Eru þingmenn vinstriflokkanna skyni skroppnir ?
13.11.2014 | 11:20
Eru þingmenn vinstriflokka almennt verr gefnir en þingmenn annara flokka, eða gera þeir sér leik að því að svívirða þjóðina?
Hvort heldur er, þá er skömm þeirra mikil. Þeir koma fram á Alþingi og í fjölmiðlum eins og þeir telji að þjóðin sé heimsk. Slík framkoma er öllum til minnkunnar.
"Réttlæti á hvolfi", "svik", "röng forgangsröðun", "daður við stóreignafólk" og fleiri slík orð heyrast frá þessu fólki og ástæðan er sú að ríkisstjórnarflokkarnir standa við þau loforð sem þeir gáfu þjóðinni fyrir síðustu alþingiskosningar. Fyrir þessi loforð fengu þeir flokkar fylgi meirihluta þjóðarinnar.
Það væri vissulega hægt að hrópa þau orð sem þingmenn vinstriflokka láta frá sér, ef stjórnvöld væru að svíkjast undan því að standa við gefin loforð, en svo er þó ekki.
Kannski er þó mesta svívirðan við þjóðina að þessi hróp koma frá þeim þingmönnum sem stóðu að því í fjögur ár að svíkja þjóðin, þá voru kosningaloforð lítils virði.
Samanburður verka þeirrar stjórnar við verk núverandi ríkisstjórnar, eru hrópandi, hvar sem litið er.
Þar sem svívirða vinstri flokkanna gegn þjóðinni nú snýst um leiðréttingu húsnæðislána, væri kannski gaman að skoða samanburðinn á aðgerðum síðustu stjórnar við þær aðgerðir sem nú er staðið að.
Fyrir það fyrsta þá gagnast þær aðgerðir sem nú eru boðaðar 56.000 heimilum landsins, meðan aðgerðir síðustu ríkisstjórnar komu einungis örfáum heimilum til hjálpar.
Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar byggja á þeim grunni að rétt skuli af þær hækkanir sem urðu á húsnæðislánum, meðan stæðsta verðbólguskotið gekk yfir í kjölfar hrunsins. Það er, leiðrétting vegna verðbólguskots. 110% leiðin bygggði á þeim grunni að afskrifa þann hluta lána sem færi yfir 110% af verðgildi þeirrar eignar sem lánið var bundið. Þarna er mikill munur á, annars vegar leiðrétting en hins vegar hreinar afskriftir.
Þá má ekki gleyma þeirri grunn hugsun að núverandi aðgerðir koma einungis til lána sem tekin eru til kaupa á húsnæði, meðan fyrri aðgerðir gerðu lítinn greinarmun á því til hvers lán höfðu verið tekin.
Núverandi aðgerðir skiptast þannig að þeir sem minnstar tekjur hafa fá mest en þeir tekjuhærri fá hlutfallslega minna. Enginn getur þó fengið meira en fjórar milljónir í leiðréttingu höfuðstóls. Engin mörk voru á 110% leið fyrri ríkisstjórnar, önnur en þau að skuldin þurfti að vera komin a.m.k. 110% fram yfir verðgildi eignarinnar. Engin hámörk voru á því hvað hver gæti fengið. Því fór helmingur þess fjár sem nýtt var til 110% leiðarinnar til 1% þeirra sem rétt áttu á niðurfellingu og dæmi þekkjast þar sem einstaklingur fékk yfir 100 milljónir felldar niður.
Þannig væri lengi hægt að telja upp mismun þessara aðgerða án þess að finna einn einasta þátt í aðgerðum fyrri ríkisstjórnar sem hægt er að segja að séu réttlátari eða jafnari fyrir þjóðina.
Menn geta auðvitað haft mismunandi skoðanir á því hversu réttlátt það er að koma til móts við fjölskyldur landsins. En þeir sem það gagnrýna hljóta að setja þessar aðgerðir í samhengi við fyrri aðgerðir á þesu sviði. Menn hljóta líka að setja þessar aðgerir í samhengi við þá ákvörðun að ríkissjóður skyldi tryggja inneignir í bönkum landsmanna, strax þegar ljóst var að bankarnir myndu allir hrynja. Hvaða munur er á því að tryggja innistæður í bönkum, eða innistæður í því húsnæði sem fólk býr í. Hvert sparnaðarformið er, hvort fólk vill geyma sitt fé í banka eða eigin húsnæði, á ekki að skipta máli.
Vissulega eru margir fleiri sem eiga um sárt að binda, sem þurfa hjálp. En það kemur þessum aðgerðum ekkert við. Stæðsti hluti þess vanda er komin til vegna aðgerða fyrri ríkisstjórnar.
Einhliða slit persónuafsláttar við verðtryggingu, sem síðasta ríkisstjórn framkvæmdi, á eftir að skaða launafólk um langann tíma enn, jafnvel þó núverandi ríkisstjórn sé búin að tengja afsláttinn aftur. Skaðinn sem varð meðan hann var ótengdur er enn óbættur. Þetta kom auðvitað þeim sem minnst máttu sín, verst.
Alskyns krukk í lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja er annað ljótt dæmi fyrri ríkisstjórnar. Réttlætið fannst ekki þar, hvorki á hvolfi né öðru formi.
Þá voru endalausar skattahækkanir ekki beinlínis til að hjálpa þeim sem illa stóðu. Þar var hver króna sótt sem hægt var að sækja og frekari greiðslna krafist að auki.
Meðan á öllu þessu gekk, meðan þáverandi stjórnvöld stóðu í stórræðum við að skattleggja þjóðin, svikja gerða samninga tengum kjarasamningum, skerða greiðslur til aldraðra og öryrkja og bara gerði hvað hún gat til að herða sultaról fólksins í landinu, var ekki slegið slöku við að hlaða undir fjármagnsöflin.
Tveir af þrem stæðstu bönkum landsins voru færðir erlendum kröfuhöfum á silfurfati. Sá þriðji og stæðsti fékk afrit af skuldabréfi sem þáverandi fjármálaráðherra samþykkti og tryggði erlendu hluthöfunum hundruði milljarða króna.
Icesave málið þekkja allir og óþarfi að sóa tíma í að skrifa frekar um það.
Svokallaðir stóreignamenn, sem staðið höfðu í framlínu hrunverja, fengu þúsundir milljarða afskrifaða og var Ríkisbankinn (Landsbankinn) duglegur við þær aðgerðir. Nú eru sumir þessara manna komnir á fullt aftur og hafa lagt undir sig fjölmiðlakerfið að stæðstum hluta, auk annarra fyrirtækja.
Svo lítilsvirða þeir þingmenn sem að þessum hörmungum stóðu þjóðina, með því að koma í pontu á Alþingi og tala um að réttlætið sé á hvolfi! Að þegar ríkisstjórnarflokkarnir efna það loforð sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar og kjósendur kusu, þá sé réttlætið á hvolfi.
Menn verða þekkja réttlæti, til að geta sagt til um hvort það stendur á hvolfi eða ekki. Miðað við störf síðustu ríkisstjórnar er ljóst að réttlæti er framandi öllum þeim sem að henni stóð!!
Réttlæti á hvolfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.