Að vera kaþólskari en páfinn

Verið getur að ekki sé nein andstaða gegn framkvæmd EES samningsins innan þingflokks Framsóknar, en andstaðan er klárlega meðal fjölda kjósenda hans. Þar er þó ekki sagt að þeir sem eru andvígir framkvæmd samningsins séu endilega á móti honum sem slíkum.

Það er þó nokkuð undarlegt ef þessi þingmaður hefur ekki orðið var við andstöðu um framkvæmd EES samningsins, innan þingflokksins, þar sem a.m.k tveir þingmenn hans, annar þeirra ráðherra, hafa lýst sínum efasemdum. Það er því ljóst að fjarri fer að eining sé um framkvæmd þessa samnings innan flokksins.

Eðlilega furðar stjórn Bandalags þýðenda sig á efasemdum ráðherra, enda telja þeir að sér sé vegið. Þeir halda því fram að þeir byggi sínar þýðingar á hugtakagrunni sem byggður hafi verið upp á löngum tíma. Ekki er að efa að þeir hafa viðmið og grunn til að fara eftir, en hver segir að sá grunnur sé kórréttur? Getur ekki verið að uppbygging þessa grunns geti í einhverjum tilfellum verið röng?

Hvað sem því líður er ljóst, sérstaklega hin síðari ár, að tilskipanir og reglugerðir sem hingað koma eru afgreiddar hrár gegnum Alþingi og þýðingarferlið. Þetta hefur leitt til þess að sumar tilskipanir og reglugerðir eru strangari hér en innan ESB landanna sjálfra. Það getur ekki verið eðlilegt. Þá er einnig ljóst að túlkun reglna og tilskipana í Noregi er á stundum frábrugðin því sem hér tíðkast.

Þá er einnig ljóst að reglur og tilskipanir, samdar í Brussel, eru sniðnar að stórum landsvæðum, þar sem lönd eiga landamæri hvert að öðru, auk þess sem fjármálakerfið og stóriðnaður á greiða leið að reglugerðarmönnum. Fæstar þessara reglugerða og tilskipana eru miðaðar að eylandi, langt frá öðrum löndum og eiga því vart við hér. Þarna má margt telja sem íþyngir okkur verulega, án þess að skila neinu til baka. Má þar t.d. nefna lög um hvíldartíma bifreiðastjóra, lög og reglur um einkaflugvélar og margt fleira.

EES samningurinn var gerður í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og samþykktur af Alþingi án aðkomu þjóðarinnar. Við samþykkt hans á Alþingi var fullyrt að hann tæki ekki með neinu móti sjálfsákvarðanaréttinn af þjóðinni eða Alþingi. Öllum er ljóst að verulega er farið að halla þar á og að í flestum tilfellum hefur Alþingi ekki ákvarðanarétt gegn þessum reglum og tilskipunum. Kannski má halda því fram að við höfum ekki verið nægjanlega dugleg að koma að málum við gerð þessara reglan og sjálfsagt að bæta þar úr, ef hægt er. En eftir stendur að eftir að búið er að samþykkja þessar reglur og tilskipanir innan ESB, er vald okkar lítið. Því er mikilvægt að þýðingar séu með þeim hætti að eðli þessara reglna og tilskipana sé rétt, að þær séu ekki oftúlkaðar, eins og stundum virðist vera.

Eins og áður segir, þá var EES samningurinn gerður í upphafi tíundaáratugar síðustu aldar, er því kominn á þriðja áratuginn í aldri. Þá er ljóst að þeir sem fóru fyrir samningsgerðinni af Íslands hálfu litu þetta verk sem millileik, að innan fárra ára yrðum við orðin aðilar að EB, fyrirrennara ESB. Það er því fullt tilefni til að taka undir með Norðmönnum um að samningurinn þarfnist endurskoðunar. Í því sambandi má benda á að meðaltalstíminn milli stórra breytinga innan Evrópusamstarfsins, allt frá stofnun Kola- og stálabandalagsins til þess Evrópusambands sem við þekkjum í dag, er um 6,5 ár og aldrei hefur liðið meir en 12 ár milli slíkra grundvallabreytinga. Því ætti ekki að vera ósanngjörn krafa af EES löndum að þeirra samningur sé endurskoðaður, eftir rúmlega 20 ára gildistíma.

