Lýðræðisleg miðstýring eða miðstýrt lýðræði

Það er magnað að flokkur sem kennir sig við nýja hefð í stjórnmálum, nýja umræðuhefð og meira lýðræði, skuli sniðganga lýðræðið með þeim hætti sem stofnendur og stjórn BF gerir.

Í þeirra huga kemur ekki til greina að halda einskonar landsfund meðal flokksfélaga og láta fundarmenn þar um val á stjórn flokksins. Því síður er ekki í huga þeirra að opna lýðræðið enn frekar og láta kjósendur flokksins um þetta val.

Nei, þessi ákvörðun skal tekin af þröngum hóp stofnenda og stjórnar flokksins. Flokkur sem hefur slíkan lýðræðishalla, mun aldrei getað orðið einhver stórflokkur.

Um marg tuggðan "öfugan píramíta", þá er fátt um það að segja. Þessi tugga dæmir sig sjálf og kannski opinberar hún einna best þankagang þeirra sem með stjórn flokksins fer. Fögur orð en litlar efndir.

Stjórnmálamenn hafa löngum verið gagnrýndir fyrir að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Eitt liggur ljóst fyrir, Guðmundur Steingrímsson sver sig vel í þann hóp!


mbl.is „Þú gerir ekki rassgat einn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband