Kærkomin og löngu tímabær leiðrétting
28.7.2014 | 22:43
Þorsteinn Víglundsson kom með réttann vinkil á þetta mál í fréttum í kvöld. Hann sagði þetta vera leiðréttingu þeirrar launaskerðingar sem stjórnendur og millistjórnendur urðu fyrir í kjölfar hrunsins.
Það er gott þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins finnst vera tímabært að sú leiðrétting fari fram. Þá mun væntanlega verða auðvelt fyrir almenna launþega að ná fram sömu leiðréttingu í komandi kjarasamningum. Það fólk þurfti einnig að taka á sig miklar skerðingar eftir hrun, sumt hvert án þess þó að hafa nokkurt borð fyrir báru.
Reyndar má fullyrða að skerðingar hjá stjórnendum og millistjórnendum hafi verið tálsýn, meðan skerðingar hjá hinum almenna launþega var raunveruleg. Til grundvallar sínum samaburði notar framkvæmdastjóri SA meðaltalslaunabreytingar hvers hóps, en eins og flestir vita varð nokkurt hrun í stofni stjórnenda eftir bankahrunið, þar sem þeir sem voru með allra hæðstu launin ýmist flúðu land eða fóru á hausinn. Eftir sátu stjórnendur með lægri laun. Ef þessi hópur ofurlaunamanna er tekinn út úr launajöfnu stjórnenda og millistjórnenda er ljóst að skerðing þeira við bankahrunið var mun minna en tölur SA gefa til kynna, jafnvel engar.
En vissulega má fagna ummælum Þorsteins um að nú sé tími leiðréttinga og ættu þau að létta verulega samningagerð á komandi vetri, þ.e. ef Gylfa galgopa tekst ekki að klúðra því tækifæri líka.
Launaskrið stjórnenda áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæfileikar Gylfa galgopa nýtast ekki í samningagerð um laun og kjör alþýðu launamanna.
Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2014 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.