Nú er komið nóg!

Stjórnarandstaðan fer hamförum á þingi. Ástæðan er að stjórnvöld vilja bæta um fyrir störf fyrri ríkisstjórnar og breyta til betri vegar lagasetningu sem gerð var undir formerkjum hrossakaupa.

Sjóræningjakapteininn óttast að ekki muni nást samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi, vegna þessa máls. Ekki að mikið hafi farið fyrir slíkri samvinnu til þessa, sama hvaða mál stjórnarliðar brydda uppá, stjórnarandstaðan er ALLTAF á móti. Það eru engin merki þess að stjórnarandstaðan ætli að láta af þeim leik, svo bæting rammaáætlunnar breytir litlu þar um.

Kata Júl. segir ekki til fyrirmyndar hvernig að málinu er staðið. Auðvitað eru engin hrossakaup um það nú, eins og síðast. Kannski henni þyki slík kaup nauðsynleg fyrir virðinguna, þó flestir skylji að þannig aðferðir af hinu slæma.

Steingrímur Jóhann og Lilja Rafney, telja kunnáttu Jóns Gunnarssonar í lögfræði eitthvað ábótavannt. Það þarf kjark fyrir mann að segja annan tossa í lögfræði, þegar sá sem slíkt lætur frá sér hefur sjálfur sýnt af sér verknað sem sannarlega fer á svig við lög og það ekki bara einu sinni heldur oft. En SJS hefur aldrei skort kjark til að tala, þó minna fari fyrir honum þegar til verka er komið! Talandi um þekkingu á lögum, þá eru þau sett á Alþingi. Þess vegna er þessi breyting borin upp þar. Kannski hefði farið betur ef SJS hefði valið þá leið oftar, þegar hann sat í stól fjármálaráðherra!!

Formaður Samfylkingar segir að ríkisstjórnin sé átakasækin. Man einhver hvernig síðasta ríkisstjórn vann? Þar var ekki einungis barist við pólitíska andstæðinga, heldur fóru mestu átökin fram innan eigin flokka. Þá fékk þjóðin vænann skammt af átakasækni þeirrar ríkisstjórnar. Árni Páll þekkir sannarlega hugtakið "átakasækni", þó það vefjist nokkuð fyrir honum að skilgreina það. Kannski hann ætti að rifja upp hvernig kosningarnar um icesave samningana fóru. Þar sást vel hvernig síðasta ríkisstjórn vann í átakasækni gegn þjóðinni!

Það vita allir hvernig að málum var staðið varðandi rammaáætlun og reyndar flest mál, í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þar var ekki leitað sátta, heldur hrosskaup stunduð af miklum móð. Hrossakaup sem höfðu það eitt markmið að "hin tæra vinstristjórn" næði að sitja í stjórnarráðinu eitt heilt kjörtímabil. Og með hrossakaupum tókst það, í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem slíkt stjórnarsamstarf enntist eitt heilt kjörtímabil og vonandi það allra síðasta einnig.

Nú er nóg komið. Stjórnvöld verða að hætta að láta stjórnarandstöðuna villa sér sýn. Það er tómt mál að tala um eitthvað samráð við stjórnarandstöðuna, þar er enginn vilji til. Þjóðin kaus vorið 2013 og þeir sem þá fengu umboðið halda því fram að næstu kosningum. Þeir verða að sýna þjóðinni þá kurteysi að vinna að þeim málum sem lofað var. Þingmenn stjórnarflokkanna verða að girða sig í brók og hætta að stunda poppúlisma vinstraliðsins, sem hefur tögl og haldir innan flestra fjölmiðla landsins og stórs hluta menntaelítunnar.

Sumt hefur ríkisstjórnin efnt, annað er á góðum skrið. Eitt þeirra mála sem þessir flokkar boðuðu og þjóðin kaus, var að endurskoða rammaáætlun. Það ber því að fagna því að loks sé það mál komið á rekspöl.

Annað og mikilvægara mál bíður þó enn afgreiðslu, en það er afturköllun aðildarumsóknar að ESB. Það mál mun sennilega mestu ráða hvort þessir flokkar haldi völdum að loknum næstu kosningum, enda ekkert mál öðru stærra. Öll önnur mál eru hégómi miðað við þetta eina, mestmegnis vegna þess að eftir aðild að ESB mun ákvarðanatakan færast þangað um öll mál sem skipta okkur mestu. Því má ekki sýna neina linkind þarna. Verði þetta mál ekki afgreitt í samræmi við boðun stjórnarflokkanna fyrir kosningar, munu þeir bíða afhroð í næstu kosningum.

Sá gunguskapur sem stjórnarliðar sýndu síðasta vetur má aldrei aftur endurtaka sig. Hann gaf stjórnarandstöðu þau vopn sem þau þurftu. Nú er kominn tími til að afvopna hana aftur og það verður einungis gert með því að stjórnarliðar sýni þá samstöðu að afgreiða þau mál frá Alþingi sem þjóðinni var lofað!!

Ef kjósendur hefðu viljað að vinstriflokkar stjórnuðu landinu, þá hefðu þeir kosið hana í síðustu kosningum. Það var ekki gert, reyndar langt frá því!!

 

 

Það sem er kannki grátbroslegast við þetta mál er að þingmenn Samfylkingar, sem berjast hart gegn þessari breytingu á rammaáætlun, hafa einnig gagnrýnt ráðherra fyrir að fylgja ekki betur eftir því að sæstrengur verði að veruleika. Sú breyting rammaáætlunnar sem nú er kynnt mun þó ekki duga nema fyrir helming þeirrar orku sem þyrfti í það ævintýri.

Ég vil ekki trúa því að þessir þingmenn séu svo fáfróðir að þeir telji rafmagnið verða til í innstungunum. Því verður að flokka þetta sem einhverja mestu hræsni sem heyrst hefur um langa hríð!!


mbl.is „Bara steinhaldið kjafti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvort ætli þeir séu hræddari við afhroð í næstu kosnungum vegna linkindar þeirra,eða stöðug áhlaup stjórnarandstöðu,þegar kemur að afturköllun "umsóknar" ESB,sem meirihluti landsmanna hafnar??

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2014 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband