Reynum að vera svolítið raunsæ

Matarinnkaup fjölskyldna er vissulega stór hluti gjalda og enn stærri hluti eftir því sem laun eru lægri.

En verum svolítið raunsæ. Verið getur að hver máltíð kosti 250 kr á mann, en það fer auðvitað eftir forsendum sem fólk gefur sér.

Í tölum Hagstofunnar er talað um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu sé 2.980 kr á dag, eða 90.294 kr á mánuði. Þegar bætt er við þá upphæð kostnaði við húsnæði, kostnaði við fatakaup og kostnaði vegna skólagöngu barna, auk ýmiskonar annaras nauðsynjakostnað, er ljóst að margir eru með laun sem eru langt frá því að duga. Það er því ljóst að margir verða að láta sér nægja þá upphæð sem Hagstofan nefnir, jafnvel enn lægri upphæð, til matarkaupa. Í það minnsta er ljóst að láglaunafólkið notar ekki sömu upphæð og varaþingmaðurinn, sem segist kaupa mat í hverjum mánuði fyrir allt að því sömu upphæð og ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum við hver mánaðarmót.

Vandinn er því ekki hvort tölur Hagstofunnar séu réttar, heldur eru laun einfaldlega allt of lág. Til að geta lifað á forsendum Hagstofunnar þurfa lágmarkslaun að vera a.m.k. 300.000 kr á mánuði, eða um 40% hærri en nú.

Hitt er svo annað mál að ekki bætir úr fyrir láglaunafólki ef matarverð hækkar. Fyrir þann sem þarf að velta hverri krónu fyrir sér, skiptir 2000 kallinn máli. Því er mikilvægt að tryggt sé að mótvægisaðgerðir stjórnvalda skili sér í breytingu virðisaukaskatts. Og ef allt gengur eftir þar, er ljóst að barnafólki mun betur ganga á eftir en áður. Áhyggjur mínar liggja fyrst og fremst hjá öldruðum og öryrkjum. Það eru litlar líkur á að þeim takist að kría út barnabætur.

Þessi umræða er vissulega þörf, en hún þarf að vera á réttum grunni. Fólk má ekki missa sig í dramatík. Umræðan á að snúast um kjarabætur til þeirra sem minnst hafa og til að svo geti orðið verða allir að koma að borði, einskonar þjóðarsátt. Þjóðarsátt um að þeir sem minnst hafa fá ágætar launabætur og síðan fari þær stig lækkandi eftir því sem laun hækka. Þjóðarsátt um að sjálftökufólkið hætti sjálftöku og þeir sem eru í aðstöðu til að krefjast aukinna launa hætti sínum þrýsting. Þjóðarsátt um að verslun og þjónusta hætti áð byggja hér hverja verslunarmiðstöðina af annari, hverja þeirra svo stóra að duga myndi milljón manna borg, með tilheyrandi kostnaði fyrir neytendur. Þjóðarsátt um að bankar og lánastofnanir leggi sitt af mörkum í uppbyggingu landsins, a.m.k. er varla til of mikils mælst að þeir skili til baka því sem til þeirra var kastað úr ríkissjóð við endurreysn þeirra. Þjóðarsátt um að hér muni verða sátt á vinnumarkaði næstu árin.

Þessi aðferð hefur einu sinni verið farin, í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og hún gaf launþegum mestu kjarabætur sem nokkurtímann hafa þekkst hér á landi. Það góðæri fékkst með stöðugleika og aðkomu allra aðila hagkerfisins. Og þetta þetta góðæri stóð yfir allt þar til óprúttnir menn komust yfir fjármál landsmanna og sáði fræi græðginnar á báðar hendur.

Vissulega er slæmt ef aðgerðir stjórnvalda skerða laun lægst launuðu stéttanna um 2.000 krónur á mánuði. Það er þó einungis smámál miðað við það sem síðustu kjarasamningar skertu laun þessa fólks. Ætla má að sá skaði liggi nærri því að vera um 20.000 krónur á mánuði, miðað við forsendur Hagstofunnar og er þá einungis átt við skaðann vegna þess að aðrir hópar hafa samið um mun hærri laun en almenni markaðurinn. Ekki er þarna verið að spá í hversu há launin þurfa að vera svo lifað sé af þeim.

Reynum að vera svolítið raunsæ, reynum að koma umræðunni á rétt plan.

 


mbl.is „Við ölum fólk ekki bara á hafragraut“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband