Kjósendum kennt um tapið !
1.6.2014 | 17:25
Hver "sérfræðingurinn" af öðrum er nú dreginn fram til að tjá sig um kosningarnar um helgina. Meirihlutinn féll í Reykjavík og virðist það fara nokkuð í taugarnar á hinum ýmsu fréttamiðlum.
Og "sérfræðingarnir" hafa skýringu á þessu "óhappi" SF og BF. Kjörsókn var dræm og það bitnar á vinstriflokkunum, að mati þessara "sérfræðinga". Sökin liggur hjá kjósendum!
Það væri gaman að fá útskýrinu þessa fólks á því hvers vegna að í því sveitarfélagi þar sem kjörsókn var best á landinu, langtum meiri en í Reykjavík, fékk Sjálfstæðisflokkur hreinann meirihluta. Samkvæmt "fræðum sérfræðinganna" hefðu SF og BF átt að græða mest á þeirri kjörsókn.
Er ekki einfaldasta skýringin á tapi meirihlutans í Reykjavík að fylgið við þá flokka er einfaldlega ekki meira? Það er útilokað að kenna kjósendum um þó illa fari, sökin liggur alltaf hjá sjálfum frambjóðendum.
Annars er gleðilegt að þessar kosningar skuli loks afstaðnar. Moðið og eymdarskapurinn í kosningabaráttunni var með þeim ósköpum að það var mann lifandi að drepa. Loks undir lokin kom smá fútt í umræðuna, en það var of seint. Árni Páll vill meina að "sakleysið" hafi glatast í þessum kosningum. Hvenær hefur pólitík verið saklaus? Pólitík er í eðli sínu refskák og þar sem skoðanir og verk skilja á milli. Sakleysi er útilokað á þessum vettvangi, nema allir séu sammála. En þá þarf heldur ekki að efna til kosninga.
Sérfræðingar og fjölmiðlar, í guðanna bænum farið nú ekki að kenna kjósendum um töp og sigra framboðanna. Skoðið málflutninginn og verk stjórnmálamannana, þannig getið þið fundið ástæður úrslitanna.
Sökin getur aldrei verið kjósenda!!
Mikill er máttur kjörsóknarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög merkilegt að fylgjast með þessu. Þau krefjast atkvæða mörg hver.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 17:13
já,Sökin getur aldrei verið kjósenda!!
high replica bags (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.