Það er mikill munur á
16.12.2014 | 12:30
Það er mikill munur á hvernig fréttastofa ruv höndlar fréttir af gerðum núverandi stjórnvalda versus þeirra sem Steingrímur tilheyrði. Þá stundaði fréttasofan látlaust uppklapp og var duglegt að hampa því sem þar þótti vel gert, en þagði yfir öðru sem gagnrýnivert var.
Lengst gekk þó fréttastofan í fylgispekt sinni við þáverandi stjórnvöld þegar þau reyndu að koma icesaveklafanum á þjóðina. Hver sérfræðingurinn var fenginn af öðrum til að lýsa því sem þeir töldu að hér myndi ske ef þeir samningar yrðu ekki samþykktir. Var m.a. talað um Kúbu norðursins í því sambandi. Þrátt fyrir þennan látlausa áróður fréttastofunnar sáu landsmenn í gegnum áróðurinn og felldu þá samninga með eftirminnilegum hætti. Þarna hélt maður að fréttastofa ruv myndi átta sig á hversu langt frá landsmönnum hún var komin og myndi rétta af kúrsinn.
En aldeilis ekki, enn eru sömu "sérfræðingar" sóttir, en ekki til að mæra stjórnvöld, heldur reyna að finna eitthvað neikvætt frá þeirra hálfu. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna mega ekki láta frá seir eina setningu í fjölmiðlum, án þess fréttastofa ruv og hennar "sérfræðingar" reyni að snúa þeim á versta veg. Er nú svo komið að flestir ráðherrar og margir þingmenn stjórnarflokkanna neita að fara í viðtöl við fréttastofu ruv nema í beinni útsendingu. Þá er illa farið fyrir útvarpi "allra" landsmanna!
Um fréttamenn annara fjölmiðla vil ég ekki skrifa, enda þeir á launum hjá einstaklingsframtakinu og hlýta boðum og bönnum sinna eigenda.
Það er því ekki rétt mat hjá Steingrími að stjórnvöld nú séu að hundelta fréttamenn. Það eru fréttamenn sem hafa staðið í slíku hundahlaupi á eftir núverandi stjórnvöldum. Það hófst reyndar löngu áður en núverandi stjórnarflokkar komu til valda og var fréttastofa ruv einn hellsti stuðningsmaður fyrri stjórnvalda í kosningabáráttunni fyrir síðustu kosningar.
En auðvitað kemur við kauninn á Steingrími, þegar hanns hellsti stuðningaðili fær sanngjarna umfjöllun!!
Sagði fjölmiðlamenn hundelta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ótrúlegt bull!!
Svona skrif eru ekkert annað en svívirðileg tilraun til að þvinga fréttamenn Rúv til að þegja yfir afglöpum ríkisstjórnarinnar.
Með öðrum orðum er með ofstopa verið að reyna að gera Rúv að áróðursmaskínu fyrir ríkisstjórnarflokkana.
Lækkun á framlögum til Rúv er af sama meiði auk þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að gera stjórn Rúv aftur pólitíska sem var hrein öfugþróun í samanburði við það sem er að gerast i siðmenntuðum löndum.
Fréttastofa Rúv nýtur mikils trausts meðal þjóðarinnar. Það hefur ekki minnkað eftir að ný stjórn tók við.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 14:35
Mikið til í þessu, ég er samt ósammála að einkareknar fréttastofur hafi eitthvert siðferðislegt leifi til að halla réttu máli. Það eru gerðar alltof litlar siðferðiskröfur til fréttamanna eins og sést t.d. á því að að einu leiti geta þeir slegið upp frétt, og "skúbbað" leka frá stjórnvöldum og svo í annan stað eru þeir sjálfir að byggja fréttir sínar á leka frá stjórnvöldum. Jafnvel sami fréttamaðurinn.
Við eigum að gera siðferðislegar kröfur til fréttamanna hvort sem þeir eru hjá ríkinu eða í einkageiranum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 14:47
Sæll Bjarni.
Það er langt frá því að ég telji að einkareknar fréttastofur hafi siðferðilegt leifi til að halla réttu máli. Hitt er ljóst að starfsmenn einkarekinna fyrirtækja standa stutt við í starfi ef þeir sýna eigendum ekki hliðhollustu. Þetta gerist ómeðvitað, jafnvel þó vilji þeirra til ánnars sé mikill. Þess vegna vil ég hellst ekki ræða störf einkarekinna fréttastofa.
Þá verðum við að skoða þessa umræðu út frá því að hún tengist fjárlögum og að sumum þyki ekki nægt fé þar ætlað til reksturs ruv. Varla mun aukið fé til þeirrar stofnunnar hafa áhrif á rekstur einkarekinna fréttastofa. Nema kannski til hins verra.
Gunnar Heiðarsson, 17.12.2014 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.