Á hálum ís
29.6.2014 | 09:32
Formaður SFR hættir sér út á hálann ís í sinni yfirlýsingu. Starfssvæði SFR nær yfir allt landið, ekki bara stór-Reykjavíkur svæðið og hætt við að þeim félugum innan SFR sem út á landsbyggðinni búa þyki þetta kaldar kveðjur. Sérstaklega þeir sem hafa horft á eftir sínum störfum, ýmist lögð niður eða til höfuðborgarsvæðisins, á síðasta kjörtímabili.
Hitt má rétt vera hjá formanninum, að auðveldar er að fjölga ríkisstarfsmönnum út á landsbyggðinni með upptöku nýrra starfa. Vandinn er bara sá að auk þess sem stefna núverandi stjórnvald er að efla starfsemi ríkisins á landsbyggðinni, er einnig stefna stjórnarinnar að fækka stöðugildum í ríkisrekstri. Því gengur sú röksemdarfærsla formannsins ekki upp.
Auðvitað er alltaf erfitt að færa stofnanir milli staða, en fráleit að halda því fram að það sé útilokað. Sá langi undirbúningstími sem stofnunin og starfsmenn henna fá, er fátíður hér á landi, eða u.þ.b. ár. Ekki hefur verið farið þeim silkihönskum um þá sem misst hafa sín störf hjá ríkinu síðustu ár og bjuggu út á landi. Þar þekkjast dæmi þess að störfin væru lögð niður fyrirvaralaust og fólk þurft að sitja sinn uppsagnarfrest heima.
Það er nokkuð ólíku saman að jafna að fækka stöðugildum á höfuðborgarsvæðinu um 70, eða fækka störfum í fámennum sveitarfélögum, þar sem hvert stöðugildi sem tapast getur sett viðkomandi sveitarfélag á hliðina. Þá er enn fjær jöfnun að bera saman þá stöðu sem fólk lendir í við að missa sína vinnu eða þurfa að fylgja henni burtu, hvort menn búa á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu.
Allt tal um hreppaflutninga í sambandi við þá ætlun að flytja starfsemi Fiskistofu frá Hafnafirði til Akureyrar, er bábilja sem ekki stenst. Fyrir það fyrsta hefur fólk val, val um að taka sig upp flytja til Akureyrar, með sinni vinnu. Þá getur það sellt sína fasteign á hámarks verði. Það hefur einnig val um að hætta störfum hjá Fiskistofu og búa áfram í sinni fasteign á höfuðborgarsvæðinu. Hvergi á landinu eru atvinnumöguleikar betri í einmitt á höfuðborgarsvæðinu, bæði hvað varða fjölda starfa og fjölbreytni. Því ætti ekki að vefjast fyrir því fólki að fá vinnu, ef það á annað borð vill vinna.
Hvort það er rétt mat hjá formanni SFR að flestir starfsmenn á aðalskrifstofu Fiskistofi í Hafnarfirði velji þann kost að fylgja ekki stofnunni til Akureyrar, mun auðvitað ekki koma í ljós fyrr en síðar. Enn er um ár til flutninganna og þó menn nú, í hita leiksins, segjast ekki ætla að fara, getur það breyst þegar nær líður.
En jafnvel þó svo færi að þessir starfsmenn kjósi að finna sér aðra vinnu, þarf það ekki að vera svo slæmt. Þó gamlir kústar geti verið góðir, sópa nýjir stundum betur. Þetta gæti einnig verið tækifæri til endurskipulagningar skrifstofunnar, með færra fólki. Það setur svolítið spurningarmerki í kollinn á manni að sjá að meðan aðalskrifstofan er mönnuð 70 manns, eru einungis starfandi 17 manns samanlagt í öllum fimm starfstöðvum stofnunarinnar út um landið.
Það er ekkert endanlegt í þessum heimi, ekki einu sinni starf hjá Ríkinu, né staðsetning ríkisstofnanna.
Segir aðferðarfræðina kolranga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og mál að linni að hrúga öllu saman i Reykjavik , það er ekki leiðin ! Guði se lof ef breytinga er að vænta ,kominnn timi til ...og allar hrakspár um að breytingingar seu af hinu illa ,hvað ma þá Landsbyggðafólk segja sem lifbrauðið hefur svo gott sem verið tekið frá á einum degi "siðustu ár " ?? Nei það er nátturlega allt annað ef það snyr að henni Reykjavik fyrir "sunnan "Gef ekki mikið fyrir orðræður þeirra sem ekki vita að Island nær út fyrir Stór Reykjavikur svæðið :(
Ragnhild H. (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 09:53
Reykjavík (eða höfuðborgarsvæðið) er miðstöð stjórnsýslu á Íslandi. Að dreifa stjórnsýslunni um landið gerir hana óskilvirkari og dýrari.
Starfsemi ríkisstofnana skarast og til að tryggja gott samstarf á milli þeirra er nálægðin mikilvæg svo að menn geti hist augliti til auglits án of mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar.
Ef á annað borð kemur til greina að flytja ríkisstofnanir út á land verða það að vera stofnanir þar sem ekki er mikið um sérhæfð störf sem byggja á löngu námi og/eða mikilli reynslu.
Menn verða að hafa í huga að líklegast munu fæstir ef nokkrir starfsmannanna taka í mál að flytja út á land af óteljandi ástæðum. Sérhæfingin veldur því að þeir fá fæstir aftur vinnu við hæfi auk þess sem erfitt verður að ráða hæft fólk til starfa á nýjum stað.
