"Fjármálasnillingarnir"

Það er magnað hvað mikið bull menn láta frá sér fara og það menn sem eru í forstjóra- og framkvæmdastjórastöðum. Maður hefði haldið að í slíkar stöður myndu veljast menn sem hafi vott af skynsemi.

Forstjóri Borgunnar telur að jólaverslunin fari úr böndum, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala telur að sprenging verði í sölu fasteigna, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins ætlar að bílasala muni aukast mikið og framkvæmdastjóri Kringlunnar á von á mikilli sölu.

Ja, mikið er hægt að gera fyrir tíu þúsund kallinn, svo ekki verði sterkar að orði kveðið.

Það er ljóst að greiðslubyrgði þeirra fjölskyldna landsins sem njóta leiðréttingar mun lækka um að meðaltali 10.000 krónur. Fyrir flesta verður þetta kærkomið tækifæri til að létta lífið örlítið. Einhverjir búa svo vel að þennan pening geta þeir notað til aukinna kaupa. En að halda því fram að hægt sé að versla sér nýjann bíl, eða fasteignir fyrir þennan pening, er auðvitað fjarstæða.

Verslun með fasteignir staðið í blóma að undanförnu, þó kannski almenningur komi þar lítið að máli. Þetta sýnir sú fasteignabóla sem þegar er komin upp í þjóðfélaginu, fasteignabóla sem er við það að slá þá bólu út sem myndaðist fyrir hrun. Gerendur þess eru að stæðstum hluta hin ýmsu fasteignafyrirtæki, sem telja sig þurfa að safna undir sig sem mestum eignum.

Örlítið ljós virðist vera að myndast á bílamarkaði og má að stæðstum hluta þakka bílaleigum þá breytingu. Á landi eins og Íslandi, þar sem bíll er ekki lúxus, heldur nauðsyn, er skelfileg tilhugsun hversu hratt bílaflotinn eldist. Sérstaklega í ljósi þess hvernig vegakerfið hjá okkur er. Ef halda á aldri bílaflotans við skynsamleg mörk þyrfti endurnýjunin hvert ár að vera um 20 - 25.000 bílar á ári. Enn er langt í það mark og á meðann eldist bílaflotinn hratt og örugglega. Skuldaleiðréttingin mun þó litlu breyta á þessu sviði, þar þarf aðrar og rótækari aðgerðir til.

Hugsanlega mun jólaverslun eitthvað aukast, en það verður þó varla neitt sem skiptir máli og ekki mun pyngja verlunarmanna þynjast mikið vegna þessara aðgerða. Skuldaleiðréttingin mun engu breyta í fasteignasölunni, hún mun verða jafn galin og hingað til. Verið getur að einhver bílaumboð bjóði svo góð kjör að hægt verði að kaupa bíl á afborgunum upp á tíu þúsund krónur á mánuði. Þá munu sjálfsagt einhverjir þeirra sem svo vel búa að geta notað þann pening til þess, keypt sér bíl.

Skuldaleiðréttingin mun litlu breyta í okkar hagkerfi, þar sem í raun ákaflega litlir peningar munu berast út í það.

En jafnvel þó þessir "fjármálasnillingar" hefðu rétt fyrir sér, væri það þá svo slæmt? Væri það slæmt ef fólk gæti verslað sér fasteignir eftir þörf, væri það slæmt ef bílaflotinn yngdist eitthvað upp, væri það slæmt ef jólin fengju að koma til örlítið fleiri heimila en undan farin ár?

 


mbl.is Leiðrétting auki kaupgleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þessir menn eru að gera er að reyna að kveikja kaupæði hjá hinumvenjulega íslendingi,koma þeirri hugsun af stað að fyrst allir aðrir séu að kaupa bíl og/eða fasteign þá hlýt ég að geta það líka!!!

Djonnson (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 11:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli breytingin liggi ekki miklu frekar í skynjun manna á hugmyndafræði valdhafa,eftir þá ógn sem stafaði af þeirri norrænu.

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2014 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband