Bankarnir eru duglegir

 

Höskuldur Ólafsson, forstjóri Aríonbanka og Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankanns, lýsa í frétt á ruv.is þeirri tækniþróun sem orðið hefur í afgreiðslumálum bankanna. Nú geti viðskiptavinir bankanna stundað flest sín viðskipti gegnum netið og í hraðbönkum. Því sé heimsókn til gjaldkera nánast óþörf.

Af þessum ástæðum sé fyrirhugað að fara að taka sérstakt gjald af þeim sem stunda það að trufla gjaldkera.

Þegar maður hélt að bankarnir væru búnir að finna síðustu holuna í vasa viðskiptavina sinna, síðasta póstinn sem hægt er að rukka fyrir, þá koma þeir fram með enn eina hugmyndina að snapi. Mikið eru hugmyndasmiðir þessara fyrirtækja duglegir. Það virðist agerlega takmarkalaust hversu langt bankarnir geta gengið á sína viðskiptavini!

Þegar tækniþróun veldur því að störf léttast og færri þurfi þeirra við, hefði maður haldið að það gæfi viðkomandi fyrirtæki svigrúm til lækkunnar á þjónustgjöldum. Svo má velta fyrir sér hvort mikil nauðsyn sé fyrir þau einu fyrirtæki sem hafa sýnt hagnað upp á tugi milljarða króna á hverju hálfsársuppgjöri, allt frá því þau voru reystir á rústum hrunaflanna, að sækja að sínum viðskiptavinum. Hvort ekki sé nóg að gert af þeirra hálfu í nauðgun á landsmönnum!!

En bankarnir þurfa ekkert að óttast, í sínu umhverfi samtryggingar. Einn er látinn útvarpa ruglinu og samstundis taka allir það upp og viðskiptavinirnir geta ekkert að gert. Það er ekki eins og hægt sé að færa viðskiptin annað.

Það er ekki langt í að bankarnir fari að rukka gjald af þeim sem slysast til að gjóa augunum í átt að þeim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Núna hlýtur það að liggja klárt fyrir að bankarnir geta fækkað gjaldkerum.  Þeir sem aðallega greiða reikningana hjá gjaldkera er aðallega gamalt fólk, sem ekki hefur treyst sér til þess að fylgja tækninni eftir eða hefur ekki efni á því.  Það er algjör svívirða að slá þessum hugmyndum fram .

Jóhann Elíasson, 1.9.2014 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband