Að semja eða sækja, að kunna með samningsétt að fara
31.12.2014 | 10:41
Vissulega hröpuðu læknar í launum við hrun, sem og annað launafólk í landinu. Yfirlæknir Heilsugæslu Árbæjar telur skerðingu lækna hafa verið 18% og ef svo er má ljóst vera að þeirra tap varð minna en margra annarra. Það hefur því að einhverju leiti verið staðið vörð um þeirra kjör umfram annað launafólk.
Þessa skerðingu vill yfirlæknirinn bæta og launahækkun að auki, telur aðra hafa fengið sína skerðingu leiðrétta. Það er hins vegar misskilningur hjá yfirlækninum, flest launafólk hefur ekki enn fengið þá skerðingu sem varð við hrun leiðrétta og launahækkanir hafa einungis rétt dugað til að halda í horfinu. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar. Þeir sem höndla með fjármagnið í landnu hafa náð fram einherjum leiðréttingum og sumir miklum, en þeir sem búa það fé til hafa engar leiðréttingar fengið.
Samningsréttur og ekki síður verkfallsréttur eru heilagir fyrir launafólk. En til að svo megi vera þarf fólk að kunna með þessi réttindi sín að fara. Framkoma samninganefndar lækna hefur, samkvæmt síðustu fréttum, ekki verið á þann veg að þeir kunni með samningréttinn að fara.
Það er alltaf erfiðast að byrja samninga, fólk sest andspænis hverju öðru og oft ber mikið á milli þess sem krafist er og þess sem stendur til boða. Hvorugur hópur vill láta undan í fyrstu og þá reynir oft á skynsemi þeirra sem standa í eldlínunni. Loks þegar annar aðilinn lætur undan fara mál að hreifast.
Í gær var staða samninga orðin vænleg til lausnar læknadeilunni. Þá hafði ríkið fært sig frá 3% upp undir 30% og læknar komið á móti frá ??% niður í 37 - 38%. Þá var eins og skrattinn hefði hlaupið í samninganefnd lækna og þeir hækkuðu í tvígang sínar kröfur. Þetta er einstakt í gerð kjarasamninga og samninga yfirleitt og bendir ekki til að samninganefnd lækna kunni samningsgerð eða virði þær aðferðir sem samningsgerðir almennt snúast um. Að hækka kröfu á síðustu metrum samningsgerða eru skýr boð um að ekki sé vilji til samningsgerðar og í slíkum tilfellum gengur mótaðili undantekningalaust frá borði. En nú er um líf fólks að tefla og því erfitt fyrir samninganefnd ríkissins að taka skilaboðum samninganefndar lækna á þann veg sem eðlilegt væri.
Ef það er rétt sem yfirlæknirinn segir að skerðing þeirra vegna hrunsins sé um 18%, mætti ætla að tilboð upp á allt að 30% launahækkun væri vel ásættanleg. Þá fá þeir rúmlega 10% raunlaunahækkun, auk leiðréttingar vegna hrunsins. Hvernig ríkið ætlar að standa við þennan samning er svo spurning, þar sem ljóst er að allir ríkisstarfsmenn munu að sjálfsögðu vilja sömu hækkun, þ.e. leiðréttingu vegna hrunsins og að auki 10% raunhækkun.
Þá er ljóst að á almennum markaði standa fyrir dyrum kjarasamningar. Eins og áður segir varð tap margra á þeim launamarkaði meira en 18% við hrun og víst að krafan þar um leiðréttingu mun verða sterk. Þá er víst að krafa um raunlaunahækkun mun einnig verða sterk þar, þó hún verði kannsi ekki um prósentu upp á tveggjastfa tölu í þeim lið. Og ef ríkið getur hækkað laun lækna um allt að 30% úr sjóð sem sækir sitt fé til skatta, er ljóst að flest fyrirtæki landsins ættu auðveldlega að geta hækkað laun hjá sínu fólki um sömu tölu án þess að það komi niður á hagkerfinu. Hagnaður flestra fyrirtækja er með þeim hætti að slíkar launabætur ættu ekki að þurfa að koma út í hagkerfið, ólíkt launahækkunum sem ríkið semur um.
Samningur verður aldrei til nema báðir aðlar gefi efir. Ljóst er að samninganefnd ríkisins hefur gefið meira eftir en góðu hófi gegnir, gagnvart stöðugleika í landinu og því komið að læknum að sýna samningsvilja. Enginn hefur enn getað sagt til um hverjar kröfur lækna voru í upphafi, en ljóst er að ef þær hafa verið undir 60% geta þeir vissulega fagnað stórum sigri með því að ná helming þeirrar kröfu, sérstaklega þegar litið er til þess að þetta er meir en tíföld sú hækkun sem almennt launafólk hefur fengið og fimmföld sú hækkun sem orðið hefur á meðaltalslaunum í landinu, þar með taldar launahækkanir hákarlanna í fjármálaheiminum.
Hver sá sem hefur snefil af samningsþekkingu ætti að sjá að varla er hægt að gera stærri sigra, en kannski liggur vandinn einmitt þar, samninganefnd lækna kann ekki að semja, hún telur sitt verk vera að sækja!
Ríkisstjórnir brugðist læknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.