Óvirðing við lýðræðið

Verði til ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, er það sem blaut tuska í andlit kjósenda. Það er fullkomið virðingarleysi við lýðræðið!

Píratar gengu hnarreistir til kosninga, enda fylgi þeirra í öllum skoðanakönnunum langt yfir öllum væntingum, nánast allt kjörtímabilið. Einungis hálfu ári fyrir kosningar mældist fylgi flokksins í tæpum 40%, í skoðanakönnunum. Hroki frambjóðenda flokksins var slík að þeir töldu kosningu einungis formasatriði. Til merkis um það hóf þessi flokkur tilraun til stjórnarmyndunar viku fyrir kosningar. Þegar svo dómur kjósenda féll, kom í ljós að einungis rétt rúmlega einn sjöundi hluti þjóðarinnar gaf flokknum sitt atkvæði, eða 14,5%. Traust kjósenda á þessum stjórnmálaflokk var því ekki með þeim hætti að þeir vildu hann sem leiðanda í íslenskum stjórnmálum.

Vinstri græn gátu vissulega vel við unað í þessum kosningum, sé miðað við síðustu kosningar þar á undan. Í sögulegu samhengi, frá stofnun þessa flokks, er þessi "sigur" flokksins ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ekki verður horft framhjá þeirri staðreynd að í þessum kosningum náði þessi flokkur þeim merka áfanga að verða nærst stæðsti stjórnmálaflokkur landsins, í fyrsta sinn í sinni sögu og sennilega því síðasta.

Viðreisn er sem kunnugt er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki. Tilurð þessa flokks er að nokkrir félagar Sjálfstæðisflokks gátu ekki sætt sig við samþykktir landsfundar um hvort Ísland ætti að gerast aðili að ESB. Vegna þessa eina máls ákvað þetta fólk að yfirgefa móðurflokkinn og stofna nýjan, um sitt hugðarefni. Í kosningabaráttunni klæddi þetta fólk sig síðan í önnur föt og boðaði einhverskonar "miðju stjórnmál". Sem minnst var talað um ESB fyrir kosningar og kjósendur því blekktir. Sú blekking opinberaðist strax að loknum kosningum, þegar farið var að reyna stjórnarmyndun. Enn stendur þessi flokkur svo fast á sínu máli að erfiðlega gengur að mynda ríkisstjórn, þar sem pólarnir til vinstri og hægri eru báðir andvígir inngöngu í ESB. Þessi flokkur fékk einungis 10,5% atkvæða, svo vart getur hann talist leiðandi í lýðræðislegu tilliti.

Björt framtíð var upphaflega stofnuð af nokkru óánægðum félögum Samfylkingar, þeim sem töldu flokkinn vera að færast of mikið til vinstri. Síðar gekk grínframboð Jóns Gnarr inn í þennan flokk og samanstendur hann nú að mestu af fólki frá þeim væng. Þessi flokkur telur sig hægrisinnaðan jafnaðarmannaflokk, með tilvísanir til vinstri, henti það. Varla hefur þó hvarflað að kjósendum þessa flokks að strax eftir að talið hafði verið úr kjörkössum, myndi forusta flokksins spyrða sig svo kyrfilega við Viðreisn. Þann flokk sem lengst er til hægri í íslenskum stjórnmálum. Að vísu er eitt málefni sem sameinar þessa tvo flokka, ástin til ESB. Það lím virðist sterkara en nokkur önnur hugsjón og nær langt yfir lýðræðislegan sannleik.

Samfylking, sem eitt sinn var næststæðsti stjórnmálaflokkur landsins og var stofnaður sem "andstæður póll gegn Sjálfstæðisflokk", þurrkaðist nánast út. Fékk einungis einn mann kosinn á þing og tvo uppbótarþingmenn. Um sorgarsögu þessa flokka þarf ekki að fjölyrða, en að það sé í anda lýðræðis að hann komi að stjórn landsins nú, er algjör fyrra!!

Það er því ljóst að ef að þessari ríkisstjórn verður, er það algjör óvirðing við lýðræðið í landinu og kjósendur gerðir marklausir. Samansafn tapara getur varla orðið að stjórnhæfri ríkisstjórn!!

 


mbl.is Framhaldið ákveðið í kvöld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Tapaði síðasta ríkisstjórn ekki þessum kosningum og kolféll?

Jón Bjarni, 11.12.2016 kl. 21:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega tapaði núverandi ríkisstjórn í kosningunum Jón Bjarni, enda væri vart verið að reyna myndun nýrrar ef svo hefði ekki verið. Hins vegar var tapið ekki eins stórt og margir vilja meina, vantaði einungis þrjá þingmenn til að halda meirihluta. Miðað við hvernig stofnað var til kosninganna og kjörtímabilið stytt, er varla hægt að tala um að ríkisstjórnin hafi kolafallið, þó hún héldi ekki velli.

Það má hins vegar tala um kolfall þegar ríkisstjórn sem hefur 34 þingmenn fellur niður í 16 þingmenn, eins og gerðist vorið 2013!

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2016 kl. 21:23

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrirgefðu Jón Bjarni, las athugasemd þína kannski full hratt. Það er sannarlega rétt hjá þér að síðasta ríkisstjórn kolféll, núverandi ríkisstjórn hins vegar náði ekki að halda meirihluta, þó lítið hafi vantað uppá.

Las of hratt yfir orðið "síðasta" hjá þér, þannig að við erum sennilega bara sammála!

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2016 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband