Ríkisstjórnin stendur sterk - miðað við síðustu ríkisstjórn
24.2.2015 | 14:02
Það tók vinstristjórnina einungis um þrjá mánuði að falla niður í 22,8% fylgi. Eftir það fór fylgið nánast aldrei yfir 30% markið. Strax á fyrstu tveim mánuðunum tókst þeirri ríkisstjórn að flæma það marga þingmen frá sér að nánast var um minnihlutastjórn að ræða. Á miðju kjörtímabilinu varð síðan þessi ríkistjórn formlega að minnihlutastjórn og starfaði þannig til loka kjörtímabilsins.
Fylgi núverandi ríkisstjórnar lækkaði fyrst eftir kosningar. Það fylgistap varð þó mun hægar en hjá síðustu ríkisstjórn og tók um sex mánuði að ná lágmarki sínu, 34,5%. Síðan hefur það frekar verið uppá við. Ekkert brottfall hefur orðið í þingliði ríkisstjórnarinnar. Hún hefur því sama sterka aflið á Alþingi.
Af þessu má sjá að núverandi ríkisstjórn stendur sterk, miðað við síðustu ríkisstjórn.
Það er þó ekki þar með sagt að þetta fylgi sé ásættanlegt og ætti í raun að vera miklu hærra. Kannski að svo illa gangi hjá henni að ná sínu kjörfylgi, hversu hægt hefur gengið að klára afturköllun aðildarumsóknarinnar. Víst er að margur kjósandinn mun ekki gefa þessum flokkum sitt atkvæði aftur, ef það mál verður ekki leyst á þann hátt sem lofað var, með formlegri afturköllun.
En jafnvel þó fylgi stjórnarflokkanna sé ekki meir en raun ber vitni, eða 38,6%, nær fylgi tveggja efstu vinstriflokkanna einungis 29,5% og jafnvel þó þeim þriðja yrði bætt við dugir það ekki til að ná meirihluta á Alþingi.
36,4% styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar jafnan - sem og aðrir gestir þínir !
KOLRANGT: af þinni hálfu, Gunnar minn.
Núverandi valdhafar hérlendis - eru NÁKVÆMLEGA SÖMU drullu háleistarnir / og Jóhanna og Steingrímur J. voru, á sínum tíma.
Hvað hefir breyst Gunnar minn ? - fimmflokkurinn er samtaka í því, sem aldrei fyrr, að arðræna okkur og stela okkar eignum: daga sem nætur.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - eftir sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 16:52
Sæll frændi.
Ég er svo sem ekkert að dæma eða bera saman verk þessara tveggj ríkisstjórna, enda ólíku saman að jafna. Það sem ég bendi á í mínum pistli er að í samanburði skoðanakannana þá er núverandi ríkisstjórn sterkari en sú sem síðast var og að þingmenn núverandi ríkisstjónar hrynur ekki frá henni, eins þeirri síðustu.
Menn geta svo haft sínar skoðanir á verkum þessara tveggja ríkisstjórna. Vel má halda því fram að núverandi ríkisstjórn sé lítt skárri en sú sem á undan var.
Það sem mig sjálfan svíður þó verst varðandi störf núverandi ríkisstjórnar er kjarkleysi hennar í afturköllun aðildarumsóknarinnar. Þann sviða hafði ég ekki gagnvart þeirri sem á undan var, enda ekki á hennar stefnuskrá að afturkalla umsóknina, þvert á móti ætlaði hún að keyra hana í gegn á nokkrum mánuðum. SJS sá til þess, þó hann hefði platað margann sakleysingjann á kjörstað með loforði um að slíkt yrði ekki liðið af hans hálfu, kvöldið fyrir kjördag, vorið 2009.
Það verður því að segjast eins og er, að í augum kjósenda stendur núverandi ríkisstjórn betur en sú sem síðast var. Skiptir í því sambandi litlu hað okkur, þér og mér, finnst um verk eða verkleysi þeirra.
Með bestu kveðjum af Skipaskaga
Gunnar Heiðarsson, 24.2.2015 kl. 17:28
Sæll á ný - Gunnar minn !
O jú; jú.
Skil alveg þína meiningu - en, ...... löngu þætti tímabært, i hinum siðmenntaða Heimi allavegana, að svona illþýði yrði svælt út, af harðfylgi miklu - og við tæki almennilegt fólk úr framleiðzlu- og þjónustu greinunum / þó ekki væri lakara svo sem, að þeir Kanadamenn og Rússar fengjust til, að öðrum kosti, að taka við forráðum hér.
Þingræðis (lýðræðis) kjaptæðið - er að minnsta kosti ekki að virka hér um slóðir, Gunnar minn.
Það - er fullreynt: að minnsta kosti.
Ekki siðri kveðjur vesturum - en þær fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.