Vanvirðing við lýðræðið
20.6.2014 | 22:26
Til hvers eru kosningar? Er þeim ekki ætlað að sýna vilja þeirra sem hafa kosningaréttinn? Hafa þeir sem síðan ná meirihluta í slíkri kosningu vald til að hundsa hina sem ekki náðu meirihluta og hampa þeim sem kjósendur höfnuðu?
Það er eitt að hundsa vilja kjósenda með því að útiloka þá sem ekki náðu meirihluta, frá störfum í nefndum og ráðum, svona líkt og meirihluti borgastjórnar Reykjavíkur gerir. En þegar við bætist að kosinn meirihluti tekur með sér til valda í stjórnkerfinu fólk frá flokki sem engum manni náði inn, vegna þess að kjósendum höfnuðu því framboð, er vanvirðingin við lýðræðið orðin alger.
Ísfirðingar sija uppi með þennan meirihluta næstu fjögur árin, en miðað við hvernig hann byrjar sitt starf og miðað við hveru freklega hann vanvirðir kjósendur, hljóta íbúar þessa sveitafélags að svara með viðeigandi hætti í næstu kosningum.
Lýðræðið er okkur Íslendingum mikilvægara en svo að með það sé farið af slíkri vanvirðu sem Í-listinn á Ísafirði gerir. Niðurstöður kosninga ber að virða og ef kjósendur hafna einhverju framboði verða þeir sem ná kjöri að virða þann vilja kjósenda. Annað er ekki í boði í lýðræðisríki!!
Framsókn fær enga nefndarmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við höfum ekkert að gera við fólk í stjórnmálum sem gerir út á lágkúru um mismunun ! Framsóknarflokkurinn verður gerður burtrækur úr stjórnmálum !
JR (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 23:22
Meirihlutinn var kosinn til að stjórna bænum og raða í nefndir og ráð bæjarins. Það var lýðræðisleg niðurstaða kosninganna. Það var ekki verið að kjósa um hverjir ættu að sitja í nefndum, kosnir voru fulltrúar til að raða í þær nefndir. Niðurröðunin er á ábyrgð meirihlutans en ekki kjósenda. Og það er meirihlutans að raða eins og hann telur bænum fyrir bestu.
Niðurstöður kosninga ber að virða og það vald sem kjósendur gefa framboði verður ekki af þeim tekið af svekktum bloggara sem ekki skilur hvað lýðræði er.
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 23:30
Maður uppsker sem maður sáir ...
Jón Páll Garðarsson, 21.6.2014 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.