Allir vilja rannsaka

Vg liðar vilja að Alþingi rannsaki Panamaskjöl.

Birgitta og væntanlega Píratar vilja að menntalmálaráðherra skaffi ruv aukið fjármagn svo sú stofnun geti rannsakað skjölin.

Veit þetta fólk ekki að hér er réttaríki, að hér höfum við byggt upp sérstakt kerfi rannsóknarstofnanna til að rannsaka mál, ef grunur er um að lög hafi verið brotin? Að innan þessara stofnana er fólk með sérþekkingu á því sviði og styðst við þau lög sem við höfum byggt upp í okkar lýðveldi. Og eftir að þessar stofnanir hafa lokið sínum rannsóknum þá sæki þær til saka fyrir dómstólum þá menn sem taldir eru sekir. Að dómstólar, setnir af löglærðu fólki,taki síðan við og dæmi samkvæmt lögum.

Þekkir þetta fólk ekki hvernig réttarkerfið virkar?

Hvern fjandann er þetta fólk að gera á Alþingi? Hvað telur þetta fólk sig eiginlega vera?

Almáttugan guð?

Ein afskipti Alþingis í þessu máli gæti hugsanlega verið að skýra enn frekar lög og sektarákvæði varðandi það að menn skuli liggja á gögnum sem hugsanlega innihalda saknæmt athæfi einhverra. Að engum sé heimilt nema til þess bærum aðilum að rannsaka og flokka slík gögn.

Það er óhæfa í réttarríki að einstaklingur geti legið með slík gögn í 10 mánuði áður en þau eru opinberuð, flokkað þau og hugsanlega spillt þeim varanlega. Og hafna síðan réttbærum aðilum um aðgang að þeim. Við slíku athæfi þarf að vera ströng hegningarákvæði.

 


mbl.is Spurðu út í rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thetta blessada fólk virdist hvorki skilja réttarríkid né út á hvad lýdraedi gengur. Framganga theirra undanfarid er slík ad undrun saetir. Birgitta hverfur vaentanlega af thingi í naestu kosningum, ef marka má fyrri yfirlýsingar hennar. Thad verdur hid besta mál, thar sem hún er enn ekki búin ad átta sig á thví hvad lýdraedi er. VG lidar reyna ad breida hulunni yfir eigin misgjördir og skítverk í eftirmála hrunsins, med endalausum, einskisverdum addróttunum og rógi, sem tefja störf thingsins. Á sama tíma gargar thetta lid á kosningar sem fyrst. Gjórsamlega málefnageld stjórmálasamtök, med fortídina á herdunum.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 21.4.2016 kl. 00:00

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Íslandsbúar eru rúmlega 300 þúsund einstaklingar, eftir því sem okkur er sagt, af blekkingarbáknsins tölvutótapappapésa-stofnunum þessa Íslands-þjóðríkis.

Það er mér alveg óskiljanlegt, hvers vegna er hægt að halda uppi mörgum flokkafylkingum í fjölmiðlavirkjuðu fáviskurifrildi og ósamstöðu, í svo fámennu ríki.

Skilur fólk ekki að það er samfélagið allt sem um er að ræða? Með öllum ólíkum og misjöfnum persónuhæfileikans auðugum og helgum gullmolum samfélagsins?

Það er ömurlegt að hlusta á "gáfu"-manna/kvenna-tal á flestum fjölmiðlum, um að réttlátt og siðmenntað samfélagslímið sé einungis að finna í einhverri einni frátekinni flokkaklíku umfram aðra flokkaklíku.

Eru stjórnmálaflokkar virkilega einungis til þess eins gerðir að sundra og náungahatursrækta? Í gegnum auðjöfraheimsfjölmiðla, múgæsingar-samstöðu og heimsbanka/lífeyrissjóða-sundrungargræðgiafla-fjármögnuðu?

Getur fólk virkilega ekki fengið fjölmiðlafrið til að mynda sér sína eigin sannleikans hjartans sjálfstæðu, meðfæddu og sönnu brjóstvitsins fjölmiðlahlutlaust upplýstu skoðun, til að kjósa lýðræðislega á Íslandi?

Ef ekki, þá þurfum við ekki að halda ólýðræðislegar blekkingar-áróðursfjölmiðla-kosningar, með tilheyrandi þrælaskattpíndum kostnaði heimilislausra og ríkisfangslausra einstaklinga, hér á Íslandi!

Fyrir þá sem þola sannleikann, þá er staðreyndin þessi:

Fánamerkingar-auglýsing Íslands í dag er: MAFÍUDÓPSÖLU ÞRÆLAEYJAN Í NORÐRI. ÍSLAND!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2016 kl. 00:04

3 Smámynd: Snorri Hansson

Afar góð greining.

Snorri Hansson, 24.4.2016 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband