Og enginn efast

Hér á landi snýr allt á haus og enginn sér ruglið. Hagnaður fyrirtækja er í þveröfugu hlutfalli við verðmætasköpunina og umræðan í þjóðfélaginu fylgir þeirri stefnu dyggileg eftir.

Ef maður rekur útgerðafyrirtæki, svona í stærri kantinum, má búast við að hagnaðurinn geti náð allt að 5 milljörðum króna, svona ef vel árar. Stórt fyrirtæki í verslunarrekstri getur jafnvel tvöfaldað þennan hagnað. En ef maður stofnar banka og gerir það eitt að höndla með peninga annarra, leggur engin verðmæti til þjóðfélagsins, þá væri maður sagður lélegur ef hagnaðurinn væri ekki allt að tíu sinnum meiri en hagnaður útgerðafyrirtækisins. Þetta er alveg magnað.

Hvers vegna að standa í útgerð, með öllu því veseni sem það fylgir og allri þeirri neikvæðu umræðu sem þeir fá á sig sem hana stunda? Í sjálfu sér má einnig spyrja, hvers vegna að standa í verslunarrekstri? Að vísu eru ekki sömu árásir á verslunina og útgerðina, en í ljósi hagnaðarvonar mætti halda að mun skynsamlegra væri að reka bara banka. Þar verða peningarnir til, eða þannig.

Og hvers mega svo bændur gjalda. Eina leiðin fyrir þá til að sýna hagnað er að lækka eigin laun, sem eru svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir, sama hversu mikið er á sig lagt og vinnudagurinn langur. Ofaná það er svo þessi stétt í landinu ofsótt úr öllum áttum og ráðist gegn henni með offorsi í fjölmiðlum, fyrir það eitt að vilja vera meðhöndlaðir með sama hætti og bændur allra vestrænna ríkja, þ.e. að geta stundað sinn búskap, framleitt matvæli og haft þetta sem sitt lifibrauð og að sameiginlegir sjóðir þjóðarinnar greiði síðan þennan kostnað niður svo almenningur geti brauðfært sig. Að hér á landi sé stunduð sama aðferðafræði við matvælaframleiðslu og í öllum hinum vestræna heimi.

Nei, það er með þetta eins og hagnaðinn, umræðan í þjóðfélaginu er á villigötum. Mest og hæst er rifist um smáaurana og umræðan minnkar í beinu hlutfalli við þann auð sem að baki liggur. Þegar svo komið er upp í bankakerfið, sem hagnast yfir 100 milljarða króna fyrir það eitt að höndla með annarra manna fé, þegja fjölmiðlar, þegja bloggarar og þegir almenningur. Engum dettur í hug að spyrja hvernig þessi hagnaður verður til, enginn efast um að þetta sé bara eðlilegt. Dettur fólki virkilega í hug að þessi hagnaður sé bara eðlilegur, að hann komi ekkert við buddu fólks? Bara ef 10% prósent af hagnaði bankanna kemur úr vasa almennings, sem reyndar er ákaflega varlega áætlað, er almenningur að borga allt að því sömu fjárhæð til bankakerfisins og mun verða greidd til matvælaframleiðslu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Munurinn er hins vegar að hagnaður bankanna mun halda áfram að aukast meðan niðurgreiðslur til matvælaframleiðslu lækkar.

Ekki ætlaði ég að nefna þátt þingmanna í þessu sambandi, enda ekki að sjá að á háttvirtu Alþingi sitji nema örfáir einstaklingar með viti. Þeir hafa vissulega látið í sér heyra, þó sérstaklega Frosti Sigurjónsson. En í hvert sinn sem hann tjáir sig er hann úthrópaður af vinnufélögum á Alþingi, utan þeirra örfáu sem hafa kjark til að taka undir með honum.

Hvað veldur því að saman safnast svo margt fólk inn á Alþingi sem virðist hafa það eitt hlutverk að lesa athugasemdadálka netmiðla og tjá sig í samræmi við þá, er óskiljanlegt. Hitt gæti einnig verið, þó ég neiti að trúa því vegna þess sem á undan hefur gengið, að þingmenn séu almennt á launum hjá fjármálastofnunum landsins, launum við að tryggja framgang þess sem mest á kostnað almennings. 

Í öllu falli eiga þingmenn að skammast sín og reyna að fara að vinna sína vinnu, þá vinnu sem þeir voru kosnir til að sinna!


mbl.is Bankarnir með 107 milljarða hagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita á að leggja niður iðnskólanna því það er heimskulegt að læra iðngrein á íslandi.  Auðvita á engin að vinna verkamannastörf. 

