Kjarkleysið algjört

Við hvað er þetta fólk hrætt? Getur verið að Benni og félagar átti sig á að eftirspurnin er kannski ekki svo mikil eftir nýjum ESB flokki? Er þetta fólk kannski hrætt við algera niðurlægingu? Í það minnsta virðist vefjast fyrir því að stofna þennan nýja flokk sinn, þó nafn og stefna liggi fyrir.

Sá fámenni hópur sem að þessari hugmynd um nýtt framboð stendur, kemur að mestu úr Sjálfstæðisflokki. Þar hefur þessi hópur notað hótanir til að koma sínu hugðarefni að, ESB aðild Íslands.

Eins og gefur að skilja þá er flestum kjósendum Sjálfstæðisflokks mjög umhugað um sjálfstæði Íslands. Þeir kjósendur eru ekki sáttir við að flokkur sinn dufli við fórn sjálfstæðis til yfirvalds í Brussel. Frá því þessi fámenni en freki hópur sem aðhyllist fórn sjálfstæðisins fór að láta að sér kveða á landsfundum flokksins, hefur fylgið dofnað.

Sú stefna að Sjálfstæðisflokkur sé fyrir alla og allir eigi að geta komið þar sínum sjónarmiðum að, hefur verið sterk meðal flokksmanna, enda þetta ein af grunnstefum flokksins. Í þessum anda hefur verið gengið allt of langt til móts við þennan litla en fámenna hóp sem aðhyllist aðild að ESB. En sá háværi hópur hefur ekki tekið við sáttahönd, heldur heimtar full ráð, heimtar að allir fylgi þeim að málum. Það var svo loks á síðasta landsfundi sem sjálfstæðissinar fengu nóg af frekjunni. Þá var gerð sátt um samþykkt vegna aðildarumsóknarinnar. Þegar sú sátt kom til afgreiðslu sást að fámenni hópurinn ætlaði sér ekki að samþykkja hana. Þá var gripið inní og breytingatillaga sett fram, tillaga sem tók af allann vafa um hvar flokkurinn ætti að standa í þessu máli. Skemmst er frá að segja að sú tillaga var samþykkt með miklum meirihluta og fámenna klíkan sett út í horn. Hún hafði gengið skrefi of langt í frekjunni.

Í svo fjölmennum flokki sem Sjálfstæðisflokk eiga allir að geta komið með sín sjónarmið, en það er ekki þar með sagt að þau nái fram. Það er alltaf meirihluti sem ræður. Sá sem ekki sættir sig við það leitar á önnur mið.

Hver sá skaði er sem þessi fámenni hópur ESB sinna hefur valdið Sjálfstæðisflokki, er erfitt að segja til um. Fylgishrunið sem flokkurinn hefur orðið fyrir vegna þessa kemur fyrst í ljós þegar Benni og félagar öðlast kjark til að klára stofnun "Viðreisnar". Þeir tilburðir sem þessi hópur viðhefur nú virka ekki lengur sem hræðsluáróður innan flokksins, jafnvel þó Bjarni frændi skjálfi kannski eitthvað. Næsti landsfundur mun taka enn fastar á þessum hóp en síðast, verði hann enn innanborð í flokknum.

Því verða Benni og félagar að stíga skrefið til fulls og taka afleiðingunum og niðurlægingunni!

  


mbl.is Viðreisn undirbýr framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það stefnir þá í að "eins máls flokkarnir" verði TVEIR í Íslenskri pólitík.  LANDRÁÐAFYLKINGIN og Björt Framtíð fá samkeppni um Evrópufylgið.

Jóhann Elíasson, 13.6.2014 kl. 07:16

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Gunnar og góðir punktar hjá þér, kjarkleysið hjá þessum hópi sem þykjist vera svo stór en telur svo ekki nema einhver hundruði manna er algjört og fyrir mér sem Sjálfstæðismanneskja þá vil ég að þessar manneskjur hætti að míga utan í flokkinn minn og sjái sóma sinn í því að segja sig úr honum, þó það væri ekki nema vegna þess að stefna þeirra á alls ekki heima innan stefnu flokksins...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.6.2014 kl. 08:29

3 identicon

Vel mælt!

Ásgeir (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband