flokka sem afgerandi sigur unnu, er nánast hin sama. Þó þessir þrír flokkar hafi haft sigur, ná þeir ekki meirihluta á þingi, hafa þó nærri þriðjung þjóðarinnar að baki sér og því vantar varahjól. Það eru þau varahjól sem stjórnmálafræðingar eiga að spá í. Það þarf ekki háskólamenntað fólk til að kenna okkur kjósendum að telja upp að 63!!

Niðurstaða kosninganna var skýr, þjóðin hafnar vinstri stjórn, eina ferðina enn.

Það veitir manni von!

 


mbl.is „Óvissan er lamandi fyrir þjóðfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gáfaða Góða Fólkið vill ekki viðurkenna að kjósendur vilja ekki háskóla flokkana Vinstri Grænu, Samfylkinguna og Sjóræningjana í Ríkisstjórn.

Svo sitja þessir háskóla vitringar fyrir framan tölvu með Excel skjal fyrir framan sig og raða tölum (þingmönnum) í hugsanlega ríkisstjórn. Það er ekkert spáð í það hvað þjóðin vill.

Það sem verra er að Guðni Th. Vill ekki viðurkenna að kjósendur vilja ekki háskólaflokkana í Ríkisstjórn.

Ættli Guðni Th. Endi ekki með að bjóða kjosendum í aðrar þingkosningar, kæmi mér svo sem ekkert að óvart. Bara að kjósa þangað til að kosningaúrslitin eru honum að skapi.

Mér dettur í hug ESB kosningar, hjá þeim er kosið þangað til að Brussel spillingin er ánægð með úrslit kosninga.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.11.2017 kl. 22:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt, Jóhann

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2017 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband