Komið að uppgjöri?

Það er gott að 365 miðlar skuli skila góðum hagnaði. Þá geta eigendur þessa fyrirtækis kannski skilað aftur einhverjum þeirra fjármuna sem þeir hafa haft af landsmönnum, bæði beint og óbeint.

Eitt sinn var til fyrirtæki sem hét Bónus Group og var það í eigu núverandi eigenda 365 miðla. Við hrun ákváðu eigendur þessa fyrirtækis að selja öðru fyrirtæki í sinni eigu, Högum, eignir Bónus Group, en skilja skuldirnar eftir. Við þetta losuðu þessir eigendur sig við 319 milljarða skuld, sem lenti á landsmönnum. Síðar var svo "eignarréttur" núverandi eigenda 365 miðla afnuminn í Högum. Reyndar ber núverandi forstjóri Haga sama nafn og lítur eins út og sá forstjóri sem þar sat þegar eignir voru færðar frá Bónus Group yfir í Haga, en kannski er það bara einskær tilviljun.

Það var líka eitt sinn til fyrirtæki sem hét 365hf. og var það einnig í eigu sama fólks. Við hrun var ákveðið að selja verðmæti þessa félags til annars fyrirtækis sem hét Rauðasól ehf., einnig í eigu sama fólks. Að sjálfsögðu voru skuldir skildar eftir og losnaði þetta fólk þá við 5 milljarða skuld, sem einnig lenti á landsmönnum. Strax að loknum þessum "kaupum" var stofnað enn eitt félagið og það kallað 365 miðlar.

Eignir Rauðsólar voru fljótlega færðar yfir í  365 miðla og skuldir skildar eftir. Síðan þá hefur orðið smá eignarbreyting á 365 miðlum, þar sem stæðsti eignarhlutinn færðist frá eiginmanninum yfir til eiginkonunnar.

En þetta gat aldrei gengið nema með hjálp góðra manna og komu þar að sjálfsögðu til sögunnar stjórnendur hinna nýju bankar sem stofnaðir höfðu verið, á rústum föllnu bankanna. Einkum var þar Landsbankinn í aðalhlutverki en þó með dyggum stuðningi frá Aríonbanka.

Með hjálp þessara banka tókst að afmá nokkur hundruð milljarða skuld, sem núverandi eigendur 365 miðla höfðu stofnað til og koma þeim klafa á þjóðina.

Er ekki kominn tími til, nú þegar fyrirtæki þessa fólks skilar hagnaði, að það skili þjóðinni aftur einhverjum smáaurum upp í þá skuld, s.s. eins og einum milljarði þetta árið?

 


mbl.is Segir rekstrarhagnað 365 nálægt milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En er það ekki umhugsunarvert að Fjármálastjóri 365 lét f störfum og aðeins eftir það er tilkynnt um þennan mikla "hagnað"?  Er ekki um einhverjar "æfingar að ræða" sem Fjármálstjórinn vildi ekki taka þátt í og er þess vegna farinn til annarra starfa?

Jóhann Elíasson, 3.2.2016 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband