Þyrnirósarsvefn

Það eru mörg sundrungaröflin í þjóðfélagin. Flest eru þau hávær, með lítið fylgi að baki sér, nema þá helst í fjölmiðlum, sem eru jú höfuðsundrungaröfl Íslands í dag.

Það er hins vegar helvíti langt gengið að telja Ólaf Ragnar Grímsson til slíkra sundrungarafla. Þeir sem slíku halda fram hafa sofið Þyrnirósarsvefni, hafa ekki vit eða vilja til að sjá söguna í réttu ljósi. Nú eða eru fulltrúar einhverra sundrungarafla.

Þegar bankarnir hrundu, með skelfilegum afleiðingum og við sem þjóð útskúfuð á alþjóðlegum vettvangi og fengið á okkur dóm hryðjuverkalands, hafði enginn stjórnmálamaður kjark né vilja til að verja okkur á erlendri grundu. Þá steig Ólafur Ragnar fram og fluttu okkar mál í öllum þeim erlendu fjölmiðlum sem honum var mögulegt að koma sér á framfæri hjá.

Þegar leppstjórn ESB tók völdin hér á landi og ætlaði að þóknast herrum sínum með því að setja á þjóðina klafa sem seint hefði verið komist undan, þá steig Ólafur Ragnar aftur fram og lét þjóðin sjálfa ákveða hvort hún vildi verða þræll ákveðinna ríkja innan ESB.

Þessi tvö dæmi eru nægur vitnisburður um að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki knúinn hugsun sundrungarafla, né heldur er honum illa við lýðræðið, eins og sumir fulltrúar sundrungarafla halda fram.

Enginn, alls enginn frambjóðandi hefur dug, kjark né visku til að fara í spor Ólafs Ragnars. Enginn þeirra hefði haft kjark né dug til að stíga fram fyrir þjóðir heims og verja landið okkar, þegar við höfðum verið útskúfuð og dæmd sem hryðjuverkaþjóð. Enginn þeirra hefði haft vit né kjark til að færa þjóðinni það vald að ákveða hvort hún vildi taka á sig byrgðar sem meirihluti Alþingis hafði samþykkt.

Nei, Ólafur Ragnar er ekki fulltrúi sundrungarafla, það eru hins vegar fjöldi manna, hinna ýmsu hópa, sem láta ekki af sundrungaræðinu.

Styrmir Gunnarsson, sem þekktur er fyrir að hafa betra nef fyrir pólitík hér á landi en margur annar, er annað hvort orðinn málpípa einhverra sundrungarafla, nú eða þá hann hefur sofið Þyrnirósarsvefni síðastliðin átta ár!


mbl.is Sameinar ekki, heldur sundrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

tú átt takkir skyldar fyrir tessa grein,segjandi sannleikann umbûdalausan.tad er Kominn tími til ad hafast eitthvad af.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2016 kl. 02:23

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott mál hjá þér  Heiðar sem jafnan. Styrmir hefur líkast til stigið ofaní koppinn þá hann vakna þann daginn.

En öldungis er ljóst að hér þrífst illa menning án forseta sem hefur á bakviðsig meirihluta Íslendinga. Það hefur margsannað allskonar reipadráttur á Alþingi.

Það er bara ein af vansæmdum Alþingis að hafa ekki lagfært lög um kjör forseta okkar Íslendinga þannig að tryggt sé að á Bessastöðum sitji maður sem hafi traust meirihluta okkar Íslendinga.    

Hrólfur Þ Hraundal, 24.4.2016 kl. 07:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég vil þakka þér fyrir góða grein Gunnar, það þarf að halda staðreyndum til haga í öllu moldviðrinu.

Og einnig tek ég undir með Hrólfi hér að ofan, þessi lagabreyting er nauðsynleg.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband