Þekking fæst af umræðum, vanþekking af þöggun.
11.10.2014 | 21:09
Vissulega var sakleysi íslenskra stjórnmála spillt í síðustu sveitarstjórnarkosningum, kannski ekki úr háum söðli að detta, en samt. Jafnaðarmenn ættu þó að líta sér örlítið nær þegar leitað er að sökudólgnum.
Frambjóðandi Framsóknarflokks leyfði sér að efast um staðsetningu bænahúss ákveðins trúarhóps hér á landi og sagðist mundi beita sér fyrir afturköllun þeirrar lóðaúthlutunnar. Viðbrögðin sem á eftir komu, þó sérstaklega frá þeim sem kalla sig jafnaðarmenn, voru þvílík að vissulega má líkja því við fasisma.
Þarna var ekki einungis ráðist gegn frjálsri umræðu allra mála er snúa að stjórn borgarinnar, heldur var málinu velt fram og til baka og reynt að gera sem mest úr því. Jafnaðarmenn vildu stjórna umræðunni fyrir kosningar og stjórna þeim málefnum sem til umræðu voru. Úthlutun lóða til trúfélaga var ekki inni í þeirri umræðu, ekki mátti ræða embættisverk borgarstjórnar, nema því aðeins að upphefð væri fyrir jafnaðarmenn. Tryggur stuðningur fjölmiðla kom þeim ansi langt á þessari braut.
Það er svo spurning hvort viðbrögð jafnaðarmann hefðu verið á annan hátt ef þessi frambjóðandi hefð gagnrýnt byggingu bænahúss fyrir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. Sá trúarhópur þykir víst ekki mikils metinn meðal jafnaðarmanna, sumra að minnsta kosti.
Það er því deginum sannara að skaleysi stjórnmálanna beið hnekki í síðustu kosningum og vel má hugsa sér að við höfum færst nær fasismanum. Að minnsta kosti er eitt aðalsmerki fasismanns að banna umræðu og það virtist ofarlega í hugum jafnaðarmanna fyrir kosningar.
Það eru ekki fordómar, þjóðernishyggja né hatur að vilja ræða mál opinskátt. Hins vegar má vissulega tala um fordóma ef banna á umræður um ákveðin málefni og það leiðir sannarlega af sér hatur.
Þekking fæst af umræðum, vanþekking af þöggun og vanþekking leiðir af sér hatur.
Hafa fært okkur að forgarði fasismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar kom staðsetningin inn seinna. Í upphafi var hún á móti byggingu mösku sama hvar hún væri. Það var ekki fyrr en sú skoðun var gagnrýnd af fólki sem ekki var haldið fordómum og með óbrenglaða réttlætiskennd að hún reyndi að beina athygglinni að staðsetningunni. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“
Þekkingu er einnig hægt að öðlast með smá gagnaöflun. Sérstaklega þar sem þér hefur verið bent á þetta í umræðum áður án merkjanlegs þekkingarauka.Hábeinn (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 23:17
Ef mynni þitt er ekki betra en þetta Hábeinn, ráðlegg ég þér að fara í enn betri gagnaöflun. Fyrsta umræðan var um staðsetninguna. Á seinni stigum málsins má segja að reyndum stjórnmálamönnum hafi tekst að spila á reynnsluleysi frambjóðandans og náð að láta hann segja hluti sem kannski máttu liggja á milli.
Þau ummæli sem þú bendir á hér fyrir ofan eru gjarnan notuð sem upphaf þessa máls, svo var þó alls ekki. Að vísu er erfiðara að finna fystu ummæli frambjóðandans um málið, fjölmiðlar láta lítið fyrir þeim fara.
Gunnar Heiðarsson, 12.10.2014 kl. 08:05
Þetta voru fyrstu ummæli frambjóðandans og upphaf þessa máls, og sú er ástæðan fyrir því að ekki finnast eldri ummæli. Vísir 23. maí 2014 http://www.visir.is/oddviti-framsoknar-vill-afturkalla-lod-til-muslima/article/2014140529463
Að treysta á mynni sem ekki gerir greinarmun á raunveruleika og draumum og koma svo með fáránlegar samsæriskenningar þegar gögnin passa ekki við órana er ekki vænlegt til að auka þekkingu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 13:55
Fyrsta fréttin um þetta mál kom fram á RUV, Hábeinn og hún var á annan hátt en sú frétt sem þú vitnar til, úr fréttablaði Jóns Ágeirs.
En burtséð frá því, þá leiðir umræða aldrei til annars en gangs, þöggun til fáfræði. Aldrei geta allir verið sammála, en með því að virða skoðanir hvers anars og ræða þær, eykst þekking.
Jafnaðarmenn vildu þöggun fyrir síðustu kosningar, þöggun um málefni sem þó er nauðsynlegt að ræða og aldrei meir en einmitt nú.
Gunnar Heiðarsson, 12.10.2014 kl. 15:48
Í fyrstu fréttin um þetta mál á RUV var vitnað í viðtalið á Vísi.
Birt: 23.05.2014 15:08 Á Vísi http://www.visir.is/oddviti-framsoknar-vill-afturkalla-lod-til-muslima/article/2014140529463
Birt: 23.05.2014 18:57 Á RUV http://www.ruv.is/frett/vill-afturkalla-lod-til-felags-muslima
"Kveikjan að moskumálinu.-----Þekktasta Facebook-færsla Sveinbjargar Birnu var líklega sú sem varð kveikjan að moskumálinu svokallaða. Þann 22. maí ritaði hún þessi orð á síðuna sína: „Margir hafa komið að máli við mig og spurt mig hver sé afstaða mín til úthlutunar á lóð undir Mosku í Reykjavík... mjög margir.“ Færslan vakti nokkra athygli og skiptust Facebook-vinir hennar á skoðunum í þessu máli. Blaðamaður Vísis hringdi í kjölfarið í Sveinbjörgu Birnu..." http://www.visir.is/sveinbjorg-birna-haett-a-facebook---fullt-af-leidinlegum-og-ogedslegum-hlutum-sem-eg-vildi-ekki-sja-/article/2014140619345
Eins og augljóst má vera af viðbrögðum þínum þá nægja umræður ekki veruleikafirrtum. Umræður hafa ekki hjálpað þér til að fræðast því pólitískar skoðanir þínar og ranghugmyndir neita að viðurkenna annað en einhvern uppskáldaðan veruleika sem hvergi á sér stoð í raunveruleikanum. Því miður þá virðist það vera rauður þráður í öllu þínu bloggi að vera ekkert að hengja sig í staðreyndir ef skáldskapur fellur betur að brenglaðri heimsmynd þinni. Því miður fræðist enginn af umræðum við þig og þöggun væri engum til skaða, nema einhverjir komi hingað til að lesa leiðréttingarnar sem stundum rata hér inn.
Hábeinn (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.