Björn Valur er áhyggjufullur

Björn Valur Gíslason, sem nefndur er varaformaður VG, lýsir áhyggjum sínum á Sjálfstæðisflokki í nýjustu netskrifum sínum.

Björn Valur telur það geta skaðað Sjálfstæðisflokkinn ef formaður hanns taki ekki strax af skarið og víki Hönnu Birnu úr ráðherraembætti. Að vísu telur Björn Valur að formaður Sjálfstæðisflokks hafi haft einhvern hag af hinu svokallaða lekamáli, en nú sé komið að þeim punkti að málið geti farið að skaða formanninn og flokkinn og vissulega veldur það hugarangri hjá Birni Val. Svo miklu að hann telur sig nauðbeygðann að rita um þessar áhyggjur sínar og leiðbeina formanni Sjálfstæðisflokks. 

Telja verður víst að formaður Sjálfstæðisflokk hlusti á áhyggjur Björns Vals, enda hefur Björn Valur sýnt fádæma stjórnvisku í gegnum tíðina.

En gæti hugsast að áhyggjur Bjöns Vals séu kannski af öðrum toga? Gæti hugsast að nú, þegar sér fyrir endann á þessum lekanda, sem haldið hefur sumum fréttamönnum hugföngnum um allt of langann tíma, fari um Björn Val? Gæti hugsast að áhyggjur Björns Vals liggi kannski í því að Hanna Birna hljóti upp reisn æru?

Slæmt verður fyrir vinstrimenn þegar lendanum líkur og þeir ekki geta velt sér lengur upp úr þeirri drullu. Enn verra væri þó ef lekandinn endaði með upp reisn Hönnu Birnu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistill Björns Vals, "Vígvöllurinn" er bráðsnjall, eins og mörg skrif hans.  

Það var bölvað að missa Björn Val af þingi, einn af okkar bestu mönnum, vinnusamur, klár og harður í horn að taka. Íhaldið áttaði sig á þessu og beindi spjótum sínum sérstaklega að honum.

Björn Valur Gíslason væri rétti maðurinn til að leiða hreyfingu jafnaðarmanna gegn klíku og auðræði silfurskeiðunga samfélagsins. Árni Páll Árnason er vanhæfur í það hlutverk, of linur, hallast of mikið til hægri, enginn hugsjónarmaður, enginn jafnaðarmaður. Meira svona "honey boy".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 10:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki deili ég hrifningu þinni á Birni Val, Haukur.

Tel reyndar það mikið happ fyrir Alþingi og nokkra endur reisn þess að hann skyldi ekki ná kosningu í síðustu kosningum, þó fleiri hefðu auðvitað mátt yfirgefa þá stofnun með honum.

Hitt getur rétt verið, að af tvennu illu sé Björn Valur skárri en Árni Páll.  

Gunnar Heiðarsson, 19.9.2014 kl. 12:39

3 identicon

Blessaður Gunnar Heiðarsson og takk fyrir aðgang að þinni heimasíðu.

Fyrir nokkrum árum sat ég fund hér norður á Húsavík, þar sem þingmenn kjördæmisins voru gestir. Kristján L. Möller, Tryggvi Þór Herbertsson, Sigmundur Ernir, Kristján Þór Júlíusson og Björn Valur. Og ég get sagt þér það að Björn Valur bar langt af hinum. Framkoma, málfluttningur og "gott yfirbragð".

En Börn Valur hefur verið endalaust níddur niður af íhaldinu, ekki síst af gömlu Valhallar skörfum, uppfullum af minnimáttarkennd og aulaskap.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 13:16

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hafðu bara þína trú Haukur minn.

Gunnar Heiðarsson, 19.9.2014 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband