Hvar nema á Íslandi ?
11.2.2016 | 08:52
Ísland er dásamlegt land og hér er gott að búa. En fyrir enga er Ísland samt dásamlegra og betra en þá sem spila með peninga.
Hér er hægt að stofna fyrirtæki, hvert af öðru. Hvert þeirra er rekið í skamman tíma og síðan eru eignir færðar yfir í annað og skuldir skildar eftir. Sömu menn áfram við stjórnvölinn, en skuldir upp á hundruð milljóna og í sumum tilfellum hundruð milljarða, færðar yfir á landsmenn.
Lærðum við ekkert á hruninu? Eru allir stjórnmálamenn svo hræddir við fjármálaöflin að þeir hafa ekki kjark til að taka á málinu? Hvorki síðasta ríkisstjórn né sú sem nú er við völd hefur breytt nokkru, allt við það sama og fjárglæframönnum hampað!
Einstaka þingmaður stjórnarflokkanna rísa upp og benda á ruglið, en samstundis er reynt að gera þá tortryggna og jafnvel formaður samstarfsflokksins í ríkisstjórn farinn að taka þátt í þeim leik.
Fjölmiðlar, sem stundum eru kallaðir fjórða valdið, eru engu betri. Þeir taka þátt í ruglinu, svona rétt eins og fyrir hrun. Reyndar má kannski ekki búast við miklu af fjölmiðlum þessa lands, meðan stór hluti þeirra er í eigu þeirra manna sem voru í aðalhlutverkum hrunsins.
Ekki einu sinni á því sviði höfum við Íslendingar lært.
453 milljóna gjaldþrot gamla Ormsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.