Það eina sem vit er í að gera á Íslandi er að vinna hjá ríkinu og fjármálastofnunnum og allir ættu að sækja í það. Lögfræði og hagfræði er það eina sem vit er í að læra, því RUV spyr bara vinstri háskólamenn álits en aldrei verkamenn eða iðnaðarmenn.

Svo á að fækka þingmönnum niður í 30. Þeir mættu svosem mín vegna vera 33.  Það hefur nefnilega komið á daginn að þingmenn hafa endalausan tíma til að þrasa um keisarans skegg, en keisara höfum við engan svo að til þeirra hluta er að mínu alveg yfirdrifið nóg að hafa þrjátíu fífl í það.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2016 kl. 10:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Hrólfur, auðvitað er fásinna að læra til verka sem skapa verðmæti eða yfirleitt að sækja sér vinnu við slík störf. Vermætin virðast verða til í bönkum landsins svo auðvitað eiga allir að vinna þar. Höndla með annarra manna fé og metast um hver er stæðstur og sterkastur í að koma því í eigin vasa.

Varðandi fjölda þingmanna má skoða það frá hinum ýmsu hliðum. Ef við miðum t.d. við Bandaríkjaþing, fjölda þingmanna þar miðað við fjölda íbúa innan BNA, myndi hálfur þingmaður duga okkur ágætlega. Og svona til að koma því að þessari umræðu, þá hefur höfuðborg BNA einungis einn þingmann, eða 0,25% þingmanna og hann hefur ekki atkvæðarétt!

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2016 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Blóðpeningar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2016 kl. 13:02

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Líklega fyrir þremur árum þá ákváðum við hjónin ásamt dætrum okkar tveimur og sænskum manni ágætum að halda áramót hátíðleg á Þingeyri  við dýrafjörð. 

Ég hef alltaf gaman af að skoða hafnarsvæði svo við stöldruðum við á Hólmavík og þar sem við erum að vappa um hafnarsvæðið þá kemur þar gamall maður gangandi og ég fer í veg fyrir hann og spyr tíðinda.

Þetta reyndist viðræðugóður skír karl og var hann á leið að líta eftir bát sonar síns.  Eftir nokkurt rabb þá segi ég að hér sé mannlíf ljóslega nokkuð gott.

Já segir sá gamli en það eru nokkrar undantekningar þar á, og það eru ekkjurnar sem ekki áttu ríkisstarfsmann.  Þær sem misstu ríkisstarfsmann hafa það alveg ljómandi gott en hinar, Ja svei, þannig mismunun ætti ekki að líðast á Íslandi. Því það er ég nokkuð vissum að þeirra menn unnu all nokkuð meira en þessir ríkisstarfsmenn.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2016 kl. 17:51

5 identicon

Ef raunverulegur hagnaður Arion er svona mikill er þá ekki kominn tími til að hann borgi til baka 55 milljarða víkjandi lán og afhverju í andskotanum er bankinn að gefa út SÉRTRYGGÐ SKULDABRÉF MEÐ VEÐUM Í ÚTLÁNASÖFNUM EN EF BANKINN RÚLLAÐI OG ÚTLÁN ERU MINNI EN INNLÁN ÞÁ Í RAUN ERU INNLÁNSEIGENDUR ÁBYRGIR FYRIR SÉRTRYGGÐU SKULDABRÉFUNUM OG SÍÐAN ÞARF ENGIN AÐ SEGJA MÉR AÐ STÓRRU BANKARNIR ÞURFI AÐEINS AÐ VERA MEÐ 1-2 % Í VARÚÐARNIÐURFÆRSLUR MEÐAN TIL DÆMIS BYR HF VAR MEÐ 35% Í VARÚÐARFÆRSLUR ÞETTA PASSAR EKKI.

Það er líka eitthvað meira en lítið að þegar gömlu útlánin eru en á kennitölu gömlu bankannna en þeir nýju eru að hagnast á endurmati á lánasöfnum sem í sumum tilfella er ekki en búið að færa yfir á þa nýju.

Common hvernig stendur á að stofnir eins og nýju bankarnir blæði og blæði út vegna afskrifta og eru samt að skila hagnaði þetta bara passar ekki þetta sjá allir nema okkar auma aumingjans Fjármálaeftirlit sem er stúttfullt af vanhæfasta liði sem hægt er að finna í fucking fjármálakerfinu.

Valli (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband