Rithöfundurinn undarlegi

Það liggur við að maður haldi að rithöfundurinn, sem kallaði landsbyggðafólk frekt hyski, sé fastur í einhverri skáldsögu.

Hann keppist nú um að koma fram í fjölmiðla, ekki til að afsaka orð sín, heldur til að reyna að réttlæta þau. Hann telur að efnisinnihald greinarinnar skipti öllu máli og þau viðbrögð sem urðu þegar skrif hanns um landsbyggðafólk varð að frétt, séu vegna efnis þeirrar greinar. Viðbrögðin eru hins vegar alfarið vegna orðalags greinarinnar, vegna þess hvernig hann flokkar fólk eftir búsetu og kallar þá illum nöfnum sem búa utan Reykjarvíkur. Margir fleiri landsþekktir einstaklingar hafa skrifað um flugvallarmálið, án þess að viðbrögðin væru slík sem nú urðu. Þeir halda sig hins vegar við efnið.

Það er sorglegt þegar landsþekktir menn ákveða að flokka landsmenn eftir búsetu og gefa þeim sem búa annarstaðar en þeir sjálfir miður falleg viðurnefni. Sorglegra er þó þegar menn eru svo litlir að þeir geta ekki viðurkennt sín mistök, geta ekki beðist einlægrar afsökunnar.

Stundum er sagt að allt umtal sé auglýsing og að illt umtal sé besta auglýsingin. Og víst er að rithöfundinum hefur tekist að komast á varir flestra landsmanna, bæði innan og utan Reykjavíkur. Og kannski var þetta bara ódýr auglýsing hjá rithöfundinum. Í það minnsta gat hann nýtt sér viðtal á ruv nú rétt áðan, sem átti að vera um sóðaskrifin, til að koma á framfæri að næsta skáldsaga hanns kemur í búðir í fyrramálið.

Þessi grein rithöfundarins var einstaklega ósmekkleg. Orðfærið sem hann notaði var með þeim hætti að hjá miklum viðbrögðum yrði ekki komist. Að koma svo í fjölmiðla og gera lítið úr orðfærinu og reyna að telja fólki trú um að viðbrögðin hafi verið vegna efnis greinarinnar, er barnalegt. Að hafa ekki manndóm til að biðjast afsökunnar er lítilmennska.

Því veltir maður fyrir sér hvort rithöfundurinn sé kannski fastur í þeirri skáldsögu sem hann er að setja á markað. Eftir því sem fram kom í viðtalinu við hann á ruv á sú skáldsaga að gerast á þeim tíma í Íslandssögunni þegar menn bárust á banaspjótum. Hugsanlega saknar rithöfundurinn þess tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er örugglega alveg hárrétt hjá þér.  Rithöfundurinn virðist í einhverri kreppu.  Netið gerir það að verkum að fólk getur lesið sér til yndis og ánægju daginn út og inn án þess að borga svo mikið sem krónu fyrir.  Líklega er best að skoða þetta útspil höfundarins sem ramakvein deyjandi stéttar.  Blessuð sé minning hennar.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 09:26

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Prófaðu að setja inn "Framsóknar-" í stað "Landsbyggðar-" og þá skilurðu hvað Einari gekk til. Við tölum jú um Framsóknarhyskið kinnroðalaust og enginn fer af límingunum útaf því. En þessi bloggfærsla þín er bara enn ein staðfesting á hvernig umræðuhefðin er hjá þessu útnárahyski sem kallar sig Íslendinga. Þjóð sem forðast málefnalega umræðu og velur fer alltaf að hjóla í manninn, hjakkar alltaf í sömu sporunum og leyfir andverðleikalýðnum í embættismannakerfinu og pólitíkinni að stjórna í skjóli spillingar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2014 kl. 09:32

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhannes, Einar notaði ekki "framsóknar-", heldur "landsbyggðar-". Um það snýst málið.

Það breytir engu þó ég skipti út orðum í hans skrifum, þau standa!

Og jafnvel þó hann hefði hagað skrifum sínum að þínum óskum, er það litlu skárra. Að kalla fólk "frekt hyski" eftir því hvar það stendur í pólitík ber merki fávisku þess sem með slík ummæli fara.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 10:23

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þá segir þú Jóhannes að ég fari í manninn. Auðvitað fer ég í manninn, ég er að gagnrýna orðfæri rithöfundarins, ekki efnisatriði.

Rithöfundurinn sjálfur kallaði á árásir gegn sér, það gerði hann með árásum á alla þá sem utan Reykjavíkur búa. Þarna skapar hann sjálfur þá umræðuhefð sem ég annars hef reynt að halda mig fjarri. Og sú umræðuhefð er ekki bundin við íbúa landsins utan Reykjavíkur, sem þú kallar því nafni "útnárahyski". Þá nafngift gefur þú sjálfsagt öllum þeim sem utan Reykjavíkur búa, þar með talið íbúum Kópavogs og Hafnafjarðar.

Þessi umræðuhefð er ekki síður stunduð af Reykvíkingum sjálfum, eins og rithöfundurinn hefur sannað með svo afgerandi hætti!!

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 10:32

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hlustaði á viðtal við Einar "Í Bítinu" og þar sagði hann að kveikjan að skrifunum hefði verið frumvarp Höskuldar og annarra framsóknarlandsbyggðarþingmanna um að taka skipulagsvaldið af Reykjavík varðandi flugvallarsvæðið. Engum öðrum en framsóknarmönnum hefur dottið þesskonar ráðsmennska í hug. Og ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum. Gleymum ekki tillögu Höllustaðafrúarinnar, Sigrúnar Magnúsdóttur, um að Alþingi færi með skipulagssvald á Alþingisreitnum.  Og þegar maður les um tilraunir hinna ýmsu Framsóknarmanna og kvenna til þöggunar þá er það algerlega réttlætanlegt að kalla þetta fólk hyski og það í neikvæðri merkingu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2014 kl. 10:35

6 identicon

Ríki og borg eru að hunsa vilja 73% borgarbúa og 82% landsmanna í flugvallarmálinu.  Það er í meira lagi undarlegt að láta málið snúast um Framsóknarflokkinn.  Á hann virkilega allt þetta fylgi?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 10:51

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég nota reyndar orðið "útnárahyski", sem samheiti yfir alla Íslendinga. Og ég hef aldrei tekið málstað þéttbýlis gegn dreifbýli. Veit að allt Ísland þarf að vera í byggð til þess að við getum staðið undir lífskjörunum sem við höfum vanið okkur á. Hins vegar gagnrýni ég heimskuna og tilfinningasemina sem stjórnar almenningsálitinu. Hvar annars staðar myndu samtök eins og "Flugvallarvinir" og "Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins" vera marktæk?

Það er galið að reka 2 aðalflugvelli í 30 kílómetra fjarlægð frá hvorum öðrum. Og það er galið að hafa hér ríkisfjölmiðil sem er rekinn í þágu starfsmanna en ekki landsmanna. Um þetta eigum við að tala en ekki gera þetta að tilfinningaklámi eins og við erum vitni að í dag.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2014 kl. 10:52

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég myndi gjarnan vilja eiga í skrifum við þig um flugvallarmálið, Jóhannes. Það er ljóst að langt er á milli okkar sjónarmiða þar og því gætu slík skoðanaskipti verið skemmtileg.

En vegna orðfæris þíns í athugasemdu hér fyrir ofan og þeim hugsanahátt sem þú opinberar þar, kæri ég mig ekki um frekari orðaskipti við þig, í bili að minnsta kosti. Hugsanlega mun það breytast einhverntímann í framtíðinni, ef þú sýnir að þú hafir eitthvað þroskast.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 11:00

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þín athugasemd er hárrétt Elín. Það er undarlegt að einhverjum skuli detta í hug að tengja þetta Framsóknarflokknum.

Nema sá flokkur sé kominn með svona mikið fylgi í borginni, að hann hafi 73% fylgi borgarbúa. Þá er spurning hvers vegna talning atkvæða fór svo heiftarlega úrskeiðis í síðustu kosningum. Kannski andstæðingar flugvallarins geti skýrt það?

A.m.k. telja þeir að allir sem á móti því að völlurinn víkji séu Framsóknarmenn og það er vitað að 73% borgarbúa er þeirrar skoðunnar.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 11:08

10 identicon

Þegar þingmenn, sem eiga að njóta trausts, koma fram með aðra eins fjarstæðu og hér um ræðir, dugar ekkert minna en sterk orð í mótmælaskyni.

Ég tek undir þau orð Einars að það sé hyski sem leyfir sér annað eins, nema þetta sé hrein heimska. Það er ekki þar með sagt að landsbyggðarfólk almennt sé hyski eða heimskingjar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 14:10

11 identicon

Ásmundur; þú ert hyski og það sem þú heldur fram er hrein heimska

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband