Gott að vita

Það er gott að vita að Björn Snæbjörnsson hafi fengið launahækkun fyrir stjórnarsetu í lífeyrissjóðnum Stapa, upp á 28%, milli áranna 2013 og 2014. Þetta telur stjórnarformaður HB Granda réttlæta hækkun stjórnarmanna í hans fyrirtæki upp á 33%. Vel má vera að svo sé.

En liggur þá ekki beinast við fyrir stjórnarformann HB Granda að skipa svo fyrir að laun annara innan hans fyrirtækis hækki um sömu prósentuhækkun? Ef hann telur 33% launahækkun vera réttlætanlega með því að aðrir hafi verið að fá allt að því sömu hækkun, verður ekki annað séð en hann sé sammála launþegum. Þeirra krafa byggist jú á sömu rökum.

Eitt símtal frá stjórnarformanninum ætti því að geta afstýrt verkfalli, a.m.k. innan HB Granda.


mbl.is Segir oft glymja hæst í tómri tunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veist þú hver hækkun starfsmanna HB Granda hefur verið mikil frá síðustu hækkun launa stjórnarmanna? Fengu stjórnarmenn hækkun 2014? 2013? Eða fengu þeir síðast hækkun 2007? 2008?

Það vantar inn í myndina hvenær stjórnarmenn hækkuðu síðast og hvað hafa laun verkafólks hækkað mikið síðan. Það er ekki hægt að bera saman einstakar hækkanir aðila sem fá hækkun á hverju ári og þeirra sem hækka á 5 eða 10 ára fresti. Til dæmis voru lágmarkslaun verkafólks 110.000 1.jan. 2005 og hafa því hækkað um rúm 100%, hver voru stjórnarlaun þá?

Liggur kannski beinast við fyrir stéttarfélögin að semja um að engar hækkanir verði í 5 ár? 10 ár? Væru launamenn sammála því að fá háa prósentuhækkun gegn nokkurra ára launafrystingu?

Ufsi (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband