Vandinn tvíþættur
14.11.2014 | 15:35
Vandi tónlistaskólanna í Reykjavík virðist vera tvíþættur. Annars vegar stendur Reykjavíkurborg illa að þessum málaflokk, mun verr en önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist tónlistaskólum hafa fjölgað úr hófi.
Á Akranesi byggði bærinn myndarlega yfir tónlistaskólann og þar blómstrar tónlistalífið, sem aldrei fyrr. Einungis einn tónlistaskóli er á Akranesi og annar hann allri þörf bæjarbúa.
Kannski væri fyrsta skrefið að fækka tónlistaskólum í Reykjavík, þannig að stærri og hagkvæmari einingar fáist.
Þá á borgin auðvitað að sjá sóma sinn í því að standa vel að þessari kennslu, t.d. með því að skaffa skólunum húsnæði fyrir lítið eða ekkert, eins og flest önnur sveitarfélög landsins gera.
En það er kannski til of mikils mælst að ætla borgstjórn að sóa mikilvægum tíma sínum þetta málefni. Þétting byggðar og reiðhjólastígar eru sjálfsagt mikilvægari.
Stigminnkandi framlög til tónlistarskólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.