Stórglæpamenn í feluleik
19.3.2015 | 21:44
Stórglæpamenn sem fela sig bakvið fyrirtækjanafn. Það er heila málið. Fyrirtækið Lýsing hefur ekki sjálfstæða hugsun eða getu til eins né neins. Það eru mennirnir að baki fyrirtækinu sem ákvarðanir taka, eigendur, stjórnendur og þeirra nánustu undirmenn. Það eru glæpamennirnir, ekki fyrirtækið sjálft.
Þetta eru þeir menn sem sækja á til saka, þetta eru mennirnir sem hundsa dómsvald þessa lands. Þetta eru stórglæpamennirnir!
Samkvæmt könnun sem SI lét gera hefur fyrirtækið Lýsing, felufyrirtæki stórglæpamanna, verið sótt til saka í 874 málum, síðustu fimm ár, það liggur nærri að fyrirtækið hafi verið sótt til saka annan hvern dag að meðaltali, yfir þennan tíma!. Af þeim 874 málum hafa 364 verið afgreidd og einungis tveim þeirra verið vísað frá. Það sem vantar í samantektina sem SI lét gera er hversu mörgum þessara mála fyrirtækið Lýsing hefur tapað fyrir dómi, hversu mörgum þessara mála stórglæpamennirnir hafa verið dæmdir sekir, í nafni Lýsingar. Kannski slíkar fréttir séu of skelfilegar fyrir þjóðina!
Hvenær ætla menn að átta sig á að fyrirtæki geta aldrei gerst sekt um lögbrot, átta sig á að hinir eiginlegu sökudólgar eru þeir sem fyrirtækjunum stjórna? Hvenær getum við búist við að réttarkerfi þessa lands taki á sjálfum sökudólgunum?
Einungis með því að draga stjórnendur sjálfa fyrir dómstóla getur orðið til þess að hér skapist heilbrigt viðskiptasamfélag. Meðan menn geta falið sig bakvið nafn einhvers fyrirtækis þurfa þeir ekki að óttast dómsvaldið. Þeir telja sig utan þess.
Hitt er svo stór spurning hvers vegna ekki er fyrir löngu búið að taka starfs- og rekstrarleyfið af þeim sem eiga og stjórna fyrirtækinu Lýsingu, hvers vegna ekki er búið að loka þeirri búllu fyrir löngu síðan!!
Lýsing í 874 dómsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.