Hvernig er þetta hægt?
21.8.2015 | 09:01
Rekstrargjöld lækka um 3,5%.
Rekstrartekjur hækka um 19,9%.
Eigið fé dregst saman um 1,7%
Eignir dragast saman um 1,2%
En hagnaður eykst um 452%!
Hvernig er þetta hægt? Ef ég gæti dregið saman í rekstri heimilisins um 3,5%, myndi bæta á mig aukavinnu svo tekjur ykjust um 19,9%. Eigið fé mitt myndi minnka 1,7% og eignir rýrna 1,2%, má ég þá sjá hagnað upp á 425%? Eða þarf ég að komast yfir annarra manna fé og leika mér með það, til að mynda slíkann ofurhagnað? Ætti þá ekki að koma fram í einhverjum þessara lykiltala hagreikningsins sá hagnaður?
Þetta er farið að minna allt of mikið á árin fyrir hrun, þegar peningar virtust spretta upp úr engu og allir voru ánægðir!
Hagnaður jókst um 452% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"..má ég þá sjá hagnað upp á 425%?" nei, en þú gætir séð 425% aukningu hagnaðar. Hann gæti til dæmis farið úr núll komma einu prósenti í "ofurhagnaðinn" 0,525 prósent. Aukningin í prósentum segir ekkert til um hvort um einhvern ofurhagnað sé að ræða.
Vagn (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 10:12
Það ætti þá líklega að koma fram í einhverjum lykiltölum hjá þeim, ekki satt Vagn? Ekki er að sjá annað en þetta fyrirtæki sé rekið nánast á núllinu, þó tekjur aukist nokkuð umfram verðbólgu. Aðrir liðir virðast ekki ná að halda í verðbólguna.
Vissulega getur prósentureikningur platað, ef forsendur eru rétt valdar. Slíkar leikfimiæfingar eru þó varla stundaðar af fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega.
Ég endurtek; þetta minnir óneitanlega allt of mikið á árin fyrir hrun, þegar peningar uxu upp af engu og allir göptu af undrun og velþóknun!! "Þvílíkir snillingar" sagði fólk þá.
En glæsileikinn hvarf fljótt þegar froðan kom í ljós, á haustdögum það herrans ár 2008!
Gunnar Heiðarsson, 21.8.2015 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.