Að sjálfsögðu mun kostnaðurinn verða miklu meiri en 100-200 milljónir. Aðeins biðlaun og aðrar greiðslur til starfsmanna eru eflaust hærri upphæð. Menn rifta ekki leigusamning til 2026 nema með ærnum kostnaði ef menn sitja ekki uppi með húsnæðið ónotað allan þennan tíma.
Að innrétta nýtt húsnæði kostar skildinginn. Einnig sérhæfing nýs starfsfólks. Beinn kostnaður vegna þessa flutninga verður varla undir 500 milljónum og gæti orðið miklu meiri.
Ástandið á Akureyri er harla gott og því öfugt við ýmsa aðra staði engin ástæða til slíkrar vafasamrar fyrirgreiðslu þar. Þegar við bætist að um er að ræða kjördæmi forsætisráðherra þá verður að segjast eins og er að hér virðist enn einu sinn alræmd spilling hafa ráðið för.
Einn galli við að flytja Fiskistofu út á land er meiri nálægð við útgerðina. Slík nálægð eftirlitsstofnana við þá sem eftirlit skal haft með er reyndar alltaf vandamál í fámennu landi eins og Íslandi.
Það er því afar óheppilegt að flytja eftirlitið á miklu fámennari stað ekki síst í ljósi þess að þar eru einir harðdrægustu útgerðarmenn landsins sem láta sér ekki nægja að hafa ríkisstjórnina á sínu bandi heldur neita að taka mark á hæstaréttardómum sér í óhag og kæra dómara til lögreglu.
Það er svo annað mál að háttalag útgerðarmanna er slíkt að nauðsynlegt virðist vera að segja þeim upp og ráða nýja menn til að sinna þessari auðlind okkar. Það er enginn skortur á mönnum til að taka við á eðlilegum grunni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 12:26
Ekki aðeins er aðferðin við þetta ráðherragerræði röng, hún er heimildalaus. Það eru engar heimildir í lögum fyrir þessum flutningi og hann því ólöglegur skv. Hæstaréttardómi frá 1998. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV 29/6.
Nonni (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 12:39
Við skulum bíða með að fella sleggjudóma um lögfræði þessa máls Nonni, en rétt er að benda á að Fiskistofa er þegar rekin um allt land og einungis verið að flytja höfuðstöðvar hennar. Þetta er ekki á neinn hátt sambærilegt við flutning Landmælinga til Akraness á sínum tíma. Ef hins vegar reynist rétt að ráðherra þurfi lagaheimild til þessa flutnings, mun hann væntanlega sækjast eftir slíkri heimild frá Alþingi.
Það er margt rétt sem þú bendir á Ásmundur, en annað ekki. Varðandi nauðsyn þess að hafa stjórnsýsluna alla í Reykjavík, þá sé ég ekki slík rök, þvert á móti. Um það að Akureyri sé ekki heppilegur staður fyrir fiskistofu vegna mikillar útgerðar þar, þá er stæðsta útgerðafyrirtæki landsins í Reykjavík, HB Grandi. Hins vegar er eina menntastofnun landsins sem sérhæfir sig í menntun á sviði sjávarútvegs stödd á Akureyri.
Um kostnaðinn má endalaust deila, en víst er að þessi flutningur verður ekki ókeypis. Ráðherra talar um 200 milljónir og verður maður að gera ráð fyrir að hann hafi einhverjar forsendur fyrir þeirri upphæð. Varðandi biðlaun þá er ljóst að flutningum á að vera lokið fyrir árslok 2015, svo nægur tími er til stefnu til að koma í veg fyrir að þau verði mikil. Vel getur verið að kostnaður verði meiri en ráðherra telur og mun því fé vera vel varið. Það er margt annað sem ausið hefur verið fjármunum í án þess að þeir hafi skilað einum aur til baka. Má t.d. nefna þann austur sem fyrrverandi fjármálaráðherra stundaði til sparisjóðakerfisins.
Auðvitað geta menn séð skrattann í þessu sem öðru og víst er að sumir vilja meina að þarna séu um eitthvað kjördæmapot að ræða. Það má ekkert gera fyrir landsbyggðina án þess að þeim stimmpli sé slegið í borðið. Það er auðvitað ekki kjördæmapot þegar störf eru færð frá landsbyggðinni til höfuðborgasvæðisins, eins og síðasta ríkisstjórn var svo dugleg við!
Þá var ekki talað um hreppaflutninga eða kostnað, þá var ekki talað um kjördæmapot.
Gunnar Heiðarsson, 29.6.2014 kl. 14:27
Það var ekki síðasta ríkisstjórn sem var svo dugleg við að færa störf frá landsbyggðinni til höfuðborgasvæðisins. Það voru stofnanirnar sjálfar sem sáu að með lækkun fjárframlaga þyrfti að færa störfin þangað sem þau skiluðu mestu með minnstum tilkostnaði. Rekstur á landsbyggðinni sem þjónusta á allt landið og vinnur mest með stofnunum á höfuðborgarsvæðinu kostar meira og skilar verri þjónustu.
Það sem síðasta ríkisstjórn, og sú sem nú starfar, hafa verið duglegar við er að leggja niður störf á landsbyggðinni. Þar var oftast um að ræða þjónustu sem illmögulegt var að manna og flestir sóttu þegar til Reykjavíkur. Nær hefði verið að styrkja þær starfsstöðvar, sem flestar þjónustuðu almenningi, frekar en að senda landsbyggðinni stofnanir sem þjónusta aðrar stofnanir og fyrirtæki í fjarlægum byggðum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.