Hin íslenska hagfræði
13.5.2014 | 19:14
Það þarf auðvitað að borga mönnum vel fyrir að setja fyrirtækið í þrot, annað er óeðlilegt hér á Íslandi. Því verri sem reksturinn er, því hærri laun til stjórnenda. Eða er það kannski öfugt?! Íslensk hagfræði er svolítið undarleg!
Og við launþegar, sem eigum stórann hlut í Icelandair, eigum ekki að vera kvarta þó þessir menn fái allt að 211% launahækkun, við fengum jú alveg heil 2,8% í okkar vasa!!
Það mætti halda að hér hafi ekkert hrun orðið, a.m.k. er ekki að sjá að neinn hafi lært nokkurn skapaðann hlut. Þetta er orðið verra en meðan brjálæðið var mest, fyrir hrun.
Það sannast hér að myndbandið sem formaður Vlf. Akraness sendi á alvefinn í desember síðastliðnum, er fráleitt ofleikið.
Sá skammarsamningur sem Gylfi Arnbjörnsson skifaði undir fyrir hönd almennra launþega, skömmu fyrir síðustu jól, er löngu fallinn. Þar er einkum við þá að sakast sem töldu fólki trú um að einhver stöðuleiki væri í vændum. Sá stöðugleiki einskorðast við laun þeirra sem vinna samkvæmt þeim kjarasamningum er ASÍ stendur að. Allir aðrir fá veglegar hækkanir og stjórnendur auðvitað mest. Skiptir þar engu máli þó fyrirtækin séu í eigu þeirra sem minnst fá.
Það er rétt sem Gylfi sagði fyrir skömmu, byrgðarnar verða ekki lagðar á suma en upskeran látin fara til fárra. Þarna ætti hann að skoða svolítið eiginn rann!!
Gífurleg launahækkun stjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.