En það er með þetta mál eins og svo margt annað, um það má ekki ræða. Þeir sem vilja skoða það eru básúnaðir sem andstæðingar samningsins eða jafnvel enn sterkar að orðum kveðið og viðkomandi kallaður einangrunarsinni. Hinir "réttsýnu" vilja bara ræða þau málefni sem þeim hentar.

Hér vilja menn vera kaþólskari en páfinn.


mbl.is Kannast ekki við andstöðu við EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Takk fyrir sannarlega skýran pistil.

Alvarlegasti raunveruleikinn er einmitt sá, að of margir eru orðnir kaþólskari en páfinn, í US/EES/ESB-trú sinni. Og heimsbyggðin í vestri trúir því að raunverulegir peningar og vöruskiptaverðmæti verði til í exelstýrðum falsandi og rænandi bönkum.

Páfinn og hans spillta heimsveldis-klerkahirð eru stjórnendur spillingarinnar. Spillingarinnar sem aldrei hefur fengist rannsökuð ofan í kjölinn. Skattránin bankarænandi, (skrattaránin,) eru páfa-Vatikanstýrð.

Ef einhver veit betur um páfaveldið skattarænandi, þá ætti sá hinn sami að útskýra hvert heimsveldisskattpínandi bankaránshlutverk Vatíkansins er í raun og veru.

Hvers vegna ætti svosem að vera vandamál fyrir fjölmiðlafólk að fræða heimsbyggðina um páfaveldið,í tjáningarfrjálsa US/USA/EES/ESB-fjölmiðlaflórunni vestrænu og siðmenntuðu?

Vantar ekki eitthvað í fjölmiðlaheildarmynd staðreynda og frjálsa sannleikans?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2015 kl. 22:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Okkur hugnaðist betur að vera óbundin þessu reglufargani,eða altént taka undir með Norðmönnum að samningurinn þarfnaðist endurskoðunnar.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2015 kl. 00:02

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helga. "Samningurinn" svokallaði er síbreytilegur, en er aldrei endurskoðaður af reikningsendursskoðurum. Það segir okkur að reikningarnir þola ekki dagsljósið, innan regluruglsins. Greiðslur sem eiga að fara í ákveðin málaflokk, skila sér oft ekki á rétta staði, og ekkert virkt eftirlit er með því hvert aðildargreiðslurnar fara í raun.

ESB-stjórnsýslan í Brussel hefur ekki fengið neinn til að skrifa undir endurskoðun reikninga EES/ESB síðustu 15-20 árin. Fjölmargar konur hafa yfirgefið góðar starfs-stöður í höfuðstöðvum Brussel, vegna þess að þær gátu ekki haldið áfram vinnunni í gjörspilltri samviskulausri embættisstjórnsýslunni.

Raddir þessara kvenna heyrast sjaldan eða aldrei í opinberum ríkisfjölmiðlum Evrópu. Því þöggun EES/ESB-fjölmiðlanna er dauðadæmandi brautargengis-tækið sem greiðir fjölmiðlagötuna EES/ESB-blekkjandi og bankarænandi.

Bretaveldið er síður en svo undanskilið höfuðábyrgð á öllum svikunum sem fá að viðgangast í bankarænandi EES/ESB.

Bretaveldið ræður meir og minna öllu í EES/ESB sem það vill ráða, og ekkert bendir ennþá til að það muni breytast. Fólk ætti að velta þeirri staðreynd fyrir sér, í öllum áróðursólgusjónum Bretafjölmiðla-EES/ESB-stýrða.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2015 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband