Gæðastýring / gæðavottun, ritstjórinn og félagsfræðiprófessorinn
5.7.2014 | 22:27
Í blaði Jóns Ásgeir er grein eftir ritstjóra þess blaðs um gæðavottun lambakjöts. Nokkru eftir að þessi grein byrtist skrifar prófessor í félagsfræði um sama mál í Pessuna, reyndar er hann þar að taka undir grein ritstjórans.
Þessir tveir menn, ritstjórinn og prófesorinninn í félagsfræði virðast þó lítið vit hafa á því sem þeir skrifa um, annar telur að verið sé að gefa í skyn með gæðavottun að um einhveskonar vistvæna framleiðslu sé að ræða, meðan hinn telur að verið sé að blekkja neytendur.
Staðreyndin er, eins og þeir vita sem að gæamálum hafa starfað, að gæðastaðlar og gæðavottun eru sjaldnast tengt gæðum framleiðslu, a.m.k. beint. Gæðavottun felur í sér að framleiðslan fer fram eftir fyrirfram ákveðnu verklagi og að rekjanleiki framleiðslunnar til hvers framleiðslustigs sé fyrir hendi. Auðvitað má segja að ef vara er framleidd með þessum hætti leiði það til betri vöru, með tíð og tíma, en það er þó ekki sjálfgefið. Fyrirtæki gæti allt eins framleitt afleita vöru en staðist gæðastaðal þann sem það vinnur eftir. Þá yrði það í sjálfu sér brot á staðlinum ef það fyrirtæki breytti sínum vinnubrögðum svo varan yrði betri, þ.e. ef gæðastaðlinum yrði ekki breytt um leið.
Gæðastaðall í sauðfjárframleiðslu er alls ekki í neinum tengslum við lífræna ræktun, enda þar allt annað og flóknara mál um að ræða. Það er heldur engin trygging fyrir því að bændur sem standast gæðastaðalinn séu að framleiða betra kjöt en hinir sem staðlinum ekki ná, enda gæði kjötsins ekki byggð á staðli heldur skoðun dýralæknis og kjötmatsmanns við slátrun. Hitt er ljóst að þeir bændur sem standast gæðastaðalinn eru með sitt fjárbókhald og dagbók í góðu lagi og að þeir passa uppá að snyrtimennska umhverfis þeirra bú sé til fyrirmyndar.
Því er ekki verið að gefa í skyn að um lífræna vottun sé að ræða með gæðavottun og alls ekki verið að blekkja neytendur. Hitt er annað mál að sumir neytendur eru ekki betur að sér en ritstjórinn og félagsfræðiprófessorinn og er það miður. Kannski þarf að uppfræða þjóðina betur, a.m.k. er ljóst að þeim tveim veitti ekki af smá uppfræðslu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.