Það er komið nóg Gylfi, meir en nóg !

Eftirspurnin eftir Gylfa er fráleitt til staðar, af honum hefur verið offramboð frá því hann tók sér völd yfir ASÍ.

Lýðræðisskorturinn innan ASÍ er algjör og kristallast hann kannski best í kosningu forseta sambandsins. Þar hefur hinn almenni launamaður lítil áhrif. Kosið er um forseta ASÍ á þingi sambandsins. Það þing sitja fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem sambandið myndar, auk miðstjórnar ASÍ. Ekki ætla ég að tilgreina nánar hvernig valið er í miðstjórn, en bendi á að þar virðist forseti ASÍ hafa síðasta orðið. Ekki er langt síðan ákveðið stéttarfélag út á landi valdi sér fulltrúa í miðstjórn, en sá maður var ekki forseta að skapi og var þessu stéttarfélagi gert að tilnefna annan einstakling í stöðuna.

Um val fulltrúa stéttarfélaga innan ASÍ á þing þess er aftur aðra sögu að segja. Einstaka félag fer þá leið að efna til einhverskonar skoðanakönnunar um hverjir skuli sækja þetta þing af hálfu þess. Flest nota þó þá aðferð að fámennur hópur velur þessa fulltrúa. Það er því ljóst að hinn almenni launþegi, sem þiggur laun samkvæmt kjarasamningum ASÍ hefur lítið sem ekkert um það að segja hver fer með það vald að ákveða kjör hans og kaup.

Foresti ASÍ hefur alsherjarvald innan miðstjórnar og nægt vald innan sumra þeirra stéttarfélaga sem mynda ASÍ, til að sitja svo lengi sem hann sjálfur vill. Eftirspurn og framboð kemur því máli lítt við.

Hins vegar er öllum stéttarfélögum heimilt að láta kjósa innan síns félags um hverjir skuli sitja þing ASÍ að þess hálfu. Það væri eina von launþega til að fella Gylfa af stalli. Þó það sé nokkuð langsótt og varla hægt að tala um mikla lýðræðisbót af þeirri leið, væri það í áttina. Kannski væri þá einnig hægt að koma nógu mörgum lýðræðissinnum inn á þing ASÍ að þar fengist breyting á lögum sambandsins í lýðræðisátt. Að kosning til stjórnar yrði færð frá sjálfskipaða fulltrúaveldinu yfir til hins almenna launþega. Það er ekkert lýðræði nema það sé byggt upp af grunni og þarna hafa sréttarfélög landsins kjörið tækifæri til slíkrar uppbyggingar og endurskipulagningar ASÍ.

Þó Gylfa þyki gaman að vera forseti ASÍ, eru þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á fíflaskap hans ekki eins ánægðir með hann sem forseta. Allir þeir kjarasamningar sem hann hefur staðið að hafa skert kjör þeirra sem þyggja laun samkvæmt kjarasamningum ASÍ, í samanburði við aðra launþega. Þó má segja að sú "tilraun" sem hann gaf launþegum ASÍ í jólagjöf um síðustu jól, sé sennilega hámark ruglsins hjá honum. Þar fór hann í vegferð um að koma á verðstöðvun og stöðugleika, sem vissulega er göfugt markmið. Hann gleymdi bara að hann er ekki einráður á þessum markaði og enginn þeirra sem á eftir kom hefur viljað fara þessa leið. Því sitja nú þeir hópar sem að ASÍ standa og innan þeirra eru þeir sem allra lægstu launin fá í þessu landi, með 2,8% launahækkun, þegar hinir sem á eftir koma hafa samið um mun hærri hækkanir og er þar algengt að sjá tveggja stafa tölur. Mótaðili Gylfa, atvinnurekendur hefa einnig verið duglegir við að skammta sjálfum sér hækkanir og ekki að sjá að þeirra vilji til stöðugleika sé mikill. Þessi vegferð sem Gylfi fór þarna var gjörsamlega mislukkuð frá upphafi. Að fara með líf nærri 100.000 manns í slíka tilraunastarfsemi hæfir ekki forseta ASÍ.

Að lokum er rétt að benda á þátt Gylfa í stjórnmálum. Þó hann hafi sagt sig úr Samfylkingu í augnabliksreiði við þáverandi formann, þegar hún gengdi embætti forsætisráðherra og brautt enn einu sinni á rétti launþega, var Gylfi eitt sinn í framboði fyrir þann flokk. Málflutningur hans allur miðar að því að koma pólitískum áherslum þess flokks á framfæri og vílar hann ekkert fyrir sér að nýta ASÍ í því sambandi. Uppsögn hans úr flokknum hefur engu breytt þar um.

Eitt mál hefur þó staðið uppúr í þessu pólitíska vafstri Gylfa, en það er innganga Íslands í ESB. Fyrir það fyrsta hafa almennir launamenn sem eiga aðild að ASÍ aldrei verið spurðir um hvort sambandið eigi að beyta sér fyrir slíkri vinnu. Á þingi sambandsins árið 2000 var samþykkt að fela stjórn að skoða kosti og galla við aðild. Miðstjórn ákvað síðar að launþegum væri betur borgið innan ESB og út frá þeirri samþykkt vinnur Gylfi. Eins og áður segir hefur Gylfi öll völd innan miðstjórnar, svo slík samþykkt var einungis formsatriði. Því er Gylfi að nýta sér starfskrafta og peninga ASÍ til pólitískra verka fyrir sinn stjórnmálaflokk. Slíkt er með öllu óviðunnandi í hreyfingu sem fólk hefur skilduaðild, Pólitík má einungis stunda í þeim félögum og hreyfingum sem hafa frjálsa aðild, að fólk geti sagt sig úr viðkomandi hóp líki því ekki sá málflutningur sem þar er viðhafður, nú eða gengið til liðs við hann ef því líkar málflutningurinn. Miðað við þær áherslur sem Gylfi hefur viðhaft af hálfu ASÍ á póltíska sviðinu, mætti ætla að félagafjöldinn sem að sambandinu stendur næði ekki nema um 10% þess sem hann er nú, ef aðild að ASÍ væri frjáls.

Ég vona innilega að stéttarfélögin sem mynda ASÍ taki upp lýðræðislegra fyrirkomulag við val á fulltrúum á þing sambandsins. Það væri fyrsta skrefið að lýðræðisumbótum á ASÍ og hugsanlega gæti þá myndast nægur meirihluti til að fella Gylfa af þeim stalli sem hann aldrei átti erindi uppá!!

Það er brýnt að rétta af þann lýðræðishalla sem er á ASÍ og hefur stór aukist síðustu sex ár!!

 


mbl.is Gylfi gefur kost á sér til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

valdahrokinn lekur af manninum, en menn skulu minnast thess ad 500 milljardar af lifeyrissjodum launamanna glatadist, sambandid var notad til ad hvetja landsmenn til ad greida Icesave skuldina, ESB malid hefur aldrei fengid edlilegt umbod fra felagsmonnum i stettarfelogunum. Samt heldur thetta endalaust afram, er ekki farid ad koma nog af thessu. Verkamennirnir hljota ad hafa sidasta ordid um sina sjodi og hverjir fai ad tala sinu mali, eg skal eta hattinn minn og frakkann minn ef verkamennirnir kjosa thetta aftur yfir sig i vetur.

óli (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband