Guð blessi Ísland

Það fór um mann hrollur að horfa á "landsfeðurna" flytja fólki fréttir um afnám hafta. Þeir virtust ekkert vita hvað þeir væru að gera, né hvaða áhrif þessara aðgerða myndu leiða yfir þegna landsins.

Hræðsla við að gengi krónunnar muni hækka við afnám hafta var þeim ofarlega í huga, svona eins og okkar gjaldmiðill sé einhver ógn við dollara, pund og jafnvel evru.

Auðvitað mun gengið falla við afnám hafta, sér í lagi þegar stigið er fullt skref út í fenið. Verðbólga mun aukast og vextir hækka. Stöðugleikanum hefur verið fórnað.

Og allir eru ánægðir, þ.e. allir bankar, allir útgerðamenn, allir fjármagnseigendur og auðvitað kætast mest allir þeir sem stálu fé af þjóðinni fyrir hrun og hafa átt erfitt með að höndla með það erlendis. Nú eru þeir frjálsir með það fjármagn. 

Samið hefur verið við erlenda aflandskrónueigendur, þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi fullyrt á Alþingi fyrir nokkrum dögum að slíkir samningar stæðu ekki til í bráð. Það minnir nokkuð á orð og efndir annars fjármálaráðherra hér á Íslandi, vorið 2009!! 

Að venju er svo reikningnum kastað á almenna landsmenn, launafólkið. Því mun blæða!


mbl.is Öll fjármagnshöft afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki bara stöðugleikanum sem hefur verið fórnað Gunnar.  Líka sannleikanum og heiðarleikanum!. Nú er það orðið regla frekar en undantekning að ráðamenn ljúgi og fari með fleypur. Og allir láta sér vel líka!! Hvers konar helvítis meðvirkni er í gangi í þjóðfélaginu?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2017 kl. 15:15

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég tek undir með ykkur.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2017 kl. 16:12

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvenær ættlar fólk að skylja það að peninga elítan og stjórnmálamenn (sem er eitt það sama) er alveg nákvæmlega sama um almúgann og þaðan af síður kemur til með að hjálpa fólki úr örbyggð og fátækt, nema ef um erlenda flóttamenn eða hælisleytendur er um að ræða.

Svo einfalt er það Íslendingurinn er orðin þriðja klassa fólk í eiginn lamdi, hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum síðan.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.3.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband