Það er aldrei of seint að snúa á rétta leið
16.3.2016 | 18:08
Það er rétt hjá Ragnheiði, umræða í þjóðfélaginu breytir ekki samþykktum Alþingis. Hins vegar er ákaflega auðvelt að breyta slíkum samþykktum, þarf einungis meirihluta þingmanna til.
Umræða í þjóðfélaginu er hins vegar alltaf af hinu góða, svo fremi menn haldi sig við efnislega umræðu. Svo á ekki síst við um ákvarðanir sem miklu máli skipta fyrir þjóðina og kosta mikla fjármuni. Og Alþingi ber að hlusta á slíka umræðu og breyta kúrs komi í ljós að röng stefna hefur verið tekin.
Engin efnisleg rök hafa enn komið fram um staðsetningu nýs landspítala við Hringbraut. Alltaf verið bent á einhverja skýrslu sem unnin var með skilyrðum rétt eftir síðustu aldamót. Nú upp á síðkastið hafa síðan bæst við þau "rök" að of langt sé komið með verkið til að snúa á rétta leið.
Hins vegar hafa fjölmörg rök komið gegn staðsetningu spítalans við Hringbraut, rök sem snúa nánast að öllum þáttum verkefnisins. Fjárhagslega er þessi staðsetning verri, byggingatími lengri og dýrari, aðkoma með því versta sem hægt er að hugsa sér, svæðið allt of lítið fyrir núverandi starfsemi hvað þá starfsemi morgundagsins. Það er nánast að öllu leyti sem Hringbrautin er versti kostur.
Ragnheiður og félagar hennar á Alþingi ættu að hlusta á þjóðina, hlusta á rökin. Að sjá að með því að byggja spítalann við Hringbraut er verið að stefna í enn eitt Landeyjarsands- eða Vaðlaheiðarævintýri.
Það er aldrei of seint að snúa á rétta leið.
Breytir ekki samþykktum þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill Gunnar, en síðan hvenær hafa þingmenn farið að vilja hins almenna borgara.
Það er yfirleitt peninga elítan sem þingmenn hlusta á og ég mundi þora garentera að peninga elítan hefur lofað einhverju fyrir þingmenn ef að Hringbraut verður staðsettning nýs sjúkrahús, en því miður að þá er ég ekki í tryggingar bisnes.
Eins og þú bendir á þá eru mikið betri og jafnvel ódýrari staðsettningar sem hægt væri að staðsetja nýtt sjúkrahús með auðvelda framtíðar stækkun.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 17.3.2016 kl. 00:01
Ég hef auðvita enga þekkingu á því, frekar en aðrir sem borga, hvar þessi Landspítali Háskólasjúkrahús á að vera.
En ef verið er að tala um höfuðstöðvar heilsugæslu okkar allra sem borga, þá væri ágætlega hentugt að þær væru í þjóðleið og með olnbogarými til næst áttatíu ára.
Það er hinsvegar, dauðvona þjóð sem trúir því að vinna misviturra sérfræðinga síðastliðin 15 ár, sé það eina sem trúverðugt sé í þessu lífi.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2016 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.