Styttri skref

Á meðan ESB berst fyrir tilveru sinni og evran er að hruni komin, meðan hellsta áhyggjuefni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er stjórnleysi ESB, sitja möppudýr sambandsins og semja fáráðnlegar reglugerðir, sem einna hellst mætti líkja við hugsunum fimm ára barna, eða yngri.

Fyrst komu sparperurnar, sem eru miklu dýrari í rekstri en gömlu glóperurnar og menga margfallt meira. En hugsanlega má kannski spara eitthvað rafmagn með þeim, þ.e. hjá þeim sem láta ljós loga daginn út og daginn inn. Hinir sem kveikja ljós þegar þeir þurfa og slökkva síðan aftur þegar ekki er not fyrir ljósið, nota hins vegar mun meira rafmagn.

Næst komu reglur um afl ryksuga og hárblásara. Þetta sparar auðvitað ekkert rafmagn, þar sem lengri tíma tekur að ryksuga og þurka hárið. Framleiðendur þessara tækja þykjast hafa fundið upp nýja tækni og fullyrða að með henni sé hægt að ryksuga sama svæði á jafn löngum tíma og með eldri og öflugri ryksugu. Væri þá ekki hægt að ryksuga það svæði á enn styttri tíma ef sú tækni væri nýtt í öflugra tæki?

Nú skal spara vatn innan ESB. Sú brilljant lausn sem möppudýrin fundu var að minnka vatnsstreymið gegnum sturtuhausinn! Ekki veit ég hvaða lyfjum þetta fólk er á, en öllum er ljóst að vatnsmagn sparast ekki við þetta, sturtutíminn lengist einfaldlega.

Næst koma sennilega reglur um skreflengd fólks, að fólki beri að taka styttri skref. Sjálfsagt má spara eitthvað með því!

 


mbl.is Sturtur verða vatnsminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og alls ekki að leifa börnum að blasa upp blöðru ef þau eru yngri en 15 ara ef eg man rétt, þetta lið hlýtur að stunda kaffihús Amsterdam reglulega.

Kveðja fra Ebolu ríkinu Texas

Jóhann Kristinsson, 15.10.2014 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband