Var aldrei fartálmi
8.10.2014 | 09:36
Það eru víða birkihríslur á sunnanverðum Vestfjörðum og erfitt að sjá hvað Teigskógur hefur umfram aðra slíka runna. Það er því fjarstæða að þessi skógur hafi verið einhver farartálmi, einungis afsökun fyrir því að vegur færi ekki um svæðið.
Það eru því einhver önnur sjónarmið sem þarna ráða, hugsanlega annarleg en líklega einkahagsmunir einhverra einstaklinga.
Nú verður gaman að sjá hvað gerist, þegar þetta "tromp" er er tekið úr höndum þeirra sem andvígir hafa verið framkvæmdinni. Hvaða rök þeir koma með nú.
Að vísu kom einhver talsmaður andstæðinga þess að vegur yrði lagður þarna í fjölmiðla, fyrir nokkru síðan og hélt því fram að þessi leið væri dýrari en aðrar. Rökin sem hann flutti voru þess eðlis að hann hefði allt eins getað sagt að dýrara væri að leggja nýjann veg en engann.
Það ber að fagna því að Skógræktrfélag Íslands og skógræktarfélög á Vetfjörðum horfi á rök málsins. Það vekur upp von um að umræðan verði kannski á einhverjum vitrænum nótum um þetta mál.
Annars eru hagsmunir Vestfirðinga svo miklir af því að lagður verði láglendisvegur um þetta svæði að auðvelt ætti að vera fyrir stjórnvöld að taka landið eignarnámi. Nú er skógurnn ekki lengur fyrirstaða, einungis einkahagsmunir örfárra einstaklinga.
Vonandi er þetta mál loks að komast á rekspöl, eftir allt of langann tíma.
Birkið ekki talið vera farartálmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhver sagði í mín eyru að þarna væri lögrfæðingur úr Reykjavík sem ætti sumarbústað þarna og væri svona innarlega í kerfinu. Ef það er satt þá er þetta dæmigerð klíkuskapsaðgerð á kostnað okkar allra hinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2014 kl. 09:48
Ekki ætla ég að hætta mér út á þann hála ís að nafngreina menn, Ásthildur, sérstaklega ekki lögfræðinga. Það gæti orðið kostnaðarsamt fyrir allt of létta pyngju mína.
Gunnar Heiðarsson, 8.10.2014 kl. 10:09
Já nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2014 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.