Bresku Gróurnar duglegar.
8.9.2014 | 15:11
Ef satt reynist að stjórnendur BBC ætli að láta ráðast af þeim gildum sem réðu á miðöldum, þegar galdrabrennur voru sem vinsælastar, er illa farið fyrir þessari rótgrónu stofnun. Top Gear ER Jeromy Clarkson, án hans getur BBC lagt þennan þátt niður.
Þeir sem horfa á þessa þætti átta sig fljótt á því að ekki er um eiginlegann bílaþátt að ræða, þ.e. þar sem bílar eru kynntir og dæmdir. Heldur er þetta skemmtiþáttur og sem slíkur alveg ágætis efni. Það hlýtur eitthvað að vera varið í sjónvarpsþátt sem hefur mest áhorf allra sjónvarpsþátta um allam heim.
En Gróurnar eru margar og hafa þær verið duglegar að ráðast gegn þessum þætti, þó einkum Jeremy Clarkson. Þær vita sem er að takist þeim að bola honum frá hafa þær unnið fullnaðar sigur. Þátturinn sjálfur mun lognast útaf.
Skemmst er að mynnst írafársins sem varð þegar Clarkson söng vögguvísuna margfrægu, þar sem hið bannaða orð "nigger" kemur fram í textanum. Þessa vögguvísu þekkja allir Bretar sem eru komnir yfir tvítuugt, enda flestir þeirra fengið að heyra hana af vörum mæðra sinna. Upphlaupið sem varð vegna þessarar vísu var ótrúlegt, sérstaklega þegar vísan kom einungis fram í upptökum á þættinum, var aldrei sett í útsendingu. Og kannski það sem mest stuðaði var að strax að lokinni útsendingu þess þáttar, þar sem vísuna var hvergi að finna, fóru Gróurnar af stað. Það var eins og þær vissu af því að Clarkson hefði farið með vísuna á upptökustað, biðu eftir útsendingunni, en gleymdu að horfa á þáttinn. Þannig vinna Gróurnar, hvar í heimi sem þær eru, allt frá tímum galdrabrennanna til mannorðsmorðingja dagsins í dag. Árásir þeirra á Clarkson og Top Gear hafa staðið linnulausar um nokkurra ára skeið og þeim mun ekki linna.
Það er því sorgleg staðreynd ef stjórnendur BBC láta stjórnast af Gróum sem heimta galdrabrennu!
Top Gear er ekki fræðsluþáttur um bíla, Top Gear er skemmtiþáttur, vinsælasti skemmtiþáttur sem nokkurntímann hefur verið framleiddur, með yfir 350 milljón áhorfendur í hverri viku.
Top Gear er Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson á útleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.