Hef ekki áhyggjur af útgerðinni

Ég hef ekki miklar áhyggjur af útgerðinni, hún getur hæglega lifað af þennan skell. Kannski minnka arðgreiðslur eitthvað, þó litlar líkur séu á því. Örugglega mun þó dregið saman í uppbyggingu og viðhaldi.

Ég hef hins vegar áhyggjur af því að miklar gjaldeyristekjur muni tapast.

Ég hef áhyggjur af því að skatttekjur muni minnka verulega, bæði til ríkis, en þó sérstaklega til margra sveitarfélaga út um landið.

Ég hef áhyggjur af því að mörg þjónustufyrirtæki við sjávarútveg hafi ekki burði til að lifa þetta af, að fjöldi þeirra muni leggja upp laupana.

Mestar áhyggjur hef ég þó af öllu því fólki sem missir vinnuna, að stórum hluta eða öllum.

Af þessi hef ég miklar áhyggjur, sér í lagi þegar vitað er að þessar svokölluðu viðskiptaþvinganir gegn Rússum munu ekki hafa nokkur einustu áhrif á þá. Þar kemur einkum til að þær eru þannig fram settar að fyrir lönd eins og Þýskaland, Frakkland, USA, Kanada, Ástralíu og ýmis þeirra landa sem hæðst láta, hafa gagnaðgerðir Rússa engin áhrif. Hins vegar hafa þær gagnaðgerðir mikil áhrif á mörg minni ríkjanna sem að þessum viðskiptaþvingunum standa, þó kannski ekkert þeirra verði eins illa fyrir barðinu á þeim og við Íslendingar.

Þá hef ég einnig miklar áhyggjur af því að verið sé að draga Ísland inn í atburðarás sem ekki sér fyrir endann á, atburðarás sem mun leiða af sér skelfingu fyrir heimsbyggðina. Að við munum lenda inn í þeirri atburðarás vegna skorts á hlutleysi.

Sagt er að sigurvegarar skrifi söguna. Ekki verður annað séð en svokölluð vestræn ríki telji sig sigurvegara í þessu stríði, jafnvel þó það sé bara á byrjunarreit. Sagan er þannig borin fram fyrir okkur. Hinn sanna saga mun þó að lokum dæma þessi svokölluðu vestrænu ríki hart, þeirra eru upptökin og þeirra verður framhaldið!

 


mbl.is Notuðu rangar tölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.  Ég held að vestræn ríki væru ekki að æða þetta nema af því að þau héldu að þau hefðu stjórn á aðstæðum.  Ég held að það sé rangt mat hjá þeim.  Ég held að þetta muni enda með ósköpum fyrir Evrópu.  En kannski að það sé best fyrir heimsbyggðina þegar upp er staðið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband