Sumum færi betur að óttast eiginn drauga
17.10.2014 | 12:20
Vel getur verið að forsætisráðherra óttist eitthvað og vissulega má sjá ótta í augum hans þegar kemur að því að klára ESB málið, með afturköllun hinnar ólöglegu umsóknar. Og það er vissulega rétt að gagnrýna það ef stjórnarherrarnir óttast eitthvað.
En víst er að forsætisráðherra óttast ekki ummæli Helga Hjörvar, enda þau byggð á svo veikum grunni að ekki sæmir þingmanni.
Helgi heldur því fram að matarreikningur sem er í dag 100.000 kr. muni hækka um 5.000 kr., vegna hækkunnar neðraþreps virðisaukaskatts um 5%. Þarna tekur Helgi ekki afstöðu til hversu hár matarreikningurinn er hjá hverjum og einum og er það gott. Sú umræða er kominn út um víðann völl. Helgi tekur einfaldlega einfalda krónutölu til að leggja fram einfallt reiknisdæmi.
En Helgi veit, eða við skulum a.m.k. vona að hann viti, að dæmið er alls ekki svona einfallt. Fyrir það fyrsta eru ekki nærri allar matvörur á lægra þrepi skattsins og þær vörur sem eru á efra þrepinu munu lækka. Þá mun sykurskattur verða afnuminn og þær matvörur sem nú lenda undir þeim skatt munu lækka. Ekki ætla ég að kveða úrskurð um hversu mikið matarkarfa fyrir 100.000 kr. muni hækka, en ljóst er að það er langt undir 5.000 kr.. Þá er ónefndur milljarðurinn sem ætlaður er barnmörgum fjölskyldum sem hafa lægri tekjur.
Heyrst hafa þau rök, og ekki að ósekju, að lækkun efraþreps og afnám sykurskatts muni ekki skila sér að fullu til neytenda. Helgi hlýtur þó að treysta samflokksmönnum sínum, sem lagt hafa undir sig hina séríslensku matvörueinokun í landinu, til að skila þessum peningum til neytenda.
Hvort Helgi Hjörvar fer þarna af stað í pólitískum hráskinnsleik, eða hvort kunnátta hans er bara ekki meiri en þetta, skal ósagt látið. Hitt gæti þó verið að þarna sé komin skýringin á því að hann sneri sér að stjórnmálum, eftir meiriháttar skipbrot á hinum almenna markaði.
Það er sjálsagt að gagnrýna það sem aflaga fer, en sú gagnrýni hlýtur þó að verða að vera á sönnum grunni. Lygar eru engum til framdráttar, ekki einu sinni Samfylkingarþingmanni!
Segir forsætisráðherra óttast staðreyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi Helga og allar þessar tilraunir hans gera hann bara enn ámátlegri...................
Jóhann Elíasson, 17.10.2014 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.