Mistök embættismanna
21.11.2014 | 18:26
Tony Omos, man einhver eftir honum? Nafn þessa manns hefur sjaldan komið upp í umræðunni um hið svokallaða "lekamál", sérstaklega uppá síðkastið. Þó er koma hanns til landsins upptök og rót þessa máls alls.
En hvernig verður allt þetta mál til? Hvaö varð til þess að nokkrir einstaklingar söfnuðu fólki í mótmælastöður og krafðist þess að stjórnvöld gerðu eins og þessum einstaklingum þóknaðist? Hvað varð til þess að aðstoðarmaður ráðherra þótti nóg komið af einhliða umræðu og ákvað að leka staðreyndum málsins til fjölmiðla, a.m.k. sumum þeirra? Hvað varð til þess að nú hefur ráðherra sagt af sér?
Jú, allt þetta mál er til komið vegna mistaka smbættismanna. Þegar Tony Omos var stöðvaður í vegabréfaeftirlii, á Keflavíkurflugvelli, á leið sinni frá Sviss til Kanada og í ljós kom að hann ferðaðist á fölskum forsendum. Þá ákváðu embættismenn að taka til greina umsókn hans um landvistarleyfi hér á landi. Leyfi sem þessi maður hafði aldrei dottið til hugar að sækja um nema fyrir þá "óheppni" að vera stöðvaður í vegabréfaeftirliti, leyfi sem þessi maður átti aldrei að hafa möguleika á að fá.
Þarna gerðu embættismenn stór mistök og jafnvel má segja að þeir hafi brotið alþjóðlegann samning sem við sem þjóð erum aðilar að. Samkvæmt þeim samning átti að senda manninn strax til baka, til þess lands sem hann kom frá. Aldrei átti að taka umsókn hanns um landvist til greina, enda var aldrei ætlun hanns að setjast hér að. Sú ósk kom til af því einu að hann komst ekki lengra, vegna vökullra lögregluyfirvalda á Keflavíkurflugvelli. Vegna þessara mistka embættismanna varð hér til saga sem engin ætti að vera stoltur af, hvorki þeir sem að henni komu með beinum hætti né framkoma þeirra sem hana gagnrýndu. Staðreyndin er að ef embættismenn hefðu staðið sína plikt, hefði þessi saga aldrei orðið til. Það væri full ástæða til að rannsaka gjörðir þessara embættismanna, ekki bara í máli Tony Omos, heldur fjölmargra annara sem hingað hafa komið með svipuðum hætti.
Öll eftirsagan, hversu ljót sem fólki kann að finnast hún, er þó bara afleiðing þessara mistaka embættismanna. Vissulega má segja að sumt sem gert var orki tvímælis, en þar þarf að skoða söguna í ljósi þess hvernig almennt hefur verið starfað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem minnisblaði er lekið til fjölmiðla og sannarlega ekki í síðasta skipti, hvort sem þar er um trúnaðarmál að ræða eða ekki. Hversu vel mönnum þóknast að trúnaðarupplýsingum skuli lekið til fjölmiðla verður hver að eiga við sig. Sjálfur hef ég alla tíð haldið að trúnaðarupplýsingar séu trúnaðarupplýsingar og sé því lokaðar öllum sem ekki eru bundnir trúnaði við viðkomandi mál. Þar skiptir engu hvert málið er eða um hvern er fjallað. Menn geta svo pælt í því til hvers er verið að setja trúnað um einhver mál, ef þau eiga að vera öllum opin, pælt í hvernig gengi að stjórna við slíkar aðstæður, hvort heldur landinu eða einstökum fyrirtækjum.
Nú síðast á þriðjudag láku upplýsingar frá ákveðnum embættismanni til fjölmiðla, upplýsingar sem viðkomandi embættismaður sagði síðan í fréttum sama kvöld að lægju ekki fyrir. Þessi tiltkni embættismaður hefur komið fram sem alheilagur og verið duglegur að krefjast svara frá öllum aðilum hins svokallaða lekamáls. Í dag kom svo í ljós að þeir upplýsingar sem frá þessum embættismanni láku í fjölmiðla, fyrir nokkrum dögum, áttu sér stað í rauveruleikanum. Kannski þessi embættismaður, sem telur sig heilagann, sé alls ekkert heilagri en aðrir og kannski þarf að búa til starf fyrir enn einn embættismanninn til að rannsaka lekann hjá hinum heilaga!
Engu máli virðist skipta hverjar upplýsingar eru, hvort þær eru settar fram í trúnaði eða ekki, fjölmiðlar virðast eiga auðvelt með að komast yfir þær. Sumum líkar þetta vel, tala um opið upplýsingaþjóðfélag. En sú ánægja viðist þó bundin við einverja skilgreiningu upplýsinganna sem erfitt er að skija. Engu líkara en þeir sem fyrir því tala að allt eigi að vera upp á borðum og hafa opinberlega unnið að því, vilji ráða hverjar þessara upplýsinga fá svo að koma fyrir augu almennings. Stjórnmálasamtök hér á landi, sem segjast vinna náið með alþjóðlegum samtökum uppljóstrara hafa barist hart gegn því að slík iðja sé stunduð hér á landi, nema um þau málefni sem þeim þóknast. Ekki sé ég mikinn mun á verkum aðstoðarmanns ráðherra og verkum Snowdens. Eðli þeirra er nákvæmlega það sama, að leka trúnaðarupplýsingum. Munurinn liggur einungis í umfanginu, meðan aðstoðarmaðurinn lak einu litlu skjali, lak Snowden heilu upplýsingabönkunum. Þeir sem mæra verk Snowdens en gagnrýna aðstoðarmanninn, eru hræsnarar af verstu sort.
Megin málið er þó það að mistök voru gerð. Mistök embættismanna sem fóru í bága við þá alþjóðasamning sem við erum aðilar að. Mistök sem hafa valdið því að ærunni hefur verið svipt af fólki sem engann þátt átti í þessum mistökum.
Ég er ekki á móti því að hingað til lands flytjist erlendir borgarar, svo fremi þeir komi hingað á þeiri forsendu að vilja búa hér á landi. Það fólk er oftast fljótt til að aðlaga sig okkar menningu og siðum og deila til okkar af sinni menningu. Þetta fólk er velkomið.
Hinir, sem daga hér uppi á leið sinni gegnum landið, eiga ekki að fá landvistarleyfi. Það á ekki einu sinni að skoða slík mál, heldur senda þá strax til þess lands sem þeir komu frá. Þessir einstaklingar ætla sér ekki að búa hér, þeir ætla sér ekki að tileinka sér okkar menningu og siði og þeir ætla sér ekki að deila neinu til okkar. Þeira markmið er einungis eitt, að fá löglega pappíra hér svo hægt sé að halda för áfram. Sumir geta ekki beðið og reyna að smygla sér úr landi með skipum. Enn höfum við sloppið við alvarlegustu afleiðingar þes ef einhverjum tækist slíkt. Þá gæti landið einfaldlega einangrast.
Það er full ástæða til að rannsaka grunn þess sem kallað hefur verið lekamálið. Rannasaka gerðir embættismanna sem afgreiða hingað á biðlista um landvistarleyfi fólk sem strax á að senda til baka. Þar er hundurinn grafinn, eftirleikurinn sem nú hefur kostað æru fjölda fólks, er bara blómin á leiði hundsins.
Hanna Birna: Nú er mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er greinilega mikil nauðsyn á að stokka upp embættismannakerfið.-Það ætlar að taka tíma að koma ríkisrekstrinum í viðunandi horf. Líkist því að þurfi eftirlit með nánast hverjum einasta embættismanni.
Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2014 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.