Ógn við stöðugleikann

Á síðustu dögum þingsins, nú í vor, héldu þingmenn stjórnarandstöðunnar margar og þrungnar ræður um hversu mikil hætta gæti stafað af því að húsnæðislán fjölskyldna yrðu leiðrétt. Þetta átti að kollvarpa stöðugleikanum og setja hér allt á annan endann. Þó var aðeins verið að samþykkja að höfuðstóll lána yrði leiðréttur, einskonar bókhaldsaðgerð þar sem eignir bankanna munu minnka örlítið en eignir fjölskyldna aukast. Það fjármagn sem fer í umferð vegna þessara aðgerða er hvervandi og því lítil hætta á að það hafi nokkur áhrif á hagkerfið.

Þessir sömu flokkar og skipa minnihluta á Alþingi skipa meirihluta í borgarstjórn og hafa nú gert með sér samkomulag um stjórn borgarinnar næstu fjögur ár. Stæðsta verkefnið sem þessi nýja borgarstjórn lofar borgarbúum er bygging allt að 3000 leiguíbúða á næstu þrem til fimm árum.

Kostnaður við byggingu þessara 3000 íbúða getur hæglega farið vel yfir 100 milljarða, eða nokkru hærra en ætlað er til leiðréttingar lána heimila landsins. Þarna er ekki verið að tala um einhverja bókhaldsleiðréttingu heldur munu þessir fjármunir flæða óheftir út í hagkerfið, í boði hinnar nýju borgarstjórnar. Hvaðan peningarnir eiga að koma vita borgarfulltrúar ekki, en segja þó að þeir verði ekki sóttir í borgarsjóð. Það þýðir væntanlega að þeir sem taka íbúðirnar á leigu muni borga. Það er ekki víst að þeir sem eru heimilislausir ráði við það, svo vandinn verður vart leystur með þessu galdraverki Dags og félaga.

Það er nokkuð merkilegt að flokkar sem standa gegn því að leiðrétta með bókhaldsaðgerð lán hjá 70-100 þúsund fjölskyldum, skuli ætla að verja meira fé, en reiknast til þessara leiðréttinga, til byggingu íbúða fyrir 3000 fjölskyldur. Að þeir sem telja að bókhaldsaðgerð sem nánast engu fé skilar út á markaðinn sé ógn við stöðugleikann, en ætla sjálfir að setja yfir 100 milljarða beint og óheft inn í hagkerfið. Er þetta fólk með öllum mjalla?!

Ef við sleppum nú pælingum um ógnina sem af þessu stafar og horfum á hina hliðina, jafnaðarsjónarmiðið, mætti halda að hin nýja borgarstjórn væri mönnuð hörðustu kapítalistum.

Það er einungis ein leið sjáanleg hvernig Dagur og félagar hafa hugsað sér að standa við þetta gefna loforð sitt. Það er að nota næstu fjögur ár til undirbúnings og ætla að byggja á því fimmta. Vona svo bara að þeir verði ekki aftur í meirihluta eftir næstu kosningar. Kannski að tímaramminn hjá þeim hafi einmitt miðað að því! 


mbl.is Munu ekki hækka álögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband