Enn bulla menn um klukkuna

Hin árlegi viðburður, krafan um breytingu klukkunnar er hafinn. Lengi framanaf vildu menn flýta henni, til hagsbóta fyrir viðskiptalífið, en þá færðist hún nær Evróputíma. Nú vilja menn seinka henni og bera við að líkaminn þoli ekki það álag að vakna í myrkri og koma heim úr vinnu í björtu.

Við búum rétt sunnan við heimskautsbaug og því stuttir dagar á veturna en langir á sumrin. Því verður aldrei breytt, hvað sem menn krukka í klukkunni. Um tíma á hausti og vori vill svo til að flest fólk mætir til vinnu í myrkri og kemur heim í björtu. Hvaða áhrif á líkamann það hefur vet ég ekki, enda útilokað að sjá rök fyrir einhverri skaðsemi af því.

Líkamskluka hefur oft verið nefnd í þessu sambandi og vissulega göngum við öll meða hana innbyggða í okkur. En það er með hana eins og hina, að henni má auðveldlega breyta. Þetta veit ég af eigin raun, enda unnið vaktavinnu alla mína starfævi. Það tekur líkamsklukkuna um tvo sólahringa að skipta sér, þ.e. að dagtími verði svefntími.  Sjálfsagt er þetta eitthvað breytilegt milli einstaklinga, enn að jafnaði má gera ráð fyrir þessum tíma.

Í tengslum líkamsklukkuna er oft nefndur djúpsvefn. Hann er talinn nauðsynlegur öllum til lengri tíma. Djúpsvefn fer þó ekki eftir klukku, heldur svefntíma hvers og eins og er undir lok svefntímans. Sá sem vinnur á nóttunni og sefur á daginn fær þennan djúpsvefn seinnipart síns svefntíma, ef hann gefur sér nægann tíma til að njóta hans. Það er því sama hvernig klukkan er stillt, sama hvernig sólin snýst, djúpsvefn skapast einungis ef viðkomandi fær nægann svefn. Væri þessi svefn tengdur klukkunni er ljóst að flestir íslendingar hafi ekki notið hans í 46 ár. Ef djúpsvefninn er aftur tengdur sólargangnum má ætla að við íslendingar getum ekki notið hanns nema örfáa daga vor og haust á ári hverju, þegar sólargangurinn passar við klukkuna okkar. Og ég, sem hef stundað vaktavinnu nánast alla mína starfstíð, ætti að vera löngu dauður!

Auðvitað er það svo að sumum þykir betra að vaka á kvöldin og sofa á morgnana, alveg eins eru margir sem sofna snemma og vakna fyrir allar aldir. Klukkan kemur þessu ekkert við.

Ef það er vilji manna til að kerfið hjá okkur fari eitthvað seinna af stað á morgnana, er alveg eins hægt að  seinka byrjun skólanna, seinka því að fyrirtæki hefji störf og bara seinnka allri starfsemi. En til hvers? Svo hægt sé að vakna í björtu örfáum dögum fleiri á ári?

Mér finnst klukkan ágæt eins og hún er. Ég hef örlítið fleiri daga hvert vor og hvert haust til að grilla úti, eftir vinnu. Ekki vil ég hafa skipti á því og að vakna í björtu í staðinn, jafn marga daga.

Rökin fyrir þessari breytingu eru fá, ef nokkur. Heilsufarsrök engin. Hvort við fáum nægann svefn og hvort vð njótum djúpsvefns, skapast eingöngu af svefnvenjum okkar, hvort við fáum nægann svefn. Klukkan breytir engu þar um. Þeir sem í dag vaka frameftir öllu kvöldi og eru í vandræðum með að vakna til vinnu, munu gera það eftir sem áður, bara klukkutíma seinna miðað við sólargang.

Það hlýtur að vera eitthvað uppbygilegra fyrir þingmenn að vinna að en svona bulli. Þetta gerir ekkert annað en stela tíma frá Alþingi, tíma sem virðist alltaf skorta undir lok hvers þings. Þeir sem standa að þessu ættu því að skammast sín og hysja upp um sig brækurnar. Snúa sér að málefnum sem skipta þjóðina máli.

 

 


mbl.is bbbVilja seinka klukkunni um klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég má við ýmsu öðru en að þessir andskotar fari að fokka í klukkunni. Þetta er fínt eins og það er.

Sigurjón, 2.11.2014 kl. 17:21

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Plagar mig svo sem ekkert sérstaklega svo ég taki eftir, en við erum röng sem nemur klukkutíma miðað við landfræðilega stöðu. Slíkt fyrirkomulag var tekið upp fyrir tæpri hálfri öld til að auðvelda viðskipti við Evrópu eisn og hefur komið fram. Á tímum nútíma fjarskipta er slíkt ekki mikið vandamál.

Nú ef menn vilja norpa yfir grillinu fram eftir hausti án þess að nota ennisljós mætti notast við sumartíma rétt eins og í Evrópu. :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 2.11.2014 kl. 18:04

3 identicon

Andskotinn hafi það! Þetta er þjóðþrifaráð. Það er miklu verra að vakna í myrkri en að vaka og vinna fram efri í myrkri. Þetta mun auka framleiðni hér á landi. Andskotist til að fatta þetta!

Brynjar (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 18:16

4 identicon

Brynjar, það eru allir búnir að fatta þetta. Margir af okkur eru einfaldleg ekki sammála að það breyti einu eða neinu fyrir flesta hvort maður vaknar í myrkri eða ekki. Fer líklega eftir hvað þú gerir og hverning þú gerir það.

Hefur einvher raunverulega ransakað þetta? Er eitthvað á bakvið þessar staðhæfingar um "aukna framleiðni", annað en getgátur?

Mér hefur alltaf fundist það frekar flott að vera bara á núllinu. Einfaldar málin.

Ef eitthvað er þá myndi það vera skynsamlegra að apa eftir Bretunum, til að koma okkur algerlega á sama "business" tíma og London. - Ekki það að ég myndi endilega styðja það, en það eru allavegana almennileg rök fyrir því.

Atli Þór (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 22:51

5 identicon

Þetta er náttúrulega rosalegt...að hreyfa puttana og breyta klukkunni aðeins. Mæli ekki með svona mikilli líkamsrækt.

Jens (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 00:27

6 Smámynd: Sigurjón

Iss! Það vakna flestir og kveikja á ljósi um leið. Síðan fara þeir í vinnu eða skóla og eru þar fram á dag í upplýstu húsi og upphituðu. Svo þegar komið er heim er hægt að fara að sinna áhugamálum og garðstörfum. Þá er betra að hafa bjart fram á daginn. Andskotist til að fatta að það þarf alls ekki að breyta þessu. Þetta er fínt eins og það er, einmitt vegna þessa.

Sigurjón, 4.11.2014